Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2019 08:59 Áður en Trump lenti í morgun var hann búinn að kalla borgarstjóra London aula, hertogayngju ótuktarlega og skipt sér af leiðtogavali Íhaldsflokksins. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hellti sér yfir borgarstjóra London á Twitter og kallaði hann meðal annars „ískaldan aula“ við upphaf opinberrar heimsóknar sinnar til Bretlands í morgun. Tístin sendi Trump frá sér þegar flugvél hans var við það að lenda á Stansted-flugvelli. Heimsókn Trump til Bretlands var þegar umdeild en búist er við tugum þúsundum mótmælenda á götum London í dag. Bandaríski forsetinn er óvinsæll á Bretlandi og jók vinsældir sínar líklega ekki með röð óheppilegra ummæla í aðdraganda ferðarinnar. Þegar hlutaðist hann til um leiðtogaval Íhaldsflokksins þegar hann lýsti stuðningi við Boris Johnson, sagði að Nigel Farage ætti að leiða viðræður Bretlands við Evrópusambandið og kallaði hertogaynjuna af Sussex „ótuktarlega“ og þrætti fyrir það þrátt fyrir hljóðupptökur af ummælunum. Rétt fyrir lendingu í morgun bætti Trump um betur og beindi spjótum sínum að Sadiq Khan, borgarstjóra London. Sagði hann Khan hafa staðið sig hræðilega sem borgarstjóri og hafi verið „ótuktarlegur“ í garð forseta Bandaríkjanna sem Trump sem sagði langmikilvægasta bandamanna Breta. „Hann er ískaldur auli sem ætti að einbeita sér að glæpum í London, ekki mér…“ tísti Trump..@SadiqKhan, who by all accounts has done a terrible job as Mayor of London, has been foolishly “nasty” to the visiting President of the United States, by far the most important ally of the United Kingdom. He is a stone cold loser who should focus on crime in London, not me......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 3, 2019 Líkti forsetinn Khan ennfremur við Bill de Blasio, borgarstjóra New York, sem hann sagði „heimskan og vanhæfan“. „Hvað sem öðru líður hlakka ég til að vera mikill vinur Bretlands og ég hlakka mjög til heimsóknar minnar. Er að lenda núna!“ tísti forseti Bandaríkjanna. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem Trump hefur látið Khan heyra það. Bandaríski forsetinn hefur meðal annars gagnrýnt Khan í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á Londonbrúnni fyrir tveimur árum. Kallaði Trump viðbrögð Khan þá „aumkunarverð“. Ekki er skýrt hver tilefni tísta Trump um Khan var í morgun. Khan var þó í viðtali í gær þar sem hann sagði Trump „smánarlegasta dæmið“ um vaxandi hættu á heimsvísu og líkti orðræðu Bandaríkjaforseta við þá sem „fasistar 20. aldarinnar“ viðhöfðu. Trump á meðal annars að hitta bresku konungsfjölskylduna í dag. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, tók á móti honum á Stansted-flugvelli í morgun. Hunt er á meðal frambjóðenda í leiðtogavali Íhaldsflokksins og einn helsti andstæðingur Johnson sem Trump lýsti stuðningi við. The Guardian segir að í viðtölum fyrir heimsóknina hafi Hunt ekki reynt að hafna ummælum sem voru borin undir hann um að Trump ræki stefnu sem væri „eitruð og hættuleg“. „Fólk hefur sínar eigin skoðanir um pólitík Trump forseta. Hann er mjög umdeildur,“ svaraði Hunt. Bandaríkin Bretland Donald Trump England Tengdar fréttir Bretlandsheimsókn Trump hefst í dag Te með kóngafólki og fundur með fráfarandi forsætisráðherra eru á meðal þess sem er á dagskrá opinberrar heimsóknar Donalds Trump á Bretlandi. 3. júní 2019 07:47 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hellti sér yfir borgarstjóra London á Twitter og kallaði hann meðal annars „ískaldan aula“ við upphaf opinberrar heimsóknar sinnar til Bretlands í morgun. Tístin sendi Trump frá sér þegar flugvél hans var við það að lenda á Stansted-flugvelli. Heimsókn Trump til Bretlands var þegar umdeild en búist er við tugum þúsundum mótmælenda á götum London í dag. Bandaríski forsetinn er óvinsæll á Bretlandi og jók vinsældir sínar líklega ekki með röð óheppilegra ummæla í aðdraganda ferðarinnar. Þegar hlutaðist hann til um leiðtogaval Íhaldsflokksins þegar hann lýsti stuðningi við Boris Johnson, sagði að Nigel Farage ætti að leiða viðræður Bretlands við Evrópusambandið og kallaði hertogaynjuna af Sussex „ótuktarlega“ og þrætti fyrir það þrátt fyrir hljóðupptökur af ummælunum. Rétt fyrir lendingu í morgun bætti Trump um betur og beindi spjótum sínum að Sadiq Khan, borgarstjóra London. Sagði hann Khan hafa staðið sig hræðilega sem borgarstjóri og hafi verið „ótuktarlegur“ í garð forseta Bandaríkjanna sem Trump sem sagði langmikilvægasta bandamanna Breta. „Hann er ískaldur auli sem ætti að einbeita sér að glæpum í London, ekki mér…“ tísti Trump..@SadiqKhan, who by all accounts has done a terrible job as Mayor of London, has been foolishly “nasty” to the visiting President of the United States, by far the most important ally of the United Kingdom. He is a stone cold loser who should focus on crime in London, not me......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 3, 2019 Líkti forsetinn Khan ennfremur við Bill de Blasio, borgarstjóra New York, sem hann sagði „heimskan og vanhæfan“. „Hvað sem öðru líður hlakka ég til að vera mikill vinur Bretlands og ég hlakka mjög til heimsóknar minnar. Er að lenda núna!“ tísti forseti Bandaríkjanna. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem Trump hefur látið Khan heyra það. Bandaríski forsetinn hefur meðal annars gagnrýnt Khan í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á Londonbrúnni fyrir tveimur árum. Kallaði Trump viðbrögð Khan þá „aumkunarverð“. Ekki er skýrt hver tilefni tísta Trump um Khan var í morgun. Khan var þó í viðtali í gær þar sem hann sagði Trump „smánarlegasta dæmið“ um vaxandi hættu á heimsvísu og líkti orðræðu Bandaríkjaforseta við þá sem „fasistar 20. aldarinnar“ viðhöfðu. Trump á meðal annars að hitta bresku konungsfjölskylduna í dag. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, tók á móti honum á Stansted-flugvelli í morgun. Hunt er á meðal frambjóðenda í leiðtogavali Íhaldsflokksins og einn helsti andstæðingur Johnson sem Trump lýsti stuðningi við. The Guardian segir að í viðtölum fyrir heimsóknina hafi Hunt ekki reynt að hafna ummælum sem voru borin undir hann um að Trump ræki stefnu sem væri „eitruð og hættuleg“. „Fólk hefur sínar eigin skoðanir um pólitík Trump forseta. Hann er mjög umdeildur,“ svaraði Hunt.
Bandaríkin Bretland Donald Trump England Tengdar fréttir Bretlandsheimsókn Trump hefst í dag Te með kóngafólki og fundur með fráfarandi forsætisráðherra eru á meðal þess sem er á dagskrá opinberrar heimsóknar Donalds Trump á Bretlandi. 3. júní 2019 07:47 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira
Bretlandsheimsókn Trump hefst í dag Te með kóngafólki og fundur með fráfarandi forsætisráðherra eru á meðal þess sem er á dagskrá opinberrar heimsóknar Donalds Trump á Bretlandi. 3. júní 2019 07:47