Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar 16. júlí 2025 08:32 Stríðsglæpir, landrán og þjóðarmorð Ísraels skipa landinu á bekk með verstu níðingum samtímans í samfélagi þjóðanna. Stríðsglæpir eru framdir fyrir opnum tjöldum. Hermönnum Ísraelshers, IDF, er fyrirskipað að drepa óbreytta borgara sem koma á hjálparstöðvar til að leita sér matar eða lyfja. Læknar og bráðaliðar eru myrtir með köldu blóði. Yfir tvær milljónir íbúa Gaza eru sveltir, og þeir hraktir eins og dýr til slátrunar undir sprengjuregni og skothríð. Sjúkrahús, skólar, bókasöfn, háskólar, vatnsveitur, orkuver – engu er eirt, allt er sprengt í tætlur. Um 20 þúsund börn hafa verið myrt af Ísraelsher á Gaza, og tugir þúsunda eru særð og örkumla til líkama og sálar. Sprengjumagnið sem ausið hefur verið yfir Gaza samsvarar eyðileggingarkrafti þriggja Hiróshima sprengja. Gaza er í rúst, verr farið en Dresden eftir verstu sprengiárásir Seinni Heimsstyrjaldarinnar. Þúsundir Palestínumanna eru fangelsaðir án dóms og laga – þar á meðal hundruðir barna og unglinga – og sæta þar margvíslegu ofbeldi og pyntingum. Nú fyrirhuga stjórnvöld í Ísrael að safna íbúum Gaza í fangabúðir þar sem svelta á íbúana til að fallast á að flýja til nágrannalandanna. Samtímis er hert á aðgerðum á herteknu svæðunum, þorp og ólífulundir Palestínumanna eru brennd og þeir myrtir – allt í nafni þess að skapa aukið lífsrými fyrir „landnema“ gyðinga. Ísrael fetar hér í fótspor nasistanna: þeir frömdu þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir í nafni „lebensraum“ – til að skapa meira rými fyrir hinn aríska kynstofn. Lokalausn nasistanna voru útrýmingarbúðir. Lokalausn síonistanna er að drepa og hrekja Palestínumenn á brott. Það er sorglegra en tárum taki að yfirgnæfandi meirihluti íbúa Ísraels styður þessa villimennsku stjórnar Netanyahus. Stríðsglæpir Ísraels hafa verið fordæmdir af jafnt Sameinuðu Þjóðunum sem alþjóðlegum mannúðarsamtökum eins og Rauða Krossinum, Amnesty International og Lækna án landamæra. Til hvers að eiga í stjórnmálasambandi við ríki eins og Ísrael, sem hundsar alla gangrýni og lætur samþykktir Sameinuðu Þjóðanna sem vind um eyru þjóta? Til hvers að eiga samtal við ofbeldisseggi sem kæra sig kollótta um mannréttindi, mannúð og mannvirðingu, og gera allt sem þeir geta til að brjóta niður alþjóðalög og alþjóðastofnanir? Við getum ekki fallist á að það sé allt í lagi að hrekja Palestínumenn af landi sínu, fangelsa, pynta og myrða. Við höfum ekkert að gera með að eiga í stjórnmálasambandi við ríki sem stundar þessa villimennsku, og við eigum að taka afgerandi afstöðu gegn þessu ofbeldisríki. Slíta stjórnmálasambandi við Ísrael! Stöðva öll viðskipti við landið, jafnt efnahagsleg sem menningarleg og vísindaleg. Ísland ætti skipa sér í hóp þjóða eins og Suður Afríku, Brasilíu, Spánar og Írlands sem krefjast þess að Ísrael verði látið svara til saka fyrir glæpi sína! Höfundur er prófessor á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Stríðsglæpir, landrán og þjóðarmorð Ísraels skipa landinu á bekk með verstu níðingum samtímans í samfélagi þjóðanna. Stríðsglæpir eru framdir fyrir opnum tjöldum. Hermönnum Ísraelshers, IDF, er fyrirskipað að drepa óbreytta borgara sem koma á hjálparstöðvar til að leita sér matar eða lyfja. Læknar og bráðaliðar eru myrtir með köldu blóði. Yfir tvær milljónir íbúa Gaza eru sveltir, og þeir hraktir eins og dýr til slátrunar undir sprengjuregni og skothríð. Sjúkrahús, skólar, bókasöfn, háskólar, vatnsveitur, orkuver – engu er eirt, allt er sprengt í tætlur. Um 20 þúsund börn hafa verið myrt af Ísraelsher á Gaza, og tugir þúsunda eru særð og örkumla til líkama og sálar. Sprengjumagnið sem ausið hefur verið yfir Gaza samsvarar eyðileggingarkrafti þriggja Hiróshima sprengja. Gaza er í rúst, verr farið en Dresden eftir verstu sprengiárásir Seinni Heimsstyrjaldarinnar. Þúsundir Palestínumanna eru fangelsaðir án dóms og laga – þar á meðal hundruðir barna og unglinga – og sæta þar margvíslegu ofbeldi og pyntingum. Nú fyrirhuga stjórnvöld í Ísrael að safna íbúum Gaza í fangabúðir þar sem svelta á íbúana til að fallast á að flýja til nágrannalandanna. Samtímis er hert á aðgerðum á herteknu svæðunum, þorp og ólífulundir Palestínumanna eru brennd og þeir myrtir – allt í nafni þess að skapa aukið lífsrými fyrir „landnema“ gyðinga. Ísrael fetar hér í fótspor nasistanna: þeir frömdu þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir í nafni „lebensraum“ – til að skapa meira rými fyrir hinn aríska kynstofn. Lokalausn nasistanna voru útrýmingarbúðir. Lokalausn síonistanna er að drepa og hrekja Palestínumenn á brott. Það er sorglegra en tárum taki að yfirgnæfandi meirihluti íbúa Ísraels styður þessa villimennsku stjórnar Netanyahus. Stríðsglæpir Ísraels hafa verið fordæmdir af jafnt Sameinuðu Þjóðunum sem alþjóðlegum mannúðarsamtökum eins og Rauða Krossinum, Amnesty International og Lækna án landamæra. Til hvers að eiga í stjórnmálasambandi við ríki eins og Ísrael, sem hundsar alla gangrýni og lætur samþykktir Sameinuðu Þjóðanna sem vind um eyru þjóta? Til hvers að eiga samtal við ofbeldisseggi sem kæra sig kollótta um mannréttindi, mannúð og mannvirðingu, og gera allt sem þeir geta til að brjóta niður alþjóðalög og alþjóðastofnanir? Við getum ekki fallist á að það sé allt í lagi að hrekja Palestínumenn af landi sínu, fangelsa, pynta og myrða. Við höfum ekkert að gera með að eiga í stjórnmálasambandi við ríki sem stundar þessa villimennsku, og við eigum að taka afgerandi afstöðu gegn þessu ofbeldisríki. Slíta stjórnmálasambandi við Ísrael! Stöðva öll viðskipti við landið, jafnt efnahagsleg sem menningarleg og vísindaleg. Ísland ætti skipa sér í hóp þjóða eins og Suður Afríku, Brasilíu, Spánar og Írlands sem krefjast þess að Ísrael verði látið svara til saka fyrir glæpi sína! Höfundur er prófessor á eftirlaunum.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun