Fyrsta árið verður lærdómsferli Hjörvar Ólafsson skrifar 8. maí 2019 11:00 Viktor Gísli Hallgrímsson. Vísir/Daníel HjöTilkynnt var í gær um félagaskipti Viktors Gísla Hallgrímssonar, landsliðsmarkvarðar í handbolta, frá Fram til danska úrvalsdeildarliðsins GOG. Viktor Gísli fór til reynslu hjá liðinu í upphafi þessa árs og hefur síðan verið orðaður við félagið. Nú hefur það verið staðfest hver næsti áfangastaður þessa unga og upprennandi markvarðar verður. „Það sem heillar mig mest við félagið er bara að þetta er stórt félag á danskan mælikvarða og danska úrvalsdeildin er sterk deild. Liðinu hefur gengið vel undanfarin ár og það er mjög líklegt að liðið muni leika í Evrópukeppni á næsta keppnistímabili sem verður frábær reynsla. Þetta er hæfilega stórt skref fyrir mig og gott næsta skref á ferlinum. Ég stefni hátt á mínum ferli og þetta er liður í því,“ segir Viktor Gísli í samtali við Fréttablaðið. „Það hjálpaði svo til við ákvörðunina að þarna verða tveir íslenskir leikmenn í leikmannahópnum. Arnar Freyr [Arnarsson] sem er frændi minn og Óðinn Þór [Ríkharðsson] sem ég spilaði með hjá Fram á sínum tíma. Það er gott að vera með einhverja í liðinu sem ég þekki og geta aðstoðað mig í mínum fyrstu skrefum sem atvinnumaður.“ GOG er að skipta algerlega um markvarðasveit en liðið sem er komið í undanúrslit úrslitakeppninnar eftir að hafa lent í öðru sæti dönsku úrvalsdeildarinnar mun treysta á Viktor Gísla og sænskan landsliðsmarkvörð sem koma báðir til liðs við félagið í sumar. „Liðið spilar skemmtilegan handbolta og leikstíl sem hentar mér vel. Þeir spila 6-0 vörn og leggja áherslu á hraðaupphlaup og það á vel við mig. Þarna verður með mér í markvarðasveit reyndur markvörður, Dan Beutler, sem er sænskur landsliðsmarkmaður sem hefur leikið við góðan orðstír í Svíþjóð og í fjölda ára í þýsku efstu deildinni. Ég lít á fyrsta árið bara sem lærdómsferli þar sem ég mun læra mjög mikið af reynslumiklum og góðum markverði. Það er hollt fyrir mig að skipta um umhverfi og fá aukna samkeppni,“ segir þessi metnaðarfulli markmaður. Viktor Gísli lék í apríl síðastliðnum sinn fyrsta mótsleik fyrir A-landsliðið eftir að hafa leikið fjölda leikja fyrir yngri landsliðin, verið í leikmannahópi A-landsliðsins og spilað vináttulandsleiki fyrir A-liðið. Hann varði mark íslenska liðsins með stakri prýði í jafntefli gegn Norður-Makedóníu ytra í undankeppni EM 2020. „Ég vonast til þess að ég muni bæta mig umtalsvert hjá nýja liðinu og það hjálpi mér með að festa mig í sessi í A-landsliðinu. Það sem mig hefur kannski skort er stöðugleiki og vonandi finn ég hann í Danmörku. Ég er mjög spenntur að flytja út, búa í öðru landi og spila reglulega við sterka leikmenn,“ segir Viktor um framhaldið hjá sér. Birtist í Fréttablaðinu Danski handboltinn Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
HjöTilkynnt var í gær um félagaskipti Viktors Gísla Hallgrímssonar, landsliðsmarkvarðar í handbolta, frá Fram til danska úrvalsdeildarliðsins GOG. Viktor Gísli fór til reynslu hjá liðinu í upphafi þessa árs og hefur síðan verið orðaður við félagið. Nú hefur það verið staðfest hver næsti áfangastaður þessa unga og upprennandi markvarðar verður. „Það sem heillar mig mest við félagið er bara að þetta er stórt félag á danskan mælikvarða og danska úrvalsdeildin er sterk deild. Liðinu hefur gengið vel undanfarin ár og það er mjög líklegt að liðið muni leika í Evrópukeppni á næsta keppnistímabili sem verður frábær reynsla. Þetta er hæfilega stórt skref fyrir mig og gott næsta skref á ferlinum. Ég stefni hátt á mínum ferli og þetta er liður í því,“ segir Viktor Gísli í samtali við Fréttablaðið. „Það hjálpaði svo til við ákvörðunina að þarna verða tveir íslenskir leikmenn í leikmannahópnum. Arnar Freyr [Arnarsson] sem er frændi minn og Óðinn Þór [Ríkharðsson] sem ég spilaði með hjá Fram á sínum tíma. Það er gott að vera með einhverja í liðinu sem ég þekki og geta aðstoðað mig í mínum fyrstu skrefum sem atvinnumaður.“ GOG er að skipta algerlega um markvarðasveit en liðið sem er komið í undanúrslit úrslitakeppninnar eftir að hafa lent í öðru sæti dönsku úrvalsdeildarinnar mun treysta á Viktor Gísla og sænskan landsliðsmarkvörð sem koma báðir til liðs við félagið í sumar. „Liðið spilar skemmtilegan handbolta og leikstíl sem hentar mér vel. Þeir spila 6-0 vörn og leggja áherslu á hraðaupphlaup og það á vel við mig. Þarna verður með mér í markvarðasveit reyndur markvörður, Dan Beutler, sem er sænskur landsliðsmarkmaður sem hefur leikið við góðan orðstír í Svíþjóð og í fjölda ára í þýsku efstu deildinni. Ég lít á fyrsta árið bara sem lærdómsferli þar sem ég mun læra mjög mikið af reynslumiklum og góðum markverði. Það er hollt fyrir mig að skipta um umhverfi og fá aukna samkeppni,“ segir þessi metnaðarfulli markmaður. Viktor Gísli lék í apríl síðastliðnum sinn fyrsta mótsleik fyrir A-landsliðið eftir að hafa leikið fjölda leikja fyrir yngri landsliðin, verið í leikmannahópi A-landsliðsins og spilað vináttulandsleiki fyrir A-liðið. Hann varði mark íslenska liðsins með stakri prýði í jafntefli gegn Norður-Makedóníu ytra í undankeppni EM 2020. „Ég vonast til þess að ég muni bæta mig umtalsvert hjá nýja liðinu og það hjálpi mér með að festa mig í sessi í A-landsliðinu. Það sem mig hefur kannski skort er stöðugleiki og vonandi finn ég hann í Danmörku. Ég er mjög spenntur að flytja út, búa í öðru landi og spila reglulega við sterka leikmenn,“ segir Viktor um framhaldið hjá sér.
Birtist í Fréttablaðinu Danski handboltinn Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira