Ópíóðar stærsta heilbrigðisógn í sögu ríkisins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. maí 2019 23:46 Johnson & Johnson er sakað um að hafa visvitandi ýtt undir ópíóðafaraldurinn. getty/Andrew Harrer Lyfjaframleiðandinn Johnson & Johnson kom fyrir dóm í Oklahoma í dag en fyrirtækið er ákært fyrir að hafa vísvitandi gefið ópíóðafaraldrinum svokallaða byr undir báða vængi, notað rangar upplýsingar við markaðssetningu verkjalyfja og að hafa lagt lítið upp úr hættu á fíkn. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Johnson & Johnson neitar allri sök og segir markaðssetninguna hafa verið ábyrga. Þetta er það fyrsta af 2.000 málum sem ríki Bandaríkjanna höfða gegn lyfjafyrirtækjum vegna ópíóða faraldursins. Á hverjum degi deyja 130 bandarískir einstaklingar að meðaltali, vegna ofskammts af ópíóðalyfjum, samkvæmt tölum Centers for Disease Control and Prevention. Árið 2017 dóu 70.200 einstaklingar af ofskammti og höfðu 68% þeirra tekið inn ópíóðalyf, bæði með lyfjaávísun og ólöglega.Dómsmálið Í opnunaryfirlýsingu sagði saksóknari Johnson & Johnson, auk lyfjarisanna Purdue Pharma, sem framleiðir OxyContin, og Teva Pharmaceuticals hafa þrýst á lækna að skrifa út fleiri lyfseðla fyrir ópíóðalyfjum á 10. áratugnum, með misvísandi markaðssetningu. Brad Beckworth, saksóknari í málinu, sagði Johnson & Johnson hafa markaðssett ópíóða sem „örugga og skilvirka leið til að takast á við daglega verki“ en hafa lagt lítið upp úr því hve ávanabindandi lyfið væri og þar með ýtt undir offramboð af lyfinu. „Ef boðið er upp á of mikið af þessum lyfjum leiðir það til dauða fólks,“ sagði hann. Mike Hunter, ríkissaksóknari Oklahoma, sagði við dómssalinn að það væri tími til kominn að gera fyrirtækin „ábyrg fyrir gjörðum sínum.“ „Þetta er stærsta heilbrigðisógn, sem hefur verið búin til af mönnum, í sögu þessa ríkis. Til að segja alveg eins og er, þá er þetta neyðarástand voðalegt fyrir Oklahoma,“ bætti hann við. Larry Ottaway, lögmaður Johnson & Johnson, sagði að markaðssetning fyrirtækisins hafi ekki haldið neinu öðru fram en US Food and Drug Administration gerði árið 2009, sem sagði verkjalyf, væru þau notuð á réttan hátt, sjaldan ávanabindandi. „Við erum ekki að gera lítið úr neinum, en staðreyndir eru staðreyndir,“ sagði hann. OxyContin sem framleitt er af Purdue Pharma er eitt umtalaðasta ópíóðalyf sem framleitt hefur verið.getty/George FreySáttagreiðslur Purdue Pharma og Teva Pharmaceuticals sömdu um sáttagreiðslur í málinu en Purdue greiddi Oklahoma 33,5 milljarða íslenskra króna í mars síðastliðnum. Teva samþykkti á sunnudag að greiða 10,5 milljarða íslenskra króna í sáttagreiðslur. Fjármagnið sem lyfjarisarnir greiða mun verða varið í verkefni til að reyna að takast á við ópíóðafaraldurinn í Oklahoma. Bandaríkin Fíkn Heilsa Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
Lyfjaframleiðandinn Johnson & Johnson kom fyrir dóm í Oklahoma í dag en fyrirtækið er ákært fyrir að hafa vísvitandi gefið ópíóðafaraldrinum svokallaða byr undir báða vængi, notað rangar upplýsingar við markaðssetningu verkjalyfja og að hafa lagt lítið upp úr hættu á fíkn. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Johnson & Johnson neitar allri sök og segir markaðssetninguna hafa verið ábyrga. Þetta er það fyrsta af 2.000 málum sem ríki Bandaríkjanna höfða gegn lyfjafyrirtækjum vegna ópíóða faraldursins. Á hverjum degi deyja 130 bandarískir einstaklingar að meðaltali, vegna ofskammts af ópíóðalyfjum, samkvæmt tölum Centers for Disease Control and Prevention. Árið 2017 dóu 70.200 einstaklingar af ofskammti og höfðu 68% þeirra tekið inn ópíóðalyf, bæði með lyfjaávísun og ólöglega.Dómsmálið Í opnunaryfirlýsingu sagði saksóknari Johnson & Johnson, auk lyfjarisanna Purdue Pharma, sem framleiðir OxyContin, og Teva Pharmaceuticals hafa þrýst á lækna að skrifa út fleiri lyfseðla fyrir ópíóðalyfjum á 10. áratugnum, með misvísandi markaðssetningu. Brad Beckworth, saksóknari í málinu, sagði Johnson & Johnson hafa markaðssett ópíóða sem „örugga og skilvirka leið til að takast á við daglega verki“ en hafa lagt lítið upp úr því hve ávanabindandi lyfið væri og þar með ýtt undir offramboð af lyfinu. „Ef boðið er upp á of mikið af þessum lyfjum leiðir það til dauða fólks,“ sagði hann. Mike Hunter, ríkissaksóknari Oklahoma, sagði við dómssalinn að það væri tími til kominn að gera fyrirtækin „ábyrg fyrir gjörðum sínum.“ „Þetta er stærsta heilbrigðisógn, sem hefur verið búin til af mönnum, í sögu þessa ríkis. Til að segja alveg eins og er, þá er þetta neyðarástand voðalegt fyrir Oklahoma,“ bætti hann við. Larry Ottaway, lögmaður Johnson & Johnson, sagði að markaðssetning fyrirtækisins hafi ekki haldið neinu öðru fram en US Food and Drug Administration gerði árið 2009, sem sagði verkjalyf, væru þau notuð á réttan hátt, sjaldan ávanabindandi. „Við erum ekki að gera lítið úr neinum, en staðreyndir eru staðreyndir,“ sagði hann. OxyContin sem framleitt er af Purdue Pharma er eitt umtalaðasta ópíóðalyf sem framleitt hefur verið.getty/George FreySáttagreiðslur Purdue Pharma og Teva Pharmaceuticals sömdu um sáttagreiðslur í málinu en Purdue greiddi Oklahoma 33,5 milljarða íslenskra króna í mars síðastliðnum. Teva samþykkti á sunnudag að greiða 10,5 milljarða íslenskra króna í sáttagreiðslur. Fjármagnið sem lyfjarisarnir greiða mun verða varið í verkefni til að reyna að takast á við ópíóðafaraldurinn í Oklahoma.
Bandaríkin Fíkn Heilsa Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira