Traðkað á hunangsflugum Sif Sigmarsdóttir skrifar 25. maí 2019 07:30 Einu sinni var strákur sem hét Robert. Hann var úti að leika sér einn daginn þegar hann sá hunangsflugu liggja á malarvegi. Eitthvað hlaut að vera að. Hunangsflugur voru ekki vanar að hanga á malarvegum sér til afslöppunar. Robert kraup við hlið flugunnar. Hún var á lífi. Hún hreyfði vængina varlega, eins og hún væri að kanna hvort þeir virkuðu. Hún reyndi að skríða áfram en færðist varla úr stað. Robert vissi sem var. Hunangsflugan átti ekki langt eftir ólifað. Robert leit til himins. Dökk ský hrönnuðust upp. Loftið var rakt. Það var alveg að fara að rigna. Robert ákvað að taka til sinna ráða. Hann tíndi steina og hlóð grjótvegg í kringum hunangsfluguna og reisti þak úr laufum til að vernda hana gegn yfirvofandi veðraskiptum. Því næst hélt Robert heim á leið. Þar sem Robert sat við eldhúsgluggann og horfði á dropana seytla niður glerið tók hann ákvörðun. Hann ætlaði ekki að segja neinum frá býflugunni og skýlinu. Því Robert vissi sem var. Hann vissi hvernig heimurinn virkaði. Hann var strákur. Hann átti ekki að bjarga býflugum. Hann átti að trampa á þeim. Ekki gráta Robert Webb er breskur leikari, grínisti og rithöfundur. Í bók sinni Hvernig á ekki að vera strákur (How not to be a boy) rekur Webb ævi sína og lýsir því hvernig þær leikreglur sem drengjum eru settar á uppvaxtarárunum höfðu neikvæð áhrif á líf hans langt fram eftir aldri – reglur á borð við: l Ekki gráta l Ekki tala um tilfinningar l Vertu leiðinlegur við stelpur l Taktu þátt í slagsmálum l Traðkaðu á hunangsflugum Lítið mót Ég heimsæki stundum grunnskóla í Bretlandi, þar sem ég bý, til að spjalla við krakka um bækur og kynjajafnrétti. Ég hef gjarnan umrædda bók Roberts Webb með í för og segi krökkunum söguna af Robert og hunangsflugunni. Undanfarin misseri hafa vestræn samfélög verið dugleg við að rífa niður staðalhugmyndir og koma þeim skilaboðum á framfæri að fólk er alls konar. Einn hópur virðist þó hafa orðið út undan. Í síðustu viku var ég stödd í skóla í Skotlandi. Ég hafði ferðast alla leiðina frá London til að kynna nýjustu bókina mína. Það fór hins vegar ekki betur en svo að í öllum skólum sem ég heimsótti var um fátt annað talað en bók Roberts Webb og þá merkilegu staðreynd að strákar þyrftu ekki að traðka á hunangsflugum ef þeir kærðu sig ekki um það. Svo upprifnir urðu sumir strákanna yfir sögunni um Robert og fluguna að ég endaði með að skilja bókina eftir í einum skólanna. Strákar hafa, rétt eins og stelpur, verið fórnarlömb staðalhugmynda samfélagsins. Harðjaxla-ímyndin hefur verið mörgum karlmanninum fjötur um fót. „Mótið sem karlmenn eiga að passa í er lítið,“ skrifaði Matt Haig, annar breskur rithöfundur, á Twitter nýverið. „Þeir eiga að hafa áhuga á fótbolta, ofbeldisfullum tölvuleikjum og halda kjafti um tilfinningar sínar. Þeir eiga að stríða hver öðrum, horfa á stríðsmyndir og hlutgera konur.“ Boltar, risaeðlur og?… Sonur minn á afmæli í dag. Hann er þriggja ára. Hann elskar bolta, risaeðlur og … einhyrninga. Í tilefni dagsins ætla ég að kaupa nýtt eintak af bók Roberts Webb og segja honum ævintýrið um Robert og hunangsfluguna fyrir háttinn. Því við megum ekki gleyma að segja drengjunum okkar að þeir megi líka vera alls konar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Einu sinni var strákur sem hét Robert. Hann var úti að leika sér einn daginn þegar hann sá hunangsflugu liggja á malarvegi. Eitthvað hlaut að vera að. Hunangsflugur voru ekki vanar að hanga á malarvegum sér til afslöppunar. Robert kraup við hlið flugunnar. Hún var á lífi. Hún hreyfði vængina varlega, eins og hún væri að kanna hvort þeir virkuðu. Hún reyndi að skríða áfram en færðist varla úr stað. Robert vissi sem var. Hunangsflugan átti ekki langt eftir ólifað. Robert leit til himins. Dökk ský hrönnuðust upp. Loftið var rakt. Það var alveg að fara að rigna. Robert ákvað að taka til sinna ráða. Hann tíndi steina og hlóð grjótvegg í kringum hunangsfluguna og reisti þak úr laufum til að vernda hana gegn yfirvofandi veðraskiptum. Því næst hélt Robert heim á leið. Þar sem Robert sat við eldhúsgluggann og horfði á dropana seytla niður glerið tók hann ákvörðun. Hann ætlaði ekki að segja neinum frá býflugunni og skýlinu. Því Robert vissi sem var. Hann vissi hvernig heimurinn virkaði. Hann var strákur. Hann átti ekki að bjarga býflugum. Hann átti að trampa á þeim. Ekki gráta Robert Webb er breskur leikari, grínisti og rithöfundur. Í bók sinni Hvernig á ekki að vera strákur (How not to be a boy) rekur Webb ævi sína og lýsir því hvernig þær leikreglur sem drengjum eru settar á uppvaxtarárunum höfðu neikvæð áhrif á líf hans langt fram eftir aldri – reglur á borð við: l Ekki gráta l Ekki tala um tilfinningar l Vertu leiðinlegur við stelpur l Taktu þátt í slagsmálum l Traðkaðu á hunangsflugum Lítið mót Ég heimsæki stundum grunnskóla í Bretlandi, þar sem ég bý, til að spjalla við krakka um bækur og kynjajafnrétti. Ég hef gjarnan umrædda bók Roberts Webb með í för og segi krökkunum söguna af Robert og hunangsflugunni. Undanfarin misseri hafa vestræn samfélög verið dugleg við að rífa niður staðalhugmyndir og koma þeim skilaboðum á framfæri að fólk er alls konar. Einn hópur virðist þó hafa orðið út undan. Í síðustu viku var ég stödd í skóla í Skotlandi. Ég hafði ferðast alla leiðina frá London til að kynna nýjustu bókina mína. Það fór hins vegar ekki betur en svo að í öllum skólum sem ég heimsótti var um fátt annað talað en bók Roberts Webb og þá merkilegu staðreynd að strákar þyrftu ekki að traðka á hunangsflugum ef þeir kærðu sig ekki um það. Svo upprifnir urðu sumir strákanna yfir sögunni um Robert og fluguna að ég endaði með að skilja bókina eftir í einum skólanna. Strákar hafa, rétt eins og stelpur, verið fórnarlömb staðalhugmynda samfélagsins. Harðjaxla-ímyndin hefur verið mörgum karlmanninum fjötur um fót. „Mótið sem karlmenn eiga að passa í er lítið,“ skrifaði Matt Haig, annar breskur rithöfundur, á Twitter nýverið. „Þeir eiga að hafa áhuga á fótbolta, ofbeldisfullum tölvuleikjum og halda kjafti um tilfinningar sínar. Þeir eiga að stríða hver öðrum, horfa á stríðsmyndir og hlutgera konur.“ Boltar, risaeðlur og?… Sonur minn á afmæli í dag. Hann er þriggja ára. Hann elskar bolta, risaeðlur og … einhyrninga. Í tilefni dagsins ætla ég að kaupa nýtt eintak af bók Roberts Webb og segja honum ævintýrið um Robert og hunangsfluguna fyrir háttinn. Því við megum ekki gleyma að segja drengjunum okkar að þeir megi líka vera alls konar.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun