Íran: „Á barmi átaka við óvininn“ Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2019 19:04 Liðsmenn íranska byltingarvarðarins sem Bandaríkjastjórn lítur á sem hryðjuverkasamtök. Vísir/EPA Yfirmaður íranska byltingarvarðarins segir að Íranir séu á „barmi meiriháttar átaka við óvininn“. Vaxandi spenna hefur verið á milli bandarískra og íranskra stjórnvalda undanfarið. Bandaríkjastjórn kallaði starfsmenn heim frá Írak í dag vegna óskilgreindrar ógnar frá Írönum. „Þessi stund í sögunni, vegna þess að óvinurinn hefur stígið inn á völl átaka við okkar með allri mögulegri getu, er ögurstund íslömsku byltingarinnar,“ sagði Hossein Salami, undirhershöfðingi, í dag. Hann var skipaður yfirmaður byltingarvarðarins í síðasta mánuði. Donald Trump Bandaríkjaforseti setti byltingarvörðinn á lista yfir hryðjuverkasamtök í apríl. Bandaríkjastjórn hefur flutt aukið herlið til Miðausturlanda að undanfarna, þar á meðal flugmóðurskip, B-52-sprengjuflugvélar og Patriot-eldflaugar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Herflutningana hefur hún réttlætt með vísun í ógn sem steðji að hermönnum og hagsmunum Bandaríkjanna af Írönum í heimshlutanum. Engar frekari skýringar hafa verið gefnar á ákvörðun bandaríska utanríkisráðuneytisins að kalla alla starfsmenn sína í Bagdad og Ebril í Írak heim nema þá allra mikilvægustu. Aðeins var vísað í bráða ógn af Írönum og hersveitum þeim tengdum í Írak og Sýrlandi. Leyniþjónustur evrópskra bandamanna Bandaríkjanna hafa ekki orðið varir við slíka ógn. Þannig sagðist Chris Ghika, breskur undirhershöfðingi, ekki kannast við þá ógn þegar hann heimsótti bandaríska varnarmálaráðuneytið í gær. Skömmu síðar greip yfirstjórn Bandaríkjahers til þess óvanalega ráðs að setja ofan í við undirhershöfðingjann, að sögn New York Times. Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Segja bandarískar hersveitir enga ógn Hershöfðingi í íranska Byltingarvarðliðinu segir að vera bandarískra hersveita á Persaflóa sé aðeins sálfræðihernaður og hluti áætlunar til að hræða stjórnvöld í Teheran. 13. maí 2019 09:00 Spenna á milli Íran og Bandaríkjanna fer vaxandi Hassan Rouhani, forseti Íran, segir álagið af viðskiptaþvingunum sem verið er að beita ríkinu fordæmislausar. 12. maí 2019 11:15 Kalla starfsmenn heim frá Írak Yfirvöld Bandaríkjanna hafa skipað flestum starfsmönnum Utanríkisráðuneytisins í Baghdad og Ebril að yfirgefa Írak hið snarasta. 15. maí 2019 09:10 Segir hættu á stríði á milli Bandaríkjanna og Íran Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, segir hættu á að Bandaríkin og Íran fari í stríð án þess að ætla það. 13. maí 2019 23:42 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Yfirmaður íranska byltingarvarðarins segir að Íranir séu á „barmi meiriháttar átaka við óvininn“. Vaxandi spenna hefur verið á milli bandarískra og íranskra stjórnvalda undanfarið. Bandaríkjastjórn kallaði starfsmenn heim frá Írak í dag vegna óskilgreindrar ógnar frá Írönum. „Þessi stund í sögunni, vegna þess að óvinurinn hefur stígið inn á völl átaka við okkar með allri mögulegri getu, er ögurstund íslömsku byltingarinnar,“ sagði Hossein Salami, undirhershöfðingi, í dag. Hann var skipaður yfirmaður byltingarvarðarins í síðasta mánuði. Donald Trump Bandaríkjaforseti setti byltingarvörðinn á lista yfir hryðjuverkasamtök í apríl. Bandaríkjastjórn hefur flutt aukið herlið til Miðausturlanda að undanfarna, þar á meðal flugmóðurskip, B-52-sprengjuflugvélar og Patriot-eldflaugar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Herflutningana hefur hún réttlætt með vísun í ógn sem steðji að hermönnum og hagsmunum Bandaríkjanna af Írönum í heimshlutanum. Engar frekari skýringar hafa verið gefnar á ákvörðun bandaríska utanríkisráðuneytisins að kalla alla starfsmenn sína í Bagdad og Ebril í Írak heim nema þá allra mikilvægustu. Aðeins var vísað í bráða ógn af Írönum og hersveitum þeim tengdum í Írak og Sýrlandi. Leyniþjónustur evrópskra bandamanna Bandaríkjanna hafa ekki orðið varir við slíka ógn. Þannig sagðist Chris Ghika, breskur undirhershöfðingi, ekki kannast við þá ógn þegar hann heimsótti bandaríska varnarmálaráðuneytið í gær. Skömmu síðar greip yfirstjórn Bandaríkjahers til þess óvanalega ráðs að setja ofan í við undirhershöfðingjann, að sögn New York Times.
Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Segja bandarískar hersveitir enga ógn Hershöfðingi í íranska Byltingarvarðliðinu segir að vera bandarískra hersveita á Persaflóa sé aðeins sálfræðihernaður og hluti áætlunar til að hræða stjórnvöld í Teheran. 13. maí 2019 09:00 Spenna á milli Íran og Bandaríkjanna fer vaxandi Hassan Rouhani, forseti Íran, segir álagið af viðskiptaþvingunum sem verið er að beita ríkinu fordæmislausar. 12. maí 2019 11:15 Kalla starfsmenn heim frá Írak Yfirvöld Bandaríkjanna hafa skipað flestum starfsmönnum Utanríkisráðuneytisins í Baghdad og Ebril að yfirgefa Írak hið snarasta. 15. maí 2019 09:10 Segir hættu á stríði á milli Bandaríkjanna og Íran Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, segir hættu á að Bandaríkin og Íran fari í stríð án þess að ætla það. 13. maí 2019 23:42 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Segja bandarískar hersveitir enga ógn Hershöfðingi í íranska Byltingarvarðliðinu segir að vera bandarískra hersveita á Persaflóa sé aðeins sálfræðihernaður og hluti áætlunar til að hræða stjórnvöld í Teheran. 13. maí 2019 09:00
Spenna á milli Íran og Bandaríkjanna fer vaxandi Hassan Rouhani, forseti Íran, segir álagið af viðskiptaþvingunum sem verið er að beita ríkinu fordæmislausar. 12. maí 2019 11:15
Kalla starfsmenn heim frá Írak Yfirvöld Bandaríkjanna hafa skipað flestum starfsmönnum Utanríkisráðuneytisins í Baghdad og Ebril að yfirgefa Írak hið snarasta. 15. maí 2019 09:10
Segir hættu á stríði á milli Bandaríkjanna og Íran Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, segir hættu á að Bandaríkin og Íran fari í stríð án þess að ætla það. 13. maí 2019 23:42