Makríllinn: Nú er lag Bolli Héðinsson skrifar 3. júní 2019 07:00 Óvænt innkoma makríls í íslenska landhelgi upp úr aldamótum skóp einstakt tækifæri til að láta þjóðina njóta góðs af nýrri auðlind í þjóðareigu. Því miður voru önnur sjónarmið látin ráða þegar heimildum til veiða á makrílnum var úthlutað og hefur þjóðin síðan að mestu farið á mis við þann arð sem henni ber sem eiganda auðlindarinnar. Stjórnvöld reyndu síðan að tryggja örfáum útgerðum einokun á makrílveiðum til margra ára en urðu frá að hverfa eftir að þjóðin lýsti vanþóknun sinni á fyrirætlan þeirra með þátttöku í einni víðtækustu undirskriftasöfnun seinni ára. Nú er talið að stofn makríls hafi verið vanmetinn og því megi búast við töluverðri aukningu þess sem leyfilegt verður að veiða. Enn á ný hyggjast stjórnvöld úthluta makríl með sama hætti og öðrum fiskistofnum án þess að tryggja þjóðinni sanngjarna hlutdeild í auðlindaarðinum. Einmitt nú er tækifæri til að þróa aðferðir til úthlutunar sem gætu byggt á að hluta til þeirra sem veitt hafa áður og öðrum hluta sem yrði boðinn út með skilyrðum. Fréttir um vanmat á makrílstofninum gera enn frekar kleift að bjóða út a.m.k. aukningu aflaheimilda án þess að skerða á nokkurn máta það sem útgerðum hefur staðið til boða endurgjaldslítið fram að þessu. Um leið gæfist fleirum tækifæri til að taka þátt í veiðunum. Auðlindagjaldið til byggðanna. Vel má hugsa sér að þeir fjármunir sem fengjust með útboði aflaheimilda rynnu alfarið til að styrkja viðkvæmar byggðir í kringum landið eða til að bæta sveitarfélögum upp skaða af völdum loðnubrests. Nú er sagt stefna í samdrátt í efnahagslífinu. Einmitt þá er tilefni til að fjárfesta í innviðum á vegum sveitarfélaga og ríkisins og því ærið tilefni til að afla tekna í því skyni með eðlilegum auðlindagjöldum. Formenn flokka á þingi eru sagðir hafa orðið sammála um tillögu um stjórnarskrárákvæði um auðlindir náttúru Íslands. Þar er m.a. lagt til: „Veiting heimilda til nýtingar á náttúruauðlindum og landsréttindum sem eru í þjóðareign eða eigu íslenska ríkisins skal grundvallast á lögum og gæta skal jafnræðis og gagnsæis. Með lögum skal kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar í ábataskyni.“ Um gjaldtökuna segir í greinargerð með þessari tillögu: „Koma þar ýmsar leiðir til greina eins og áður var rakið. Ekki er nauðsynlegt að fjárhæð gjalds komi fram í lögum enda kann gjaldið að vera ákveðið með valferli eða útboði þar sem verð og aðrir skilmálar eru ekki fyrirfram ákveðin.“ Nú hafa valdhafar tækifæri til að sýna að eitthvað sé meint með umræddri tillögu og efna til útboða á makrílkvótum a.m.k. að hluta eins og að framan greinir. Höfundur var í hópnum sem stóð fyrir undirskriftasöfnuninni „Þjóðareign“ sem fram fór 2015 og kom í veg fyrir fyrirætlanir stjórnvalda um að afhenda einstökum útgerðum kvóta í makríl til lengri tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bolli Héðinsson Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Óvænt innkoma makríls í íslenska landhelgi upp úr aldamótum skóp einstakt tækifæri til að láta þjóðina njóta góðs af nýrri auðlind í þjóðareigu. Því miður voru önnur sjónarmið látin ráða þegar heimildum til veiða á makrílnum var úthlutað og hefur þjóðin síðan að mestu farið á mis við þann arð sem henni ber sem eiganda auðlindarinnar. Stjórnvöld reyndu síðan að tryggja örfáum útgerðum einokun á makrílveiðum til margra ára en urðu frá að hverfa eftir að þjóðin lýsti vanþóknun sinni á fyrirætlan þeirra með þátttöku í einni víðtækustu undirskriftasöfnun seinni ára. Nú er talið að stofn makríls hafi verið vanmetinn og því megi búast við töluverðri aukningu þess sem leyfilegt verður að veiða. Enn á ný hyggjast stjórnvöld úthluta makríl með sama hætti og öðrum fiskistofnum án þess að tryggja þjóðinni sanngjarna hlutdeild í auðlindaarðinum. Einmitt nú er tækifæri til að þróa aðferðir til úthlutunar sem gætu byggt á að hluta til þeirra sem veitt hafa áður og öðrum hluta sem yrði boðinn út með skilyrðum. Fréttir um vanmat á makrílstofninum gera enn frekar kleift að bjóða út a.m.k. aukningu aflaheimilda án þess að skerða á nokkurn máta það sem útgerðum hefur staðið til boða endurgjaldslítið fram að þessu. Um leið gæfist fleirum tækifæri til að taka þátt í veiðunum. Auðlindagjaldið til byggðanna. Vel má hugsa sér að þeir fjármunir sem fengjust með útboði aflaheimilda rynnu alfarið til að styrkja viðkvæmar byggðir í kringum landið eða til að bæta sveitarfélögum upp skaða af völdum loðnubrests. Nú er sagt stefna í samdrátt í efnahagslífinu. Einmitt þá er tilefni til að fjárfesta í innviðum á vegum sveitarfélaga og ríkisins og því ærið tilefni til að afla tekna í því skyni með eðlilegum auðlindagjöldum. Formenn flokka á þingi eru sagðir hafa orðið sammála um tillögu um stjórnarskrárákvæði um auðlindir náttúru Íslands. Þar er m.a. lagt til: „Veiting heimilda til nýtingar á náttúruauðlindum og landsréttindum sem eru í þjóðareign eða eigu íslenska ríkisins skal grundvallast á lögum og gæta skal jafnræðis og gagnsæis. Með lögum skal kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar í ábataskyni.“ Um gjaldtökuna segir í greinargerð með þessari tillögu: „Koma þar ýmsar leiðir til greina eins og áður var rakið. Ekki er nauðsynlegt að fjárhæð gjalds komi fram í lögum enda kann gjaldið að vera ákveðið með valferli eða útboði þar sem verð og aðrir skilmálar eru ekki fyrirfram ákveðin.“ Nú hafa valdhafar tækifæri til að sýna að eitthvað sé meint með umræddri tillögu og efna til útboða á makrílkvótum a.m.k. að hluta eins og að framan greinir. Höfundur var í hópnum sem stóð fyrir undirskriftasöfnuninni „Þjóðareign“ sem fram fór 2015 og kom í veg fyrir fyrirætlanir stjórnvalda um að afhenda einstökum útgerðum kvóta í makríl til lengri tíma.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun