Segir demókrata ekki eiga að velja frambjóðanda eftir kjörþokka Sylvía Hall skrifar 24. maí 2019 21:56 Julián Castro var yngsti ráðherrann í ríkisstjórn Obama á árunum 2014 til 2017. Vísir/Getty Julián Castro, einn þeirra sem gefa kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir komandi forsetakosningar, segir það vera mistök ef kjósendur ætla að velja frambjóðanda út frá kjörþokka og ganga út frá þeirri staðreynd að aðeins hvítur karlmaður geti sigrað Donald Trump. Þetta sagði Castro í samtali við Buzzfeed News þegar hann var inntur eftir skoðun sinni á þeirri háværu umræðu sem nú fer fram innan Demókrataflokksins en margir innan flokksins telja það mikilvægt að flokkurinn velji frambjóðanda sem höfði til fólks utan flokksins en ekki einungis til flokkshollra demókrata. „Ef sagan kennir okkur eitthvað, sérstaklega á þessum tímum, þá er það að þeir frambjóðendur Demókrata sem við teljum hafa mestan kjörþokka eru ekki endilega sigurstranglegastir,“ sagði Castro en margir stuðningsmenn Demókrata hafa lýst því yfir í skoðanakönnunum að þeir muni styðja og kjósa þann frambjóðanda sem er líklegastur til þess að sigra Trump í forsetakosningunum árið 2020. Joe Biden þykir sigurstranglegur í forvali Demókrataflokksins fyrir komandi kosningar.Vísir/GettyJoe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur verið efstur í skoðanakönnunum og telja margir ástæðuna vera þá að hann höfði einnig til kjósenda utan Demókrataflokksins og geti sótt fylgi til þeirra Repúblikana sem hallast meira til vinstri. Á stuðningsmannasamkomu Biden í síðustu viku sögðust nokkrir myndu styðja margar þeirra kvenna og frambjóðenda af erlendum uppruna sem nú bjóða sig fram ef staðan væri önnur, en nú væri forgangsatriði að velja þann sem væri líklegastur til þess að koma núverandi forseta frá völdum. „Það er ógnvænlegt að fylgjast með því sem er að eiga sér stað í landinu okkar núna. Ég vil að mitt atkvæði skipti máli sem kona af erlendum uppruna,“ sagði Angie Johnson, einn stuðningsmanna Biden á samkomunni. Hún segir það einfaldlega vera það rökrétta í stöðunni að velja hvítan karlmann til þess að keppast við Trump um embætti forseta Bandaríkjanna. Stuðningsmenn Biden binda vonir við að hann geti sigrað sitjandi Bandaríkjaforseta í kosningunum 2020.Vísir/GettySannfærður um að hann geti unnið fylkin sem demókratar töpuðu síðast Castro hefur ekki hlotið náð fyrir augum kjósenda en hann mælist með um það bil 1% stuðning í skoðanakönnunum. Þrátt fyrir það telur hann sig geta unnið til baka fylki á borð við Michigan, Wisconsin og Pennsylvaniu með því að höfða til fjölbreyttari kjósendahóps líkt og Barack Obama gerði í kosningunum 2008. Þá segist hann vera besti valmöguleikinn til þess að sigra í Arizona, Flórdía og Texas. „Ef kjósendur eru að leita að frambjóðanda sem getur ekki einungis unnið í miðríkjunum heldur einnig í suðvesturríkjunum, þá er ég sá frambjóðandi,“ sagði Castro. Castro segist sannfærður um að hann muni höfða til stærri kjósendahóps en aðrir frambjóðendur og verða þess valdandi að innflytjendur sem ekki hafa nýtt kosningarétt sinn til þessa muni skrá sig á kjörskrá. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24 Borgarstjóri New York staðfestir framboð sitt Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar, hefur staðfest að hann ætli að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. 16. maí 2019 11:05 Biden tekur mikinn kipp Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur tekið mikinn kipp í skoðanakönnunum frá því hann tilkynnti formlega um framboð sitt í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar 2020 í síðustu viku ef marka má nýja könnun frá CNN. 1. maí 2019 08:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Julián Castro, einn þeirra sem gefa kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir komandi forsetakosningar, segir það vera mistök ef kjósendur ætla að velja frambjóðanda út frá kjörþokka og ganga út frá þeirri staðreynd að aðeins hvítur karlmaður geti sigrað Donald Trump. Þetta sagði Castro í samtali við Buzzfeed News þegar hann var inntur eftir skoðun sinni á þeirri háværu umræðu sem nú fer fram innan Demókrataflokksins en margir innan flokksins telja það mikilvægt að flokkurinn velji frambjóðanda sem höfði til fólks utan flokksins en ekki einungis til flokkshollra demókrata. „Ef sagan kennir okkur eitthvað, sérstaklega á þessum tímum, þá er það að þeir frambjóðendur Demókrata sem við teljum hafa mestan kjörþokka eru ekki endilega sigurstranglegastir,“ sagði Castro en margir stuðningsmenn Demókrata hafa lýst því yfir í skoðanakönnunum að þeir muni styðja og kjósa þann frambjóðanda sem er líklegastur til þess að sigra Trump í forsetakosningunum árið 2020. Joe Biden þykir sigurstranglegur í forvali Demókrataflokksins fyrir komandi kosningar.Vísir/GettyJoe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur verið efstur í skoðanakönnunum og telja margir ástæðuna vera þá að hann höfði einnig til kjósenda utan Demókrataflokksins og geti sótt fylgi til þeirra Repúblikana sem hallast meira til vinstri. Á stuðningsmannasamkomu Biden í síðustu viku sögðust nokkrir myndu styðja margar þeirra kvenna og frambjóðenda af erlendum uppruna sem nú bjóða sig fram ef staðan væri önnur, en nú væri forgangsatriði að velja þann sem væri líklegastur til þess að koma núverandi forseta frá völdum. „Það er ógnvænlegt að fylgjast með því sem er að eiga sér stað í landinu okkar núna. Ég vil að mitt atkvæði skipti máli sem kona af erlendum uppruna,“ sagði Angie Johnson, einn stuðningsmanna Biden á samkomunni. Hún segir það einfaldlega vera það rökrétta í stöðunni að velja hvítan karlmann til þess að keppast við Trump um embætti forseta Bandaríkjanna. Stuðningsmenn Biden binda vonir við að hann geti sigrað sitjandi Bandaríkjaforseta í kosningunum 2020.Vísir/GettySannfærður um að hann geti unnið fylkin sem demókratar töpuðu síðast Castro hefur ekki hlotið náð fyrir augum kjósenda en hann mælist með um það bil 1% stuðning í skoðanakönnunum. Þrátt fyrir það telur hann sig geta unnið til baka fylki á borð við Michigan, Wisconsin og Pennsylvaniu með því að höfða til fjölbreyttari kjósendahóps líkt og Barack Obama gerði í kosningunum 2008. Þá segist hann vera besti valmöguleikinn til þess að sigra í Arizona, Flórdía og Texas. „Ef kjósendur eru að leita að frambjóðanda sem getur ekki einungis unnið í miðríkjunum heldur einnig í suðvesturríkjunum, þá er ég sá frambjóðandi,“ sagði Castro. Castro segist sannfærður um að hann muni höfða til stærri kjósendahóps en aðrir frambjóðendur og verða þess valdandi að innflytjendur sem ekki hafa nýtt kosningarétt sinn til þessa muni skrá sig á kjörskrá.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24 Borgarstjóri New York staðfestir framboð sitt Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar, hefur staðfest að hann ætli að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. 16. maí 2019 11:05 Biden tekur mikinn kipp Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur tekið mikinn kipp í skoðanakönnunum frá því hann tilkynnti formlega um framboð sitt í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar 2020 í síðustu viku ef marka má nýja könnun frá CNN. 1. maí 2019 08:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sakaður um áreitni Kona sakar Joe Biden um að hafa snert sig og kysst gegn vilja hennar á kosningaviðburði í Nevada árið 2014. 30. mars 2019 10:24
Borgarstjóri New York staðfestir framboð sitt Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar, hefur staðfest að hann ætli að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. 16. maí 2019 11:05
Biden tekur mikinn kipp Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur tekið mikinn kipp í skoðanakönnunum frá því hann tilkynnti formlega um framboð sitt í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar 2020 í síðustu viku ef marka má nýja könnun frá CNN. 1. maí 2019 08:00