Réttað yfir leiðtoga kynlífs-sértrúarsöfnuðar Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 7. maí 2019 18:29 Réttarhöld hófust í dag yfir Keith Raniere, leiðtoga Nxivm. Skjáskot Réttarhöld hófust í dag yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm. Saksóknarar í málinu sögðu í dómssal í dag að Raniere hafi haldið uppi kerfi innan hópsins sem mest líkist þrælahaldi, en ætlast var til að kvenkyns meðlimir hópsins stunduðu kynlíf með honum. Greint er frá þessu á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar hafa fimm konur játað aðild að starfsemi hópsins, þar á meðal leikkonan Allison Mack, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Smallville. Raniere hefur lýst yfir sakleysi sínu á öllum ákæruliðum, en verði hann sakfelldur getur hann átt yfir höfði séð lífstíðar fangelsisvist. Marc Agnifilo, einn lögmanna Raniere sagði í dag að öll kynferðisleg samskipti Raniere við konur innan hópsins hafi verið byggð á samþykki og að ásakanir um barnaklám og kynferðislega misnotkun séu ekki á rökum reistar. Rannsókn yfirvalda á málinu hófst eftir að New York Times birti ítarlega grein um Nxivm. Rannsakendur halda því fram að konur hafi verið fengnar inn í hópinn sem „þrælar“ og ætlast hafi verið til að þær þjónuðu „húsbændum“ sínum og að þær stunduðu kynlíf með Raniere, sem iðulega var kallaður „The Vanguard.“ Konur hópsins voru brennimerktar upphafsstöfum Raniere, oftast á mjöðmum, en brennimerkingarnar fóru fram í athöfnum þar sem aðrir meðlimir tóku merkinguna upp. Bandaríkin Allison Mack og sértrúarsöfnuðurinn NXIVM Tengdar fréttir Báru sértrúarsöfnuðinn saman við Vísindakirkjuna til að réttlæta meinta kynlífsþrælkun Lögmenn bandarísku leikkonunnar Allison Mack freistuðu þess í gær að fá tvo ákæruliði á hendur henni fellda niður fyrir helgi. 30. desember 2018 23:30 Allison Mack úr Smallville játar aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er hvað þekktust fyrir að leika í þáttunum Smallville, játaði fyrir dómi í New York í dag að hafa komið að kynlífsþrælkunarhring. 8. apríl 2019 22:18 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira
Réttarhöld hófust í dag yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm. Saksóknarar í málinu sögðu í dómssal í dag að Raniere hafi haldið uppi kerfi innan hópsins sem mest líkist þrælahaldi, en ætlast var til að kvenkyns meðlimir hópsins stunduðu kynlíf með honum. Greint er frá þessu á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar hafa fimm konur játað aðild að starfsemi hópsins, þar á meðal leikkonan Allison Mack, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Smallville. Raniere hefur lýst yfir sakleysi sínu á öllum ákæruliðum, en verði hann sakfelldur getur hann átt yfir höfði séð lífstíðar fangelsisvist. Marc Agnifilo, einn lögmanna Raniere sagði í dag að öll kynferðisleg samskipti Raniere við konur innan hópsins hafi verið byggð á samþykki og að ásakanir um barnaklám og kynferðislega misnotkun séu ekki á rökum reistar. Rannsókn yfirvalda á málinu hófst eftir að New York Times birti ítarlega grein um Nxivm. Rannsakendur halda því fram að konur hafi verið fengnar inn í hópinn sem „þrælar“ og ætlast hafi verið til að þær þjónuðu „húsbændum“ sínum og að þær stunduðu kynlíf með Raniere, sem iðulega var kallaður „The Vanguard.“ Konur hópsins voru brennimerktar upphafsstöfum Raniere, oftast á mjöðmum, en brennimerkingarnar fóru fram í athöfnum þar sem aðrir meðlimir tóku merkinguna upp.
Bandaríkin Allison Mack og sértrúarsöfnuðurinn NXIVM Tengdar fréttir Báru sértrúarsöfnuðinn saman við Vísindakirkjuna til að réttlæta meinta kynlífsþrælkun Lögmenn bandarísku leikkonunnar Allison Mack freistuðu þess í gær að fá tvo ákæruliði á hendur henni fellda niður fyrir helgi. 30. desember 2018 23:30 Allison Mack úr Smallville játar aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er hvað þekktust fyrir að leika í þáttunum Smallville, játaði fyrir dómi í New York í dag að hafa komið að kynlífsþrælkunarhring. 8. apríl 2019 22:18 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira
Báru sértrúarsöfnuðinn saman við Vísindakirkjuna til að réttlæta meinta kynlífsþrælkun Lögmenn bandarísku leikkonunnar Allison Mack freistuðu þess í gær að fá tvo ákæruliði á hendur henni fellda niður fyrir helgi. 30. desember 2018 23:30
Allison Mack úr Smallville játar aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er hvað þekktust fyrir að leika í þáttunum Smallville, játaði fyrir dómi í New York í dag að hafa komið að kynlífsþrælkunarhring. 8. apríl 2019 22:18