Borås kom í veg fyrir að Södertalje Kings yrði sænskur meistari í körfuknattleik í kvöld en Borås vann fjórða leik liðana 97-80.
Borås byrjaði af miklum krafti og var ljóst frá byrjun að þeir ætluðu ekki að láta Södertalje fagna sigrinu á sínum heimavelli.
Þeir voru 55-37 yfir í hálfleik og hleyptu gestunum aldrei nálægt sér en sigurinn varð að ending nokkuð þægilegur, 97-80.
Jakob Sigurðarson gerði afar vel á þeim 30 mínútum sem hann spilaði. Hann skoraði tíu stig og tók fimm fráköst. Flottur leikur hjá KR-ingnum.
Fimmti leikur liðanna fer fram á sunnudaginn.
Góður leikur Jakobs er Borås hélt sér á lífi í úrslitaeinvíginu
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn

Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
