Keypti sér ítrekað flugmiða til að stela hátt í þrjú hundruð tóbakskartonum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. júní 2019 15:45 Langflestir sem flytja eiturlyf gegnum Leifsstöð eru útlendingar. Fréttablaðið/Eyþór Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt litáískan karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir stórfelldan þjófnað. Maðurinn, í félagi við þrjá aðra, stal alls 265 kartonum af tóbaki úr Fríhafnarverslun á Keflavíkurflugvelli yfir rúmlega hálfs árs tímabil. Aðferðin var yfirleitt sú sama en maðurinn keypti sér flugmiða, innritaði sig í flug, fór í verslanir Fríhafnarinnar, þar sem hann tóku muni ófrjálsri hendi, en yfirgaf flugstöðina án þess að nýta sér þær ferðir sem hann hafði keypt miða í. Alls fór maðurinn í sextán ferðir þar sem hann beitti þessari aðferð auk þess sem að í febrúar síðastliðnum stal hann nokkrum kartonum af sígarettum og ýmis konar ilmvatni, alls að verðmæti 124 þúsund króna. Verðmæti þess sem hann stal yfir tímabilið nam um 1,7 milljónum króna.Málið var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaMaðurinn var fyrst kallaður til lögreglu í september 2018 eftir að tilkynnt var um umfangsmikinn þjófnað úr verslunum Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Grunur beindist fljótt að manninum og viðurkenndi hann við skýrslutökur að hafa sinnum farið út á flugvöll í því skyni að stela sígarettum úr fríhöfninni.Nokkur ólíkindablær á skýringum mannsins Maðurinn var svo handtekinn í flugstöðinni í febrúar á þessi ári, grunaður um þjófnað. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi og sagðist ferðast mikið, stundum kæmi það hins vegar fyrir að honum væri ekki hleypt um borð í flugvélar eftir að hann innritaði sig. Að baki væri ýmsar ástæður, svo sem ölvun. Í dómi héraðsdóms segir að skýringar mannsins hafi á sér „nokkurn ólíkindablæ,“ ekki síst þegar litið væri til fjölda þeirra skipta sem hann hafi innritað sig án þess að ganga síðan um borð í flugvél. Þá væri í gögnum málsins einnig að finna fjölmargar myndbandsupptökur sem sýni skýrlega að maðurinn taki varninginn, sem honum var gefið að sök að hafa stolið, setji inn í opna ferðatösku sína sem staðsett sé í búðarkerru. Þá sýni myndirnar iðulega að maðurinn breiði yfir vörurnar og fari síðan á afgreiðslukassa en greiði aðeins fyrir lítilræði á borð við eina bjórkippu. Í dómi héraðsdóms segir að brot mannsins séu stórfelld, þaulskipulögð og beri vitni um einbeittan brotavilja hans. Því væri hæfileg refsing átta mánaða fangelsi. Þá þarf maðurinn að greiða Fríhöfninni ehf. 1,6 milljónir í bætur. Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt litáískan karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir stórfelldan þjófnað. Maðurinn, í félagi við þrjá aðra, stal alls 265 kartonum af tóbaki úr Fríhafnarverslun á Keflavíkurflugvelli yfir rúmlega hálfs árs tímabil. Aðferðin var yfirleitt sú sama en maðurinn keypti sér flugmiða, innritaði sig í flug, fór í verslanir Fríhafnarinnar, þar sem hann tóku muni ófrjálsri hendi, en yfirgaf flugstöðina án þess að nýta sér þær ferðir sem hann hafði keypt miða í. Alls fór maðurinn í sextán ferðir þar sem hann beitti þessari aðferð auk þess sem að í febrúar síðastliðnum stal hann nokkrum kartonum af sígarettum og ýmis konar ilmvatni, alls að verðmæti 124 þúsund króna. Verðmæti þess sem hann stal yfir tímabilið nam um 1,7 milljónum króna.Málið var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaMaðurinn var fyrst kallaður til lögreglu í september 2018 eftir að tilkynnt var um umfangsmikinn þjófnað úr verslunum Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Grunur beindist fljótt að manninum og viðurkenndi hann við skýrslutökur að hafa sinnum farið út á flugvöll í því skyni að stela sígarettum úr fríhöfninni.Nokkur ólíkindablær á skýringum mannsins Maðurinn var svo handtekinn í flugstöðinni í febrúar á þessi ári, grunaður um þjófnað. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi og sagðist ferðast mikið, stundum kæmi það hins vegar fyrir að honum væri ekki hleypt um borð í flugvélar eftir að hann innritaði sig. Að baki væri ýmsar ástæður, svo sem ölvun. Í dómi héraðsdóms segir að skýringar mannsins hafi á sér „nokkurn ólíkindablæ,“ ekki síst þegar litið væri til fjölda þeirra skipta sem hann hafi innritað sig án þess að ganga síðan um borð í flugvél. Þá væri í gögnum málsins einnig að finna fjölmargar myndbandsupptökur sem sýni skýrlega að maðurinn taki varninginn, sem honum var gefið að sök að hafa stolið, setji inn í opna ferðatösku sína sem staðsett sé í búðarkerru. Þá sýni myndirnar iðulega að maðurinn breiði yfir vörurnar og fari síðan á afgreiðslukassa en greiði aðeins fyrir lítilræði á borð við eina bjórkippu. Í dómi héraðsdóms segir að brot mannsins séu stórfelld, þaulskipulögð og beri vitni um einbeittan brotavilja hans. Því væri hæfileg refsing átta mánaða fangelsi. Þá þarf maðurinn að greiða Fríhöfninni ehf. 1,6 milljónir í bætur.
Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Sjá meira