Amanpour spurði Katrínu út í loftslagsmál, nauðganir og ferðamannasprengjuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. maí 2019 22:32 Katrín Jakobsdóttir í settinu hjá Chistiane Amanpour á CNN. Viðtal Christiane Amanpour, sjónvarpsfréttamanns hjá CNN, við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, var birt á sjónvarpsstöðinni í dag. Viðtalið var tekið í vikunni þegar Katrín var í opinberri heimsókn á Bretlandseyjum. Amanpour „braut ísinn“, eins og hún orðaði það sjálf, í byrjun viðtalsins þegar hún spurði Katrínu út í föðurnafnið hennar, Jakobsdóttir. Katrín útskýrði fyrir Amanpour að þetta þýddi að hún væri dóttir Jakobs og bætti við að henni þætti þessi hefð, að kenna börn við foreldra sína með þessum hætti, falleg. Á meðal þess sem Amanpour ræddi við Katrínu voru jafnréttismál. Spurði hún forsætisráðherra til dæmis út í það hvernig stæði á því að Ísland væri á meðal þeirra landa í Evrópu þar sem flestar nauðganir væru tilkynntar miðað við höfðatölu. „Ég held að á Íslandi, eins og í öðrum löndum, þá höfum við ekki talað mjög mikið um kynbundið ofbeldi. Það er ekki alltaf mælt í úttektum á kynjajafnrétti svo það var kannski áfall fyrir marga þegar MeToo-bylgjan kom til Íslands að sjá allar þessar konur stíga fram og segja sína sögu,“ svaraði Katrín. Þá spurði Amanpour Katrínu einnig út í það hvers vegna Íslendingar losa mest af koltvísýringi á mann af öllum ríkjum Evrópu. Katrín svaraði því til að Íslendingum hefði tekist vel til á sumum sviðum umhverfismála. „Við notum rafmagn því við búum yfir endurnýjanlegri orku og við hitum húsin okkar með jarðvarma. En það sem við höfum notað endurnýjanlegu orkuna okkar í er aðalmálið. Við erum með mikið af álverum, það er hægt að segja að álframleiðsla sé ein af þremur undirstöðum íslensks efnahagslífs, og þar sjáum við mestu losunina og svo í fluginu einnig,“ sagði Katrín. Í samhengi við umhverfismálin spurði Amanpour svo Katrínu einnig út í mikla fjölgun ferðamanna hér á landi og hvaða áhrif það hefði á innviðina og umhverfi landsins. Katrín rifjaði upp gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 sem vakti heimsathygli, eins og flestum er í fersku minni, og sagði það hafa komið Íslandi á kortið. „En við verðum að vera heiðarleg með það að við byggðum innviðina ekki jafnhratt upp og ferðamönnum fjölgaði. Það er staðreynd. Það sem við sjáum hins vegar núna er mun meiri áhersla á sjálfbæra ferðamennsku,“ sagði Katrín. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Kynferðisofbeldi MeToo Umhverfismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
Viðtal Christiane Amanpour, sjónvarpsfréttamanns hjá CNN, við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, var birt á sjónvarpsstöðinni í dag. Viðtalið var tekið í vikunni þegar Katrín var í opinberri heimsókn á Bretlandseyjum. Amanpour „braut ísinn“, eins og hún orðaði það sjálf, í byrjun viðtalsins þegar hún spurði Katrínu út í föðurnafnið hennar, Jakobsdóttir. Katrín útskýrði fyrir Amanpour að þetta þýddi að hún væri dóttir Jakobs og bætti við að henni þætti þessi hefð, að kenna börn við foreldra sína með þessum hætti, falleg. Á meðal þess sem Amanpour ræddi við Katrínu voru jafnréttismál. Spurði hún forsætisráðherra til dæmis út í það hvernig stæði á því að Ísland væri á meðal þeirra landa í Evrópu þar sem flestar nauðganir væru tilkynntar miðað við höfðatölu. „Ég held að á Íslandi, eins og í öðrum löndum, þá höfum við ekki talað mjög mikið um kynbundið ofbeldi. Það er ekki alltaf mælt í úttektum á kynjajafnrétti svo það var kannski áfall fyrir marga þegar MeToo-bylgjan kom til Íslands að sjá allar þessar konur stíga fram og segja sína sögu,“ svaraði Katrín. Þá spurði Amanpour Katrínu einnig út í það hvers vegna Íslendingar losa mest af koltvísýringi á mann af öllum ríkjum Evrópu. Katrín svaraði því til að Íslendingum hefði tekist vel til á sumum sviðum umhverfismála. „Við notum rafmagn því við búum yfir endurnýjanlegri orku og við hitum húsin okkar með jarðvarma. En það sem við höfum notað endurnýjanlegu orkuna okkar í er aðalmálið. Við erum með mikið af álverum, það er hægt að segja að álframleiðsla sé ein af þremur undirstöðum íslensks efnahagslífs, og þar sjáum við mestu losunina og svo í fluginu einnig,“ sagði Katrín. Í samhengi við umhverfismálin spurði Amanpour svo Katrínu einnig út í mikla fjölgun ferðamanna hér á landi og hvaða áhrif það hefði á innviðina og umhverfi landsins. Katrín rifjaði upp gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 sem vakti heimsathygli, eins og flestum er í fersku minni, og sagði það hafa komið Íslandi á kortið. „En við verðum að vera heiðarleg með það að við byggðum innviðina ekki jafnhratt upp og ferðamönnum fjölgaði. Það er staðreynd. Það sem við sjáum hins vegar núna er mun meiri áhersla á sjálfbæra ferðamennsku,“ sagði Katrín. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Kynferðisofbeldi MeToo Umhverfismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira