Útiliðið græðir miklu meira á oddaleik í handboltanum en í körfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2019 15:45 Eyjamenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn eftr sigur í oddaleik í Schenker-höllinni fyrir fimm árum. vísir/stefán Á morgun fer fram oddaleikur á milli Hauka og ÍBV í úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta en hann fer fram einni viku eftir oddaleik KR og ÍR í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta. Það var troðfullt í DHL-höll þeirra KR-inga á laugardaginn var og það verður örugglega líka mjög vel mætt í Schenkerhöll Haukanna á morgun. Það er aftur á móti eitt sem er mjög ólíkt milli þessara oddaleikja. Á meðan KR-ingar fengu alla innkomuna frá sínum oddaleik um síðustu helgi þá þurfa Haukar að skipta tekjunum með ÍBV eftir leikinn á morgun. KR-ingar þurftu reyndar að borga allan dómarakostnað á leiknum sínum en í handboltanum teljast ferðakostnaður Eyjamanna til Hafnarfjarðar til kostnaðar við leikinn þegar allt er gert upp. Þetta kemur vel fram í reglugerð HSÍ um handknattleiksmót en þar stendur: „Ef kemur til oddaleiks í úrslitakeppni eða umspili skal ágóða eða tapi af hverjum leik skal skipta jafnt milli leikaðila. Ferðakostnaður til og frá leikstað, skal teljast með kostnaði vegna leiks og skiptast jafnt á leikaðila. Gestaliðið skal leggja fram sönnun fyrir útlögðum ferðakostnaði. Ferðakostnaður getur verið kostnaður vegna allt að 19 manns hjá meistaraflokkum, þ.e. 14 leikmenn, starfsmenn A, B, C og D og einum stjórnarmanni. Húsaleiga skal aldrei verða meiri en 10% af aðgangseyri. Heimalið skal hafa til ráðstöfunar 50% af aðgöngumiðafjölda og gestir 50%. Gestir skulu skila óseldum miðum a.m.k. 1. klst. fyrir leik.“ Á þessu sést að útiliðið í oddaleikjum græðir miklu meira á oddaleiknum í handboltanum en það gerir í körfunni. „Félög hirða tekjur af heimaleikjum sínum í Íslandsmóti og þau bera einnig allan kostnað vegna framkvæmdar hans. Lið sem leikur á útivelli í Íslandsmóti ber allan kostnað vegna ferðalaga leikmanna,“ segir í reglugerð KKÍ. ÍR-ingar þurftu því bæði að sætta sig við silfur og að KR-ingarnir tóku allar tekjur af oddaleiknum um síðustu helgi. Eyjamenn munu hins vegar eflaust fá heilmikið í kassann verði vel mætt á Ásvelli á morgun. Dominos-deild karla Olís-deild karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Sjá meira
Á morgun fer fram oddaleikur á milli Hauka og ÍBV í úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta en hann fer fram einni viku eftir oddaleik KR og ÍR í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta. Það var troðfullt í DHL-höll þeirra KR-inga á laugardaginn var og það verður örugglega líka mjög vel mætt í Schenkerhöll Haukanna á morgun. Það er aftur á móti eitt sem er mjög ólíkt milli þessara oddaleikja. Á meðan KR-ingar fengu alla innkomuna frá sínum oddaleik um síðustu helgi þá þurfa Haukar að skipta tekjunum með ÍBV eftir leikinn á morgun. KR-ingar þurftu reyndar að borga allan dómarakostnað á leiknum sínum en í handboltanum teljast ferðakostnaður Eyjamanna til Hafnarfjarðar til kostnaðar við leikinn þegar allt er gert upp. Þetta kemur vel fram í reglugerð HSÍ um handknattleiksmót en þar stendur: „Ef kemur til oddaleiks í úrslitakeppni eða umspili skal ágóða eða tapi af hverjum leik skal skipta jafnt milli leikaðila. Ferðakostnaður til og frá leikstað, skal teljast með kostnaði vegna leiks og skiptast jafnt á leikaðila. Gestaliðið skal leggja fram sönnun fyrir útlögðum ferðakostnaði. Ferðakostnaður getur verið kostnaður vegna allt að 19 manns hjá meistaraflokkum, þ.e. 14 leikmenn, starfsmenn A, B, C og D og einum stjórnarmanni. Húsaleiga skal aldrei verða meiri en 10% af aðgangseyri. Heimalið skal hafa til ráðstöfunar 50% af aðgöngumiðafjölda og gestir 50%. Gestir skulu skila óseldum miðum a.m.k. 1. klst. fyrir leik.“ Á þessu sést að útiliðið í oddaleikjum græðir miklu meira á oddaleiknum í handboltanum en það gerir í körfunni. „Félög hirða tekjur af heimaleikjum sínum í Íslandsmóti og þau bera einnig allan kostnað vegna framkvæmdar hans. Lið sem leikur á útivelli í Íslandsmóti ber allan kostnað vegna ferðalaga leikmanna,“ segir í reglugerð KKÍ. ÍR-ingar þurftu því bæði að sætta sig við silfur og að KR-ingarnir tóku allar tekjur af oddaleiknum um síðustu helgi. Eyjamenn munu hins vegar eflaust fá heilmikið í kassann verði vel mætt á Ásvelli á morgun.
Dominos-deild karla Olís-deild karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Sjá meira