Haukur Helgi skoraði 25 stig og var stigahæstur á vellinum. Íslenski landsliðsmaðurinn var sérstaklega heitur fyrir utan þriggja stiga línuna en hann skoraði sex þrista í átta tilraunum.
Skotsýningu Hauks Helga í leiknum á móti Pau-Lacq-Orthez má sjá hér fyrir neðan.
Déjà 5 paniers à 3 pts pour @haukurpalsson ! Et @Nanterre92 a pris les devants dans cette belle des 1/4 de finale. Mais l'@EBPLO reste dans la course !
Nanterre 24 - 17 Pau-Lacq-Orthez#PlayoffsJeepELITEpic.twitter.com/YxLVByjKSA
— LNB (@LNBofficiel) May 28, 2019
Haukur Helgi var valinn maður leiksins í gær. Hann skilaði 23 framlagsstigum, sjö fleiri en næsti maður á vellinum.
Í undanúrslitunum mætir Nanterre deildarmeisturum Lyon-Villeurbanne. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit.