Risaáætlun Kínverja um tengingu við umheiminn Heimir Már Pétursson skrifar 31. maí 2019 19:30 Xi Jinping forseti Kína kynnti viðamikla áætlun og stefnumótun kínverskra stjórnvalda varðandi tengingar og samskipti Kína við umheiminn með svokallaðri Belti og braut áætlun árið 2013. Sautján ríki hafa nú þegar lýst sig reiðubúin til að taka þátt í viðamiklu verkefni kínverskra stjórnvalda sem kallað er Belti og braut og er ætlað að tengja Kína við Evrópu, Asíu og Afríku á landi og á sjó. Sérfræðingur við Hong Kong háskóla segir eðlilegt að önnur ríki hafi varan á varðandi þetta eins og alltaf þegar stórveldi eru með áform í öðrum löndum. Xi Jinping forseti Kína kynnti viðamikla áætlun og stefnumótun kínverskra stjórnvalda varðandi tengingar og samskipti Kína við umheiminn með svokallaðri Belti og braut áætlun árið 2013. Í sinni einföldustu mynd gengur áætlunin út á að tengja Kína með vegum og járnbrautum á landi og með höfnum við Evrópu. Kínverjar bjóða fram fjármagn og samstarf til uppbyggingar mannvirkja og er áætlunin til mjög langs tíma. Mia Bennett aðstoðarprófessor í landafræði við Háskólann í Hong Kong tók þátt í sérstakri málstofu um málið á Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, í Shanghai fyrr í þessum mánuði. „Þetta fjallar í stórum dráttum um áætlun Kínaum að bæta tengingar á sviði verslunar og flutningastarfsemi milli Asíu og Evrópu. Kína hleypti þessari áætlun af stokkum árið 2013. Nú þegar hafa a.m.k. 17 ríki ákveðið að taka þátt í henni. Málið er því komið vel á skrið og verkefni um lagningu járnbrauta og hafnargerðar er farið af stað.“ Þá nær áætlunin einnig til Asíu og Afríku. Bennett telur kínversk stjórnvöld viljandi hafa áætlunina opna í annan endann og því erfitt að segja til um hvenær henni ljúki. Hún geti allt eins náð til suður Ameríku og jafnvel norður Ameríku í framtíðinni. Nokkurrar tortryggni hefur gætt meðal leiðtoga annarra ríkja vegna áætlunarinnar og þá sérstaklega hjá bandarískum stjórnvöldum. „Fólk á rétt á því að hafa efasemdir og kannski áhyggjur af slíku. Kína er risastórt land, stærsta efnahagsheild heimsins og öll starfsemi sem á sér stað, t.d. á Norðurheimskautssvæðinu fjarri landamærum Kína mun hafa ytri áhrif þar. Ég veit ekki hvort Kína sé með annarlegri markmið á prjónunum frekar en Bandaríkin en þau að vinna í þágu eigin lands þegar leitað er nýrra auðlinda og markaða yfir landamæri og á erlendri grundu. Kínverjar geta líklega ekki gert kröfu til landsvæða á Norðurheimskautinu en hafa jú viðskiptahagsmuna að gæta og þeir vilja tryggja þá. Við eigum að koma fram við Kínverja af ákveðni en samt ekki á ótilhlýðilegan hátt,“ segir Mia Bennett. Kína Tengdar fréttir Jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd stofnaður í Kína Á næstu mánuðum hefur starfsemi sína jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd í Kína í samstarfi við Orkustofnun. Menntamálaráðherra segir vísindasamstarf þjóða vera lykilinn að árangri í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. 24. maí 2019 21:00 Skipaferðum um norðurskautið fjölgar mjög mikið Skipaferðum um Norðurskautið hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og á eftir að fjölga mun meira. Mestu munar um auknar siglingar Rússa vegna útflutnings þeirra á olíu og gasi. 2. júní 2019 14:00 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Sautján ríki hafa nú þegar lýst sig reiðubúin til að taka þátt í viðamiklu verkefni kínverskra stjórnvalda sem kallað er Belti og braut og er ætlað að tengja Kína við Evrópu, Asíu og Afríku á landi og á sjó. Sérfræðingur við Hong Kong háskóla segir eðlilegt að önnur ríki hafi varan á varðandi þetta eins og alltaf þegar stórveldi eru með áform í öðrum löndum. Xi Jinping forseti Kína kynnti viðamikla áætlun og stefnumótun kínverskra stjórnvalda varðandi tengingar og samskipti Kína við umheiminn með svokallaðri Belti og braut áætlun árið 2013. Í sinni einföldustu mynd gengur áætlunin út á að tengja Kína með vegum og járnbrautum á landi og með höfnum við Evrópu. Kínverjar bjóða fram fjármagn og samstarf til uppbyggingar mannvirkja og er áætlunin til mjög langs tíma. Mia Bennett aðstoðarprófessor í landafræði við Háskólann í Hong Kong tók þátt í sérstakri málstofu um málið á Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, í Shanghai fyrr í þessum mánuði. „Þetta fjallar í stórum dráttum um áætlun Kínaum að bæta tengingar á sviði verslunar og flutningastarfsemi milli Asíu og Evrópu. Kína hleypti þessari áætlun af stokkum árið 2013. Nú þegar hafa a.m.k. 17 ríki ákveðið að taka þátt í henni. Málið er því komið vel á skrið og verkefni um lagningu járnbrauta og hafnargerðar er farið af stað.“ Þá nær áætlunin einnig til Asíu og Afríku. Bennett telur kínversk stjórnvöld viljandi hafa áætlunina opna í annan endann og því erfitt að segja til um hvenær henni ljúki. Hún geti allt eins náð til suður Ameríku og jafnvel norður Ameríku í framtíðinni. Nokkurrar tortryggni hefur gætt meðal leiðtoga annarra ríkja vegna áætlunarinnar og þá sérstaklega hjá bandarískum stjórnvöldum. „Fólk á rétt á því að hafa efasemdir og kannski áhyggjur af slíku. Kína er risastórt land, stærsta efnahagsheild heimsins og öll starfsemi sem á sér stað, t.d. á Norðurheimskautssvæðinu fjarri landamærum Kína mun hafa ytri áhrif þar. Ég veit ekki hvort Kína sé með annarlegri markmið á prjónunum frekar en Bandaríkin en þau að vinna í þágu eigin lands þegar leitað er nýrra auðlinda og markaða yfir landamæri og á erlendri grundu. Kínverjar geta líklega ekki gert kröfu til landsvæða á Norðurheimskautinu en hafa jú viðskiptahagsmuna að gæta og þeir vilja tryggja þá. Við eigum að koma fram við Kínverja af ákveðni en samt ekki á ótilhlýðilegan hátt,“ segir Mia Bennett.
Kína Tengdar fréttir Jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd stofnaður í Kína Á næstu mánuðum hefur starfsemi sína jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd í Kína í samstarfi við Orkustofnun. Menntamálaráðherra segir vísindasamstarf þjóða vera lykilinn að árangri í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. 24. maí 2019 21:00 Skipaferðum um norðurskautið fjölgar mjög mikið Skipaferðum um Norðurskautið hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og á eftir að fjölga mun meira. Mestu munar um auknar siglingar Rússa vegna útflutnings þeirra á olíu og gasi. 2. júní 2019 14:00 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd stofnaður í Kína Á næstu mánuðum hefur starfsemi sína jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd í Kína í samstarfi við Orkustofnun. Menntamálaráðherra segir vísindasamstarf þjóða vera lykilinn að árangri í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. 24. maí 2019 21:00
Skipaferðum um norðurskautið fjölgar mjög mikið Skipaferðum um Norðurskautið hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og á eftir að fjölga mun meira. Mestu munar um auknar siglingar Rússa vegna útflutnings þeirra á olíu og gasi. 2. júní 2019 14:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent