Gífurleg áhætta? Ólöf Skaftadóttir skrifar 29. maí 2019 06:15 Fyrirsjáanleg þróun, að óbreyttu, er á þann veg að umfang skipulagðrar glæpastarfsemi aukist á Íslandi. Aukin samkeppni á milli skipulagðra brotahópa kann að leiða til gengjamyndunar og grófra ofbeldisverka gagnvart einstaklingum sem þeim tengjast. Ástæða er til að óttast aukið og fjölbreyttara framboð fíkniefna. Hið sama á við um tilfelli mansals og misneytingar gagnvart innflytjendum og erlendu vinnuafli.“ Þetta og meira til kemur fram í kolsvartri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra sem hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að áhætta vegna skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi sé „gífurleg“. Að mati ríkislögreglustjóra er skipulögð glæpastarfsemi að náttúruhamförum undanskildum alvarlegasta ógn við samfélag og einstaklinga hér á landi. Lögreglan sé of veikburða til að taka á þessum málum sem svo hafi þær afleiðingar að auka líkur á brotastarfsemi af þessu tagi. Hættan sem greiningardeildin sér í hverju horni kemur að mestu frá útlöndum. Gjarnan er því haldið fram í umræðunni að heimurinn fari versnandi. Alið er á tortryggni, yfirleitt út frá einangruðum tilvikum sem látið er í skína að sýni þróun í átt til hins verra. Staðreyndin er hins vegar sú að hryðjuverkaógn í heiminum fer almennt minnkandi, ofbeldi líka og styrjöldum fækkar. Heimurinn er almennt friðsælli en á nokkru öðru skeiði í mannkynssögunni. Sennilega er það rétt sem kemur fram í skýrslunni svörtu að lögreglumenn eru of fáir og sum embættin of veikburða. Það er engin nýlunda að ríkisstofnanir kvarti undan fjárþurrð og í sumum tilvikum eru kvartanirnar réttmætar. Ljóst er að löggæslan er grunnstoð okkar samfélags og mikilvægt að vel sé haldið á spöðunum. Áherslur í löggæslumálum undanfarin ár hafa þróast í takt við tímann; mál sem áður þóttu einkamál fólks eru tekin föstum tökum, mál á borð við heimilisofbeldi og kynferðisbrot – með stöku undantekningum.Þar má helst nefna skýrslur greiningardeildarinnar sem verða æ svartari með hverju árinu og græjudellu sumra embættismanna sem vilja vopnavæða íslensku lögregluna frekar en nú er. Ísland er ekki hættulaust land, en það er ábyrgðarlaust að hræða fólk með orðræðu líkt og greiningardeildin hefur uppi. Mikilvægt er að skilja á milli ótta og raunverulegrar hættu. Ísland hefur trónað á toppi lista World Economic Forum um friðsælustu lönd í heimi samfleytt í mörg ár og hefur frekar aukið á forskot sitt á listanum en hitt. Upplifun fólks sem landið sækir er almennt sú að það sé öruggt og því líði vel. Í flestum málum er betra að fá óháð álit til að draga upp raunsanna mynd af stöðunni. Enginn er dómari í eigin sök. Sennilega er óheppilegt fyrirkomulag að ríkislögreglustjóri meti fyrst áhættuna og svo fjárþörfina til eigin rekstrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Fyrirsjáanleg þróun, að óbreyttu, er á þann veg að umfang skipulagðrar glæpastarfsemi aukist á Íslandi. Aukin samkeppni á milli skipulagðra brotahópa kann að leiða til gengjamyndunar og grófra ofbeldisverka gagnvart einstaklingum sem þeim tengjast. Ástæða er til að óttast aukið og fjölbreyttara framboð fíkniefna. Hið sama á við um tilfelli mansals og misneytingar gagnvart innflytjendum og erlendu vinnuafli.“ Þetta og meira til kemur fram í kolsvartri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra sem hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að áhætta vegna skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi sé „gífurleg“. Að mati ríkislögreglustjóra er skipulögð glæpastarfsemi að náttúruhamförum undanskildum alvarlegasta ógn við samfélag og einstaklinga hér á landi. Lögreglan sé of veikburða til að taka á þessum málum sem svo hafi þær afleiðingar að auka líkur á brotastarfsemi af þessu tagi. Hættan sem greiningardeildin sér í hverju horni kemur að mestu frá útlöndum. Gjarnan er því haldið fram í umræðunni að heimurinn fari versnandi. Alið er á tortryggni, yfirleitt út frá einangruðum tilvikum sem látið er í skína að sýni þróun í átt til hins verra. Staðreyndin er hins vegar sú að hryðjuverkaógn í heiminum fer almennt minnkandi, ofbeldi líka og styrjöldum fækkar. Heimurinn er almennt friðsælli en á nokkru öðru skeiði í mannkynssögunni. Sennilega er það rétt sem kemur fram í skýrslunni svörtu að lögreglumenn eru of fáir og sum embættin of veikburða. Það er engin nýlunda að ríkisstofnanir kvarti undan fjárþurrð og í sumum tilvikum eru kvartanirnar réttmætar. Ljóst er að löggæslan er grunnstoð okkar samfélags og mikilvægt að vel sé haldið á spöðunum. Áherslur í löggæslumálum undanfarin ár hafa þróast í takt við tímann; mál sem áður þóttu einkamál fólks eru tekin föstum tökum, mál á borð við heimilisofbeldi og kynferðisbrot – með stöku undantekningum.Þar má helst nefna skýrslur greiningardeildarinnar sem verða æ svartari með hverju árinu og græjudellu sumra embættismanna sem vilja vopnavæða íslensku lögregluna frekar en nú er. Ísland er ekki hættulaust land, en það er ábyrgðarlaust að hræða fólk með orðræðu líkt og greiningardeildin hefur uppi. Mikilvægt er að skilja á milli ótta og raunverulegrar hættu. Ísland hefur trónað á toppi lista World Economic Forum um friðsælustu lönd í heimi samfleytt í mörg ár og hefur frekar aukið á forskot sitt á listanum en hitt. Upplifun fólks sem landið sækir er almennt sú að það sé öruggt og því líði vel. Í flestum málum er betra að fá óháð álit til að draga upp raunsanna mynd af stöðunni. Enginn er dómari í eigin sök. Sennilega er óheppilegt fyrirkomulag að ríkislögreglustjóri meti fyrst áhættuna og svo fjárþörfina til eigin rekstrar.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun