Kaupþingsmenn vilja endurupptöku Al-Thani málsins eftir niðurstöðu MDE Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2019 14:30 Ólafur, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson birtust í athyglisverðu viðtali á Stöð 2, meðan þeir dvöldu á Kvíabryggju. Vísir Magnús Guðmundsson, einn sakborninga í Al-Thani málinu, segir það liggja beint við að óska eftir endurupptöku málsins. Þetta segir Magnús í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í morgun þess efnis að Hæstaréttardómarinn Árni Kolbeinsson hafi verið vanhæfur til að dæma í málinu vegna fjölskyldutengsla. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur hverjum vegna málskostnaðar.Þungir dómar Fjórmenningarnir hlutu þunga dóma í Hæstarétti árið 2015 vegna Al-Thani málsins svokallaða en það á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða, króna með láni frá bankanum, 22. september árið 2008. Fyrir þessa upphæð fengust 5,01 prósent í bankanum á þeim tíma. Embætti sérstaks saksóknara hélt því fram að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. Kærðu þeir málið til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem þeir töldu að að brotið hafi verið á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar auk þess sem að þeir efuðust um óhlutdrægni Hæstaréttardómarans Árna Kolbeinssonar í málinu. Eiginkona hans starfaði hjá Fjármálaeftirlitinu á sama tíma og það rannsakaði Kaupþing auk þess sem að sonur hans starfaði í lögfræðideild bankans fyrir hrun og fyrir skilanefnd bankans eftir hrun. Er það niðurstaða Mannréttindadómstólsins að brotið hafi verið á rétti fjórmenninganna þar sem þeir, eða lögmenn þeirra, hafi ekki verið látnir vita af tengslum sonar dómarans við Kaupþing eða þrotabú Kaupþings, því hafi þeir ekki fengið tækifæri til þess að andmæla því að Árni tæki sæti sem dómari í málinu. Voru þessi fjölskyldutengsl nægjanleg til að draga óhlutdrægni dómarans í málinu í efa, að því er fram kemur í úrskurði Mannréttindadómstólsins.Að öðru leyti telur dómstóllinn að málsmeðferðin í málinu hafi verið réttlát og var öðrum kröfum fjórmenninganna ýmist vísað frá eða hafnað.Raunhæft úrræði til að leita réttar síns „Þessi niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu um að íslenskir dómstólar hafi brotið gegn mannréttindum, sem mér eru tryggð samkvæmt íslenskum lögum og Mannréttindasáttmála Evrópu, er gríðarlega mikilvæg,“ segir Magnús í tilkynningu til fréttastofu. „Með þessum dómi á ég loks rétt til raunhæfs úrræðis til að leita réttar míns samkvæmt íslenskum lögum. Mannréttindasáttmálinn tryggir að hver sá sem sem réttur er brotinn á eða frelsi hans skert, sem verndað er af sáttmálanum, skuli eiga raunhæfa leið til að ná fram rétti sínum fyrir opinberu stjórnvaldi.“ Íslenska ríkið hafi sérstaklega heitið því með aðild sinni að Mannréttindadómstól Evrópu að hlíta endanlegum dómi hans. Nú liggi beint við að óska eftir endurupptöku og leggja þá fram ný mikilvæg gögn sem ekki hafi legið fyrir við meðferð málsins á fyrri stigum og endurmat á ýmsum atriðum er tengjast málinu. Ólafur Ólafsson tekur í svipaðan streng í tilkynningu. „Niðurstaða Mannréttindadómstólsins sýnir fram á að ég naut ekki réttlátrar málsmeðferðar og úrlausnar fyrir óvilhöllum dómstólum, sem er einn af hornsteinum réttarríkisins. Þetta staðfestir athugasemdir sem ég hef gert við meðferð málsins á öllum stigum þess; íslenskir dómarar hafa ekki gætt að hæfi sínu og setið í dómi þar sem vafi leikur á hlutleysi þeirra,“ segir Ólafur.Fegurð en hættur í fámenninu Í viðleitni til að sanna sakleysi sitt hafi hann ítrekað rekist á veggi þar sem samtvinnuð hagsmunagæsla óskilgreindra afla í dómskerfinu hafi komið í veg fyrir að hægt sé að leiða hið sanna í ljós. „Fegurðin við Ísland felst meðal annars í fámenninu en við þær aðstæður verður sérstaklega að gæta að hlutleysi í viðkvæmum málum vegna náinna tengsla í litlu samfélagi. Mannréttindadómstóllinn staðfestir að það er sannarlega brot á mannréttindum þegar vanhæfur dómari situr í dómi. Þetta er fullnaðarsigur,“ segir Ólafur. Hreiðar Már hefur talað á svipuðum nótum í samtali við aðra miðla.Að neðan má sjá viðtal við Ólaf, Sigurð Einarsson og Magnús þegar þeir afplánuðu á Kvíabryggju. Dómsmál Dómstólar Íslenskir bankar Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Magnús Guðmundsson, einn sakborninga í Al-Thani málinu, segir það liggja beint við að óska eftir endurupptöku málsins. Þetta segir Magnús í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í morgun þess efnis að Hæstaréttardómarinn Árni Kolbeinsson hafi verið vanhæfur til að dæma í málinu vegna fjölskyldutengsla. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur hverjum vegna málskostnaðar.Þungir dómar Fjórmenningarnir hlutu þunga dóma í Hæstarétti árið 2015 vegna Al-Thani málsins svokallaða en það á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða, króna með láni frá bankanum, 22. september árið 2008. Fyrir þessa upphæð fengust 5,01 prósent í bankanum á þeim tíma. Embætti sérstaks saksóknara hélt því fram að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. Kærðu þeir málið til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem þeir töldu að að brotið hafi verið á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar auk þess sem að þeir efuðust um óhlutdrægni Hæstaréttardómarans Árna Kolbeinssonar í málinu. Eiginkona hans starfaði hjá Fjármálaeftirlitinu á sama tíma og það rannsakaði Kaupþing auk þess sem að sonur hans starfaði í lögfræðideild bankans fyrir hrun og fyrir skilanefnd bankans eftir hrun. Er það niðurstaða Mannréttindadómstólsins að brotið hafi verið á rétti fjórmenninganna þar sem þeir, eða lögmenn þeirra, hafi ekki verið látnir vita af tengslum sonar dómarans við Kaupþing eða þrotabú Kaupþings, því hafi þeir ekki fengið tækifæri til þess að andmæla því að Árni tæki sæti sem dómari í málinu. Voru þessi fjölskyldutengsl nægjanleg til að draga óhlutdrægni dómarans í málinu í efa, að því er fram kemur í úrskurði Mannréttindadómstólsins.Að öðru leyti telur dómstóllinn að málsmeðferðin í málinu hafi verið réttlát og var öðrum kröfum fjórmenninganna ýmist vísað frá eða hafnað.Raunhæft úrræði til að leita réttar síns „Þessi niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu um að íslenskir dómstólar hafi brotið gegn mannréttindum, sem mér eru tryggð samkvæmt íslenskum lögum og Mannréttindasáttmála Evrópu, er gríðarlega mikilvæg,“ segir Magnús í tilkynningu til fréttastofu. „Með þessum dómi á ég loks rétt til raunhæfs úrræðis til að leita réttar míns samkvæmt íslenskum lögum. Mannréttindasáttmálinn tryggir að hver sá sem sem réttur er brotinn á eða frelsi hans skert, sem verndað er af sáttmálanum, skuli eiga raunhæfa leið til að ná fram rétti sínum fyrir opinberu stjórnvaldi.“ Íslenska ríkið hafi sérstaklega heitið því með aðild sinni að Mannréttindadómstól Evrópu að hlíta endanlegum dómi hans. Nú liggi beint við að óska eftir endurupptöku og leggja þá fram ný mikilvæg gögn sem ekki hafi legið fyrir við meðferð málsins á fyrri stigum og endurmat á ýmsum atriðum er tengjast málinu. Ólafur Ólafsson tekur í svipaðan streng í tilkynningu. „Niðurstaða Mannréttindadómstólsins sýnir fram á að ég naut ekki réttlátrar málsmeðferðar og úrlausnar fyrir óvilhöllum dómstólum, sem er einn af hornsteinum réttarríkisins. Þetta staðfestir athugasemdir sem ég hef gert við meðferð málsins á öllum stigum þess; íslenskir dómarar hafa ekki gætt að hæfi sínu og setið í dómi þar sem vafi leikur á hlutleysi þeirra,“ segir Ólafur.Fegurð en hættur í fámenninu Í viðleitni til að sanna sakleysi sitt hafi hann ítrekað rekist á veggi þar sem samtvinnuð hagsmunagæsla óskilgreindra afla í dómskerfinu hafi komið í veg fyrir að hægt sé að leiða hið sanna í ljós. „Fegurðin við Ísland felst meðal annars í fámenninu en við þær aðstæður verður sérstaklega að gæta að hlutleysi í viðkvæmum málum vegna náinna tengsla í litlu samfélagi. Mannréttindadómstóllinn staðfestir að það er sannarlega brot á mannréttindum þegar vanhæfur dómari situr í dómi. Þetta er fullnaðarsigur,“ segir Ólafur. Hreiðar Már hefur talað á svipuðum nótum í samtali við aðra miðla.Að neðan má sjá viðtal við Ólaf, Sigurð Einarsson og Magnús þegar þeir afplánuðu á Kvíabryggju.
Dómsmál Dómstólar Íslenskir bankar Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira