Íslenska liðið hefur spilað mjög vel á mótinu og þetta var þriðji leikurinn sem liðið vinnur stórt.
Íslenska liðið var samt aðeins þremur stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 26-23, eftir flautuþrist frá Hildi Björgu Kjartansdóttur.
Leiðir skildu aftur á móti í öðrum leikhlutanum sem íslenska liðið vann 25-5. Íslensku stelpurnar voru því 23 stigum yfir í hálfleik, 51-28, og sigurinn aldrei í hættu eftir það.
Embla Kristínardóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 14 stig en þær Helena Sverrisdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir voru með 12 stig hvor.
Allir tólf leikmenn íslenska liðsins skoruðu í leiknum.
Íslenska liðið hefur unnið Möltu, Lúxemborg og Mónakó en tapaði fyrir Eurobasket liði Svartfjallalands. Lokaleikurinn er síðan á móti Kýpur á morgun.
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá leiknum frá fésbókarsíðu Körfuknattleikssambands Íslands.
Stig Íslands í leiknum:
Embla Kristínardóttir 14
Helena Sverrisdóttir 12
Hildur Björg Kjartansdóttir 12
Hallveig Jónsdóttir 10
Bryndís Guðmundsdóttir 9
Gunnhildur Gunnarsdóttir 9
Þóra Kristín Jónsdóttir 8
Thelma Dís Ágústsdóttir 6
Sigrún Björg Ólafsdóttir 5
Berglind Gunnarsdóttir 4
Sara Rún Hinriksdóttir 1
Þóranna Kika Hodge-Carr 1