Hatarar rukkaðir um mótmæli vegna hernámsins Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2019 10:49 En, nú virðist sem tvær grímur séu að renna á þá sem vilja sjá fulltrúa Íslands í Eurovision mótmæla ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs með kröftugri hætti en verið hefur. Fögnuðurinn í gær, þegar Ísland komst upp úr undanriðli Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, var hömlulaus. En, nú virðist sem tvær grímur séu að renna á þá sem vilja sjá fulltrúa Íslands í Eurovision mótmæla ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs með kröftugri hætti en verið hefur. Jón Ólafsson, tónlistar- og fjölmiðlamaður á RÚV, er ágætt dæmi um þetta en hann ritaði stuttan pistil á Facebooksíðu sína í morgun þar sem hann lýsir yfir sárum vonbrigðum sínum með Eurovision, þá í því sem hann segir vel heppnaða áróðurshátíð Ísraela. „Ég varð bara sorgmæddur þegar Dana International boðaði frið og ást í þaulskipulögðu áróðursatriði Ísraela í Eurovision í gærkvöldi. Mér fannst þetta álíka yfirborðskennt og lýtalaust andlit flytjandans. Skammt undan búa Palestínumenn í gettóinu sínu; niðurlægðir og fullir vonleysis um eðlilegt líf,“ skrifar Jón.Ég varð bara sorgmæddur þegar Dana International boðaði frið og ást í þaulskipulögðu áróðursatriði Ísraela í Eurovision... Posted by Jón Ólafsson on Wednesday, May 15, 2019 Færsla hans hefur þegar vakið mikla athygli og eru margir til að taka undir með Jóni. Hann segir keppnina auðvitað rammpólitíska í eðli sínu „þegar þjóðir eins og Ísrael geta nýtt sér athyglina til að fegra ímynd landsins í augum jarðarbúa. Ég vona svo sannarlega að Hatari tali hreint út við öll tækifæri sem gefast héðan í frá.“Aflátsbréf fyrir kúgun Palestínuaraba Einörð afstaða Jóns vekur ekki síst athygli í því ljósi að Jón hefur starfað lengi fyrir RÚV við þáttagerð. Útgefandinn Kristján B. Jónasson segir þetta forkastanlega ömurlegt: „Það er eins og Ísraelsmenn haldi að með því að vera jákvæðir gagnvart hinsegin fólki hafi þeir greitt fyrir aflátsbréf fyrir kúgun Palestínuaraba.“ Enn einn sem tjáir sig við færslu Jóns, sem er ágætt dæmi um þá sem velta fyrir sér hvort mótmælunum sé nægjanlega til haga haldið, er tónlistarmaðurinn Haukur Viðar Alfreðsson sem segist binda vonir, veikar þó, við að „masterplan Hatara hafi verið að komast áfram í úrslitin, með tilheyrandi umfjöllun og ögrunum — og láta sig síðan hverfa sporlaust fyrir útsendingu á laugardag. Skrópa bara. Get ekki ímyndað mér mótmæli sem fengju jafn mikla athygli.“ Egill Helgason, helsti sjónvarpsmaður RÚV, segir einfaldlega: „Ekki gott.“ Allt samkvæmt áætlun … RÚV Málið allt er snúið. Og fögnuðurinn yfir því að eyðimerkurgöngu Íslands sé nú lokið með að komast ekki upp úr undanriðlinum er blendinn. Eins og fram kom á sínum tíma skrifuðu þúsundir manna undir áskorun til RÚV að sniðganga Eurovision í ljósi mannréttindabrota Ísraelríkis gagnvart palestínsku þjóðinni. Meðal þeirra sem vildi sniðganga keppnina nú er Eurovision-goðsögnin Páll Óskar.Jón Ólafsson, hinn geðþekki sjónvarps- og fjölmiðlamaður, fer fram á að Hatarar tjái sig með afdráttarlausum hætti um hernámið. Hann er ekki einn um það.visir/daníelÁrni St. Sigurðsson, sem efndi til undirskriftasöfnunarinnar, sagði þá að ekki væri siðferðilega verjandi að taka þátt í glanskeppni eins og Euriovision „í skugga þess ofbeldis sem Ísrael beitir nágranna sína.“ Árni sagði seinna að það væri klókt af RÚV að velja Hatara til þátttöku í Söngvakeppninni, forkeppni Eurovision. „Það höfðar til þeirra sem vildu ekki fara, fást kannski til að taka þátt á þeirri forsendu að senda mótmælalegt lag.“Erfiðir bjargvættir stofnunarinnar Árni hafði lög að mæla. Eftir að Hatari kom fram á sjónarsviðið í þessu samhengi dó undirskriftasöfnunin og lítt til hennar spurst síðan. Hatari var þannig talin ásættanleg lending fyrir þá sem voru andsnúnir þátttöku. En um leið telja þeir sem létu af afstöðu sinni eiga kröfu á hljómsveitina sem er þannig milli steins og sleggju.Felix Bergsson fararstjóri er sjaldan langt undan þegar samskipti Hatara við fjölmiðla eru annars vegar en hann kom fram fyrir hönd hljómsveitarinnar í Kastljósviðtali eftir keppnina hér heima, þó hefð sé fyrir því að þá sé rætt við flytjendur sjálfa.Skjáskot/ESC YouTubeVíst er að keppnin er RÚV afar mikilvæg; stofnunin getur vísað til þess að þá sameinist þjóðin við skjáinn og hún þá þar með sannað gildi sitt og nauðsyn sem almannaútvarp. Þeir sem hafa með Eurovision-málin að gera vilja þannig engum bátum rugga. Hatari, sem hafa boðað að þeir vilji nota dagskrárvald sitt til að mótmæla ástandinu hafa augljóslega reynst þeim sem fara með Eurovision-mál RÚV erfiðir sem slíkir. En um leið bjargvættir með að koma Íslandi upp úr undanriðlinum. Sem er ef til vill öfugsnúið. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins, segir það mikinn létti að hafa komist upp úr undanriðlinum.Múlbundnir Hatarar Í öllum viðtölum sem meðlimir Hatara hafa farið undanfarna daga í hæðast þeir að og/eða vísa til þess að þeirra skoðanir séu of pólitískar. Eða svara með loðnum hætti. En, þeir hafa reyndar komið inná hernámið í viðtölum fyrir undankeppnina hér heima sem og í viðtölum við erlenda fjölmiðla og á Eurovision-blaðmannafundum eftir að til Ísrael var komið.Meðlimir Hatari feta nú mjóa línu, milli þess að fara eftir reglum keppninnar og uppfylla væntingar um mótmæli vegna hernámsins.Þá var reynt að koma í veg fyrir að farið yrði frekar inná þær brautir. Síðan hafa þeir rifað seglin allverulega og það er ekki hægt að túlka með öðrum hætti en svo að þar sé vísað til þess að stjórnendur Eurovision og RÚV hafi lagt mikla áherslu á að Hatari virði samkomulag þess efnis að hlíta reglum keppninnar í hvívetna. Og múlbundið þá með þeim hætti. Hvort það dugi svo þeim sem láta þátttökuna fara fyrir brjóst sér er svo spurningin. Ísraelskir blaðamenn voru í sambandi við Vísi í gær og spurðu þá meðal annars ítrekað hvort vænta megi þess að Hatari myndu vera með óvænta uppákomu á sviðinu. Þá af pólitískum toga. Þeir töldu spennu þar um ekki síst gera íslenska lagið svo spennandi sem raun ber vitni. Eurovision Fjölmiðlar Ísrael Palestína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Fögnuðurinn í gær, þegar Ísland komst upp úr undanriðli Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, var hömlulaus. En, nú virðist sem tvær grímur séu að renna á þá sem vilja sjá fulltrúa Íslands í Eurovision mótmæla ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs með kröftugri hætti en verið hefur. Jón Ólafsson, tónlistar- og fjölmiðlamaður á RÚV, er ágætt dæmi um þetta en hann ritaði stuttan pistil á Facebooksíðu sína í morgun þar sem hann lýsir yfir sárum vonbrigðum sínum með Eurovision, þá í því sem hann segir vel heppnaða áróðurshátíð Ísraela. „Ég varð bara sorgmæddur þegar Dana International boðaði frið og ást í þaulskipulögðu áróðursatriði Ísraela í Eurovision í gærkvöldi. Mér fannst þetta álíka yfirborðskennt og lýtalaust andlit flytjandans. Skammt undan búa Palestínumenn í gettóinu sínu; niðurlægðir og fullir vonleysis um eðlilegt líf,“ skrifar Jón.Ég varð bara sorgmæddur þegar Dana International boðaði frið og ást í þaulskipulögðu áróðursatriði Ísraela í Eurovision... Posted by Jón Ólafsson on Wednesday, May 15, 2019 Færsla hans hefur þegar vakið mikla athygli og eru margir til að taka undir með Jóni. Hann segir keppnina auðvitað rammpólitíska í eðli sínu „þegar þjóðir eins og Ísrael geta nýtt sér athyglina til að fegra ímynd landsins í augum jarðarbúa. Ég vona svo sannarlega að Hatari tali hreint út við öll tækifæri sem gefast héðan í frá.“Aflátsbréf fyrir kúgun Palestínuaraba Einörð afstaða Jóns vekur ekki síst athygli í því ljósi að Jón hefur starfað lengi fyrir RÚV við þáttagerð. Útgefandinn Kristján B. Jónasson segir þetta forkastanlega ömurlegt: „Það er eins og Ísraelsmenn haldi að með því að vera jákvæðir gagnvart hinsegin fólki hafi þeir greitt fyrir aflátsbréf fyrir kúgun Palestínuaraba.“ Enn einn sem tjáir sig við færslu Jóns, sem er ágætt dæmi um þá sem velta fyrir sér hvort mótmælunum sé nægjanlega til haga haldið, er tónlistarmaðurinn Haukur Viðar Alfreðsson sem segist binda vonir, veikar þó, við að „masterplan Hatara hafi verið að komast áfram í úrslitin, með tilheyrandi umfjöllun og ögrunum — og láta sig síðan hverfa sporlaust fyrir útsendingu á laugardag. Skrópa bara. Get ekki ímyndað mér mótmæli sem fengju jafn mikla athygli.“ Egill Helgason, helsti sjónvarpsmaður RÚV, segir einfaldlega: „Ekki gott.“ Allt samkvæmt áætlun … RÚV Málið allt er snúið. Og fögnuðurinn yfir því að eyðimerkurgöngu Íslands sé nú lokið með að komast ekki upp úr undanriðlinum er blendinn. Eins og fram kom á sínum tíma skrifuðu þúsundir manna undir áskorun til RÚV að sniðganga Eurovision í ljósi mannréttindabrota Ísraelríkis gagnvart palestínsku þjóðinni. Meðal þeirra sem vildi sniðganga keppnina nú er Eurovision-goðsögnin Páll Óskar.Jón Ólafsson, hinn geðþekki sjónvarps- og fjölmiðlamaður, fer fram á að Hatarar tjái sig með afdráttarlausum hætti um hernámið. Hann er ekki einn um það.visir/daníelÁrni St. Sigurðsson, sem efndi til undirskriftasöfnunarinnar, sagði þá að ekki væri siðferðilega verjandi að taka þátt í glanskeppni eins og Euriovision „í skugga þess ofbeldis sem Ísrael beitir nágranna sína.“ Árni sagði seinna að það væri klókt af RÚV að velja Hatara til þátttöku í Söngvakeppninni, forkeppni Eurovision. „Það höfðar til þeirra sem vildu ekki fara, fást kannski til að taka þátt á þeirri forsendu að senda mótmælalegt lag.“Erfiðir bjargvættir stofnunarinnar Árni hafði lög að mæla. Eftir að Hatari kom fram á sjónarsviðið í þessu samhengi dó undirskriftasöfnunin og lítt til hennar spurst síðan. Hatari var þannig talin ásættanleg lending fyrir þá sem voru andsnúnir þátttöku. En um leið telja þeir sem létu af afstöðu sinni eiga kröfu á hljómsveitina sem er þannig milli steins og sleggju.Felix Bergsson fararstjóri er sjaldan langt undan þegar samskipti Hatara við fjölmiðla eru annars vegar en hann kom fram fyrir hönd hljómsveitarinnar í Kastljósviðtali eftir keppnina hér heima, þó hefð sé fyrir því að þá sé rætt við flytjendur sjálfa.Skjáskot/ESC YouTubeVíst er að keppnin er RÚV afar mikilvæg; stofnunin getur vísað til þess að þá sameinist þjóðin við skjáinn og hún þá þar með sannað gildi sitt og nauðsyn sem almannaútvarp. Þeir sem hafa með Eurovision-málin að gera vilja þannig engum bátum rugga. Hatari, sem hafa boðað að þeir vilji nota dagskrárvald sitt til að mótmæla ástandinu hafa augljóslega reynst þeim sem fara með Eurovision-mál RÚV erfiðir sem slíkir. En um leið bjargvættir með að koma Íslandi upp úr undanriðlinum. Sem er ef til vill öfugsnúið. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins, segir það mikinn létti að hafa komist upp úr undanriðlinum.Múlbundnir Hatarar Í öllum viðtölum sem meðlimir Hatara hafa farið undanfarna daga í hæðast þeir að og/eða vísa til þess að þeirra skoðanir séu of pólitískar. Eða svara með loðnum hætti. En, þeir hafa reyndar komið inná hernámið í viðtölum fyrir undankeppnina hér heima sem og í viðtölum við erlenda fjölmiðla og á Eurovision-blaðmannafundum eftir að til Ísrael var komið.Meðlimir Hatari feta nú mjóa línu, milli þess að fara eftir reglum keppninnar og uppfylla væntingar um mótmæli vegna hernámsins.Þá var reynt að koma í veg fyrir að farið yrði frekar inná þær brautir. Síðan hafa þeir rifað seglin allverulega og það er ekki hægt að túlka með öðrum hætti en svo að þar sé vísað til þess að stjórnendur Eurovision og RÚV hafi lagt mikla áherslu á að Hatari virði samkomulag þess efnis að hlíta reglum keppninnar í hvívetna. Og múlbundið þá með þeim hætti. Hvort það dugi svo þeim sem láta þátttökuna fara fyrir brjóst sér er svo spurningin. Ísraelskir blaðamenn voru í sambandi við Vísi í gær og spurðu þá meðal annars ítrekað hvort vænta megi þess að Hatari myndu vera með óvænta uppákomu á sviðinu. Þá af pólitískum toga. Þeir töldu spennu þar um ekki síst gera íslenska lagið svo spennandi sem raun ber vitni.
Eurovision Fjölmiðlar Ísrael Palestína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira