Kom að innbrotsþjófi í Grafarholti: „Sannaði fyrir sjálfri mér að ég get verndað mitt eigið húsnæði ef ég þarf þess“ Atli Ísleifsson skrifar 12. maí 2019 12:18 Hjördís segir að innbrotsþjófurinn hafi augljóslega verið í vímu og verið búin að taka lyf úr lyfjakassanum, föt, málningadót og fleira. Getty „Ég var í tíu mínútur að ná mér niður áður en ég gat hringt í lögregluna og talað af einhverju viti.“ Þetta segir Hjördís Líney Aðalsteinsdóttir, íbúi í Grafarholti, sem kom að innbrotsþjófi á heimili sínu á aðfaranótt laugardagsins. Hjördís segist hafa skoppið úr húsi í um tuttugu mínútur skömmu eftir miðnætti og komið svo að innbrotsþjófnum þar sem hann var að róta í eigum hennar. „Ég kem heim og sé þá einhverja stelpu sem ég kannast ekkert við. Aldrei séð þessa manneskju áður. Ég spyr hana hver hún sé og þá segist hún vera að leita að einhverjum Binna. Það býr hins vegar enginn Binni í þessu fjölbýli sem ég er í. Ég trúi henni náttúrulega ekki og sé þá að hún er búin að taka saman dótið mitt. Ég bara klikkaðist, trompaðist og fraus ekki. Hún var alveg augljóslega hrædd og ég náði dótinu af henni. Hún veitti enga mótspyrnu,“ segir Hjördís.Ánægð að hafa komið að innbrotsþjófnum Hjördís segir að innbrotsþjófurinn hafi augljóslega verið í vímu og verið búin að taka lyf úr lyfjakassanum, föt, málningadót og fleira. „Lyfjaboxið var á hvolfi, skúffurnar opnar og sófinn úr stað. Ég ætlaði að fara að hringja í lögregluna og þá flýr hún út. Ekki nóg með að ég náði að yfirbuga þennan þjóf heldur rændi ég hana öllu þýfinu sem hún hafði. Hún hafði greinilega brotist inn í einhvern bíl áður og stolið úr honum.“ Hún segir að lögregla hafi verið fljót á staðinn. „Það kom mér á óvart. En þetta sannaði fyrir mér að ég get verndað mitt eigið húsnæði ef ég þarf þess. Þó að þetta hafi verið mjög dramatískt að sjá einhverja ókunnuga manneskju heima hjá sér þá er ég eiginlega ánægðari að hafa komið að þessu en að hafa ekki gert það – miðað við hvernig ég brást við. Það hefði í raun verið óhugnanlegra að koma heim og sjá að brotist hafi verið inn og ég hefði ekkert vitað hver þetta var.“ Hún segist hafa sofið frammi í sófa þá um nóttina. „Ég var á leið til vinkonu minnar en hætti við, vildi passa upp á að enginn væri að fara að koma.“Leitar eigenda Toyota Carina Hjördís segist hafa skilið eftir ólæst þegar hún skrapp út en eftir þessa reynslu muni hún alltaf læsa á eftir sér. „Sama þó það sé að sækja póstinn. Ég ætla alltaf að læsa. Ég hélt að þetta væri öruggt hverfi en nú heyri ég að svo sé ekki,“ segir Hjördís og beinir því til annarra íbúa í hverfinu að læsa á eftir sér. Að lokum segist hún endilega vilja koma þýfinu sem hún náði af innbrotsþjófnum í réttar hendur. Hafi þar meðal annars verið að finna smurbók bíls af gerðinni Toyota Carina '96. „Ef einhver kannast við það að hafa orðið fyrir þjófnaði úr þannig bíl á svipuðum tíma þá má hafa samband við mig.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
„Ég var í tíu mínútur að ná mér niður áður en ég gat hringt í lögregluna og talað af einhverju viti.“ Þetta segir Hjördís Líney Aðalsteinsdóttir, íbúi í Grafarholti, sem kom að innbrotsþjófi á heimili sínu á aðfaranótt laugardagsins. Hjördís segist hafa skoppið úr húsi í um tuttugu mínútur skömmu eftir miðnætti og komið svo að innbrotsþjófnum þar sem hann var að róta í eigum hennar. „Ég kem heim og sé þá einhverja stelpu sem ég kannast ekkert við. Aldrei séð þessa manneskju áður. Ég spyr hana hver hún sé og þá segist hún vera að leita að einhverjum Binna. Það býr hins vegar enginn Binni í þessu fjölbýli sem ég er í. Ég trúi henni náttúrulega ekki og sé þá að hún er búin að taka saman dótið mitt. Ég bara klikkaðist, trompaðist og fraus ekki. Hún var alveg augljóslega hrædd og ég náði dótinu af henni. Hún veitti enga mótspyrnu,“ segir Hjördís.Ánægð að hafa komið að innbrotsþjófnum Hjördís segir að innbrotsþjófurinn hafi augljóslega verið í vímu og verið búin að taka lyf úr lyfjakassanum, föt, málningadót og fleira. „Lyfjaboxið var á hvolfi, skúffurnar opnar og sófinn úr stað. Ég ætlaði að fara að hringja í lögregluna og þá flýr hún út. Ekki nóg með að ég náði að yfirbuga þennan þjóf heldur rændi ég hana öllu þýfinu sem hún hafði. Hún hafði greinilega brotist inn í einhvern bíl áður og stolið úr honum.“ Hún segir að lögregla hafi verið fljót á staðinn. „Það kom mér á óvart. En þetta sannaði fyrir mér að ég get verndað mitt eigið húsnæði ef ég þarf þess. Þó að þetta hafi verið mjög dramatískt að sjá einhverja ókunnuga manneskju heima hjá sér þá er ég eiginlega ánægðari að hafa komið að þessu en að hafa ekki gert það – miðað við hvernig ég brást við. Það hefði í raun verið óhugnanlegra að koma heim og sjá að brotist hafi verið inn og ég hefði ekkert vitað hver þetta var.“ Hún segist hafa sofið frammi í sófa þá um nóttina. „Ég var á leið til vinkonu minnar en hætti við, vildi passa upp á að enginn væri að fara að koma.“Leitar eigenda Toyota Carina Hjördís segist hafa skilið eftir ólæst þegar hún skrapp út en eftir þessa reynslu muni hún alltaf læsa á eftir sér. „Sama þó það sé að sækja póstinn. Ég ætla alltaf að læsa. Ég hélt að þetta væri öruggt hverfi en nú heyri ég að svo sé ekki,“ segir Hjördís og beinir því til annarra íbúa í hverfinu að læsa á eftir sér. Að lokum segist hún endilega vilja koma þýfinu sem hún náði af innbrotsþjófnum í réttar hendur. Hafi þar meðal annars verið að finna smurbók bíls af gerðinni Toyota Carina '96. „Ef einhver kannast við það að hafa orðið fyrir þjófnaði úr þannig bíl á svipuðum tíma þá má hafa samband við mig.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira