Dúxaði með hæstu meðaleinkunn í sögu Kvennaskólans Sylvía Hall skrifar 31. maí 2019 11:27 Inga Lilja Ásgeirsdóttir á útskriftardaginn. Brautskráning Kvennaskólans í Reykjavík fór fram á miðvikudaginn síðastliðinn og útskrifuðust alls 167 nemendur af þremur brautum við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Dúx Kvennaskólans í ár er Inga Lilja Ásgeirsdóttir og útskrifaðist hún með meðaleinkunnina 9,86. Einkunnin er sú hæsta sem gefin hefur verið við skólann en alls voru átján nemendur í útskriftarhópi þessa árs með yfir 9 í meðaleinkunn. Inga Lilja segir góða mætingu og áhuga á náminu vera ástæðuna fyrir góðum námsárangri. „Ég bara mætti og tók prófin,“ sagði Inga Lilja létt í bragði þegar blaðamaður náði tali af henni en sem stendur er hún stödd í Austurríki ásamt kærasta sínum og hyggja þau á frekara ferðalag um Evrópu. Aðspurð hvort námið hafi tekið allan hennar tíma á meðan skólagöngunni stóð segir Inga Lilja svo ekki vera. Hún hafi alla tíð unnið með skóla frá fjórtán ára aldri, stundar píanónám við Tónlistarskóla Garðabæjar auk þess að æfa dans. Vissi að hún ætti séns Inga Lilja hafði verið með hæstu einkunn bæði fyrsta og annað árið sitt í skólanum og kom það henni því ekki mikið á óvart að sigla einnig því þriðja í höfn og tryggja sér titilinn sem dúx skólans. „Ég vissi alveg að ég ætti möguleika á því en ég hélt kannski að þau væru búin að láta viðkomandi vita fyrir fram þannig ég var ekki að búast við því á athöfninni sjálfri.“ Sjálf segist hún hafa mestan áhuga á raungreinum en hún hlaut verðlaun fyrir frábæran árangur í efnafræði á athöfninni á miðvikudag. Þá er stefnan sett á efnaverkfræði í Háskóla Íslands strax í haust. Reykjavík Skóla- og menntamál Tímamót Dúxar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira
Brautskráning Kvennaskólans í Reykjavík fór fram á miðvikudaginn síðastliðinn og útskrifuðust alls 167 nemendur af þremur brautum við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Dúx Kvennaskólans í ár er Inga Lilja Ásgeirsdóttir og útskrifaðist hún með meðaleinkunnina 9,86. Einkunnin er sú hæsta sem gefin hefur verið við skólann en alls voru átján nemendur í útskriftarhópi þessa árs með yfir 9 í meðaleinkunn. Inga Lilja segir góða mætingu og áhuga á náminu vera ástæðuna fyrir góðum námsárangri. „Ég bara mætti og tók prófin,“ sagði Inga Lilja létt í bragði þegar blaðamaður náði tali af henni en sem stendur er hún stödd í Austurríki ásamt kærasta sínum og hyggja þau á frekara ferðalag um Evrópu. Aðspurð hvort námið hafi tekið allan hennar tíma á meðan skólagöngunni stóð segir Inga Lilja svo ekki vera. Hún hafi alla tíð unnið með skóla frá fjórtán ára aldri, stundar píanónám við Tónlistarskóla Garðabæjar auk þess að æfa dans. Vissi að hún ætti séns Inga Lilja hafði verið með hæstu einkunn bæði fyrsta og annað árið sitt í skólanum og kom það henni því ekki mikið á óvart að sigla einnig því þriðja í höfn og tryggja sér titilinn sem dúx skólans. „Ég vissi alveg að ég ætti möguleika á því en ég hélt kannski að þau væru búin að láta viðkomandi vita fyrir fram þannig ég var ekki að búast við því á athöfninni sjálfri.“ Sjálf segist hún hafa mestan áhuga á raungreinum en hún hlaut verðlaun fyrir frábæran árangur í efnafræði á athöfninni á miðvikudag. Þá er stefnan sett á efnaverkfræði í Háskóla Íslands strax í haust.
Reykjavík Skóla- og menntamál Tímamót Dúxar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira