Sýndarsiðferði Davíð Þorláksson skrifar 22. maí 2019 07:00 Því er stundum haldið fram að Enron hafi verið með lengstu siðareglur meðal þeirra fyrirtækja sem skráð voru í kauphöll í Bandaríkjunum. Það er kannski flökkusaga en ljóst er að þessar 64 síður komu ekki í veg fyrir að ósiðleg og ólögleg háttsemi stjórnenda yrði fyrirtækinu að falli. Það er nefnilega þannig að margar og íþyngjandi reglur og flókið fyrirkomulag tryggir ekki endilega bestu hegðunina. Það verður algengara að ýmsir hópar setji sér siðareglur og setji á fót siðanefndir. Ef slík viðleitni er sjálfsprottin og gerð í góðri sátt meðal þeirra sem þurfa að fara eftir þeim er það hið besta mál. Það er þó sérstakt þegar fólk er að krefjast þess að siðareglur og siðanefndir séu settar yfir aðra en þá sjálfa. Það er nánast látið að því liggja að það eitt og sér að vera ekki með siðareglur og siðanefndir sé í eðli sínu siðlaust. Það skaut skökku við þegar ákveðið var að setja siðareglur fyrir þingmenn. Samkvæmt stjórnarskránni eru þeir þjóðkjörnir og aðeins bundnir af sannfæringu sinni. Það getur því enginn annar fellt dóma um störf þeirra en kjósendur þeirra. Það á ekki að þurfa siðareglur til að banna fólki til dæmis að áreita annað fólk, draga sér fé eða saka fólk að ósekju um refsiverða háttsemi. Öll sú háttsemi er ólögleg. Gott siðferði er eitt af því sem tryggir að samfélag okkar virki vel. En það er spurning hvort siðareglur og siðanefndir séu alltaf besta leiðin til að tryggja það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Því er stundum haldið fram að Enron hafi verið með lengstu siðareglur meðal þeirra fyrirtækja sem skráð voru í kauphöll í Bandaríkjunum. Það er kannski flökkusaga en ljóst er að þessar 64 síður komu ekki í veg fyrir að ósiðleg og ólögleg háttsemi stjórnenda yrði fyrirtækinu að falli. Það er nefnilega þannig að margar og íþyngjandi reglur og flókið fyrirkomulag tryggir ekki endilega bestu hegðunina. Það verður algengara að ýmsir hópar setji sér siðareglur og setji á fót siðanefndir. Ef slík viðleitni er sjálfsprottin og gerð í góðri sátt meðal þeirra sem þurfa að fara eftir þeim er það hið besta mál. Það er þó sérstakt þegar fólk er að krefjast þess að siðareglur og siðanefndir séu settar yfir aðra en þá sjálfa. Það er nánast látið að því liggja að það eitt og sér að vera ekki með siðareglur og siðanefndir sé í eðli sínu siðlaust. Það skaut skökku við þegar ákveðið var að setja siðareglur fyrir þingmenn. Samkvæmt stjórnarskránni eru þeir þjóðkjörnir og aðeins bundnir af sannfæringu sinni. Það getur því enginn annar fellt dóma um störf þeirra en kjósendur þeirra. Það á ekki að þurfa siðareglur til að banna fólki til dæmis að áreita annað fólk, draga sér fé eða saka fólk að ósekju um refsiverða háttsemi. Öll sú háttsemi er ólögleg. Gott siðferði er eitt af því sem tryggir að samfélag okkar virki vel. En það er spurning hvort siðareglur og siðanefndir séu alltaf besta leiðin til að tryggja það.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar