Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 17. júlí 2025 09:00 Ég hef tekið tímabil í lífi mínu þar sem ég athuga hluti aftur og aftur til að ganga úr skugga um að allt sé með felldu; gripið í hurðarhúna skammarlega oft til að vera viss um að það sé örugglega læst, athugað hvort slökkt sé á helluborðinu svo að ég kveiki nú pottþétt ekki í og skoðað virkni á Facebook vandræðalega oft til að athuga hvort ég hafi nokkuð líkað við eitthvað sem ég ætlaði alls ekki að líka við. Árátta- og þráhyggja er það sem fræðin myndu líklegast kalla þessa skrýtnu hegðun, en í mínum huga hefur hún verið leið til að skapa öryggi. Öryggi um að enginn komist inn á heimilið sem á ekki að vera þar og öryggi um að aðgerðir eða aðgerðaleysi valdi ekki skaða á neinum eða neinu í mínu nærumhverfi. Svona eins og ef ég myndi gleyma að slökkva á vaskinum og vatnskemmdir myndu eiga sér stað með tilheyrandi raka og myglskemmdum. Erfiðar upplifanir í barnæsku og afleiðingar þess er eitthvað sem ég leiði hugann oft að í þeirri viðleitni að eiga við óuppgerða upplifun af barnafátækt. Í því samhengi hef ég velt því fyrir mér hvort að erfiðar upplifanir í barnæsku, nú eða í lífinu almennt, geti ýtt undir svona áráttuhegðun. Eru heilar og líkamar sem hafa upplifað ringulreið og séð hættu í hverju horni, líklegri til að margyfirfara hlutina í viðleitni við að skapa sér öryggi og ró? Húsnæðisöryggi barna er í mörgum tilfellum ekki tryggt þar sem börn búa með fjölskyldum sínum á ógnandi leigumarkaði þar sem leiguverð getur hækkað skyndilega. Leigjendur telja sig vera heppna ef leigusali er fljótur að gera við það sem þarf að gera við og leigjendur telja sig heppna ef þeir ná alltaf að finna íbúð innan skólahverfis barna sinna í þeim tíðum flutningum sem leigjendum er gert að búa við. Efnahagslegu öryggi leigjenda og barna þeirra er ítrekað ógnað þar sem húsaleiga gleypir upp helstu ráðstöfunartekjur leigjenda mánuð eftir mánuð. Því reyni ég, sem sósíalisti í borgarstjórn, að gera allt sem hægt er til að borgin bjóði upp á viðeigandi húsnæði á viðeigandi verði. Markmiðið er að börnum og fjölskyldum þeirra líði vel í húsnæðinu sem þau búa í, að þau viti að þau geti verið þar eins lengi og þau vilja og að þau séu örugg. Leigjendur eiga rétt á íbúðum sem eru lausar við myglu, lausar við vandamál og þröngbýli. Borgin þarf að stórauka félagslegt leiguhúsnæði og auka samstarf við aðila sem byggja upp óhagnaðardrifið húsnæði, líkt og verkalýðshreyfinguna. Báðir þessir þættir eru áhersluatriði núverandi samstarflokka í borginni. Þangað til að nægt húsnæði er orðið að veruleika er eðlilegt að skoða leiðir til að lækka þann gríðarlega háa leigukostnað sem leigjendur þurfa að greiða í hagnaðardrifnu húsnæðiskerfi. Því vona ég að hægt verði að finna leiðir til að breyta sérstökum húsnæðisstuðningi þannig að hann nái til fleiri innan borgarinnar sem þurfa að greiða hátt leiguverð. Húsnæði er grunnforsenda velferðar og án öruggs húsnæðis getur svo margt farið úrskeiðis. Annar veruleiki er möguleiki og sá veruleiki er mitt leiðarljós. Veruleiki þar sem öryggi og vellíðan leigjenda og allra sem þurfa á heimili að halda er í forgrunni. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Sjá meira
Ég hef tekið tímabil í lífi mínu þar sem ég athuga hluti aftur og aftur til að ganga úr skugga um að allt sé með felldu; gripið í hurðarhúna skammarlega oft til að vera viss um að það sé örugglega læst, athugað hvort slökkt sé á helluborðinu svo að ég kveiki nú pottþétt ekki í og skoðað virkni á Facebook vandræðalega oft til að athuga hvort ég hafi nokkuð líkað við eitthvað sem ég ætlaði alls ekki að líka við. Árátta- og þráhyggja er það sem fræðin myndu líklegast kalla þessa skrýtnu hegðun, en í mínum huga hefur hún verið leið til að skapa öryggi. Öryggi um að enginn komist inn á heimilið sem á ekki að vera þar og öryggi um að aðgerðir eða aðgerðaleysi valdi ekki skaða á neinum eða neinu í mínu nærumhverfi. Svona eins og ef ég myndi gleyma að slökkva á vaskinum og vatnskemmdir myndu eiga sér stað með tilheyrandi raka og myglskemmdum. Erfiðar upplifanir í barnæsku og afleiðingar þess er eitthvað sem ég leiði hugann oft að í þeirri viðleitni að eiga við óuppgerða upplifun af barnafátækt. Í því samhengi hef ég velt því fyrir mér hvort að erfiðar upplifanir í barnæsku, nú eða í lífinu almennt, geti ýtt undir svona áráttuhegðun. Eru heilar og líkamar sem hafa upplifað ringulreið og séð hættu í hverju horni, líklegri til að margyfirfara hlutina í viðleitni við að skapa sér öryggi og ró? Húsnæðisöryggi barna er í mörgum tilfellum ekki tryggt þar sem börn búa með fjölskyldum sínum á ógnandi leigumarkaði þar sem leiguverð getur hækkað skyndilega. Leigjendur telja sig vera heppna ef leigusali er fljótur að gera við það sem þarf að gera við og leigjendur telja sig heppna ef þeir ná alltaf að finna íbúð innan skólahverfis barna sinna í þeim tíðum flutningum sem leigjendum er gert að búa við. Efnahagslegu öryggi leigjenda og barna þeirra er ítrekað ógnað þar sem húsaleiga gleypir upp helstu ráðstöfunartekjur leigjenda mánuð eftir mánuð. Því reyni ég, sem sósíalisti í borgarstjórn, að gera allt sem hægt er til að borgin bjóði upp á viðeigandi húsnæði á viðeigandi verði. Markmiðið er að börnum og fjölskyldum þeirra líði vel í húsnæðinu sem þau búa í, að þau viti að þau geti verið þar eins lengi og þau vilja og að þau séu örugg. Leigjendur eiga rétt á íbúðum sem eru lausar við myglu, lausar við vandamál og þröngbýli. Borgin þarf að stórauka félagslegt leiguhúsnæði og auka samstarf við aðila sem byggja upp óhagnaðardrifið húsnæði, líkt og verkalýðshreyfinguna. Báðir þessir þættir eru áhersluatriði núverandi samstarflokka í borginni. Þangað til að nægt húsnæði er orðið að veruleika er eðlilegt að skoða leiðir til að lækka þann gríðarlega háa leigukostnað sem leigjendur þurfa að greiða í hagnaðardrifnu húsnæðiskerfi. Því vona ég að hægt verði að finna leiðir til að breyta sérstökum húsnæðisstuðningi þannig að hann nái til fleiri innan borgarinnar sem þurfa að greiða hátt leiguverð. Húsnæði er grunnforsenda velferðar og án öruggs húsnæðis getur svo margt farið úrskeiðis. Annar veruleiki er möguleiki og sá veruleiki er mitt leiðarljós. Veruleiki þar sem öryggi og vellíðan leigjenda og allra sem þurfa á heimili að halda er í forgrunni. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun