Rétturinn til sjálfsákvörðunar í hættu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. maí 2019 10:00 Fréttablaðið Þau ríki Bandaríkjanna þar sem Repúblikanar eru við völd, ýmist á þingi, í ríkisstjórabústaðnum eða hvort tveggja, hafa það sem af er ári keppst við að setja ný og hert lög um þungunarrof. „Þetta er eitt öflugasta árið í manna minnum,“ hafði The New York Times eftir Steven Aden, lögmanni samtakanna Americans United for Life, er berjast gegn þungunarrofi þar í landi. Missouri er nýjasta ríkið til þess að bætast í hópinn. Öldungadeild ríkisþingsins samþykkti í vikunni að þungunarrof yrði gert ólöglegt eftir áttundu viku meðgöngu og eru þunganir sem komu til við nauðgun eða sifjaspell ekki undanskildar. Málið hefur hins vegar ekki verið afgreitt úr fulltrúadeild og ríkisstjóri því ekki skrifað undir. Á meðal annarra ríkja sem hafa hert löggjöfina eru Georgía, Mississippi, Kentucky og Ohio en þau hafa bannað þungunarrof um leið og hægt er að greina hjartslátt fósturs. Hann getur greinst afar snemma á meðgöngu, svo snemma að sögn andstæðinga löggjafarinnar að ólíklegt er að viðkomandi viti af óléttunni. Ekkert ríki hefur gengið jafnlangt og Alabama sem hefur lagt blátt bann við þungunarrofi nema óléttan sé lífshættuleg. Frumvörp annarrar hvorrar gerðar eru enn til umræðu í nokkrum ríkjum til viðbótar. Ástæðuna fyrir þessari þróun má líklegast rekja til þess að frá því að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta hefur hann fengið tvo íhaldssama dómara í hæstarétt og eru íhaldsmenn því með skýran meirihluta við dómstólinn. Hæstiréttur dæmdi svo árið 1973 í máli Roe gegn Wade að einstaklingar hefðu stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs þar til fóstur telst lífvænlegt. Með því að setja löggjöf sem stangast á við það fordæmi vonast íhaldsmenn til þess að hæstiréttur taki málið upp og hinn íhaldssami meirihluti snúi dómnum við. Ekki er víst að þessi ósk verði að veruleika. Að mati skýranda The New York Times er líklegt að neðri dómstig felli bönnin úr gildi og þá er alls óvíst að hæstiréttur samþykki að taka málið fyrir. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira
Þau ríki Bandaríkjanna þar sem Repúblikanar eru við völd, ýmist á þingi, í ríkisstjórabústaðnum eða hvort tveggja, hafa það sem af er ári keppst við að setja ný og hert lög um þungunarrof. „Þetta er eitt öflugasta árið í manna minnum,“ hafði The New York Times eftir Steven Aden, lögmanni samtakanna Americans United for Life, er berjast gegn þungunarrofi þar í landi. Missouri er nýjasta ríkið til þess að bætast í hópinn. Öldungadeild ríkisþingsins samþykkti í vikunni að þungunarrof yrði gert ólöglegt eftir áttundu viku meðgöngu og eru þunganir sem komu til við nauðgun eða sifjaspell ekki undanskildar. Málið hefur hins vegar ekki verið afgreitt úr fulltrúadeild og ríkisstjóri því ekki skrifað undir. Á meðal annarra ríkja sem hafa hert löggjöfina eru Georgía, Mississippi, Kentucky og Ohio en þau hafa bannað þungunarrof um leið og hægt er að greina hjartslátt fósturs. Hann getur greinst afar snemma á meðgöngu, svo snemma að sögn andstæðinga löggjafarinnar að ólíklegt er að viðkomandi viti af óléttunni. Ekkert ríki hefur gengið jafnlangt og Alabama sem hefur lagt blátt bann við þungunarrofi nema óléttan sé lífshættuleg. Frumvörp annarrar hvorrar gerðar eru enn til umræðu í nokkrum ríkjum til viðbótar. Ástæðuna fyrir þessari þróun má líklegast rekja til þess að frá því að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta hefur hann fengið tvo íhaldssama dómara í hæstarétt og eru íhaldsmenn því með skýran meirihluta við dómstólinn. Hæstiréttur dæmdi svo árið 1973 í máli Roe gegn Wade að einstaklingar hefðu stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs þar til fóstur telst lífvænlegt. Með því að setja löggjöf sem stangast á við það fordæmi vonast íhaldsmenn til þess að hæstiréttur taki málið upp og hinn íhaldssami meirihluti snúi dómnum við. Ekki er víst að þessi ósk verði að veruleika. Að mati skýranda The New York Times er líklegt að neðri dómstig felli bönnin úr gildi og þá er alls óvíst að hæstiréttur samþykki að taka málið fyrir.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira
Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10
Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. 16. maí 2019 10:24
Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00