Gefast ekki upp á baráttu fyrir Tíbet Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. júní 2019 08:45 Tíbeska þjóðfrelsishreyfingin var öllu meira áberandi á árum áður. Nordicphotos/Getty Tíbeska frelsishreyfingin er enn á lífi þótt breyttar aðstæður hafi dregið úr sýnileika hennar. Þetta segir John Jones, verkefnastjóri baráttusamtakanna Free Tibet, í samtali við Fréttablaðið. Reglulega var fjallað um stöðu Tíbet í kringum aldamótin. Stórstjörnur á borð við Richard Gere, Paris Hilton, Steven Seagal og Lisa Simpson hrópuðu „free Tibet!“ og listamenn og hljómsveitir eins og Björk, Beck, Beastie Boys, Radiohead og Pavement komu fram á stórtónleikum í nafni frelsis svæðisins og þjóðarinnar sem það byggir. Síðan þá hefur hreyfingin hins vegar svo gott sem horfið af sjónarsviðinu. Utanríkismálaritið The Diplomat rakti þá þróun fyrr á árinu og sagði að lítill hópur aðgerðasinna hefði drifið hreyfinguna áfram. Menn á borð við Gere hefðu með tíð og tíma farið að einbeita sér að öðru á meðan andlát Adams Yauch úr Beastie Boys dró verulega úr krafti tónlistarinnar í baráttunni. Einnig varar blaðamaður ritsins við því að gera lítið úr þeim þætti að tvær Hollywood-myndir um Tíbet komu út á þessum tíma. Tibet-Kundun og Seven Years in Tibet. Þá er ótalinn vaxandi áróðursarmur kínverskra stjórnvalda. Kína hefur hingað til lagst gegn því að Tíbet öðlist sjálfstæði en svæðið varð að fullu hluti af kommúnistaríkinu þegar Dalai Lama undirritaði sáttmála þess efnis árið 1951 eftir innrás. Kínverjar innlimuðu Tíbet á Yuan-tímanum á 13. öld og gera því tilkall til svæðisins sem var sjálfstætt keisaraveldi fyrir innlimunina. Benda má á að Tíbetar sjálfir hafa mótmælt Kínverjum af krafti undanfarin ár. Frá árinu 2012 hefur verið greint frá því að 38 tíbeskir munkar og nunnur hafi kveikt í sér í mótmælaskyni. Þetta hefur þó ekki borið árangur. Einnig er vert að minnast á óeirðir og mótmæli ársins 2008 þegar hundruð særðust. Að sögn Jones hefur upprisa Kína á alþjóðasviðinu og valdbeiting Kínverja haft mikil áhrif á tíbesku frelsishreyfinguna. „Leikarar og tónlistarmenn sem styðja Tíbet hafa sætt banni í Kína og það leitt til ákveðinnar sjálfritskoðunar.“ Jones segir hins vegar að hreyfingin hafi aðlagað sig breyttum veruleika. „Aukið vald Kínverja hefur leitt til þess að Vesturlönd funda ekki lengur með Dalai Lama og eru myrk í máli um stöðu Tíbets. Til dæmis ákváðu Bretar árið 2008 að hætta að viðurkenna tíbeska sjálfstjórn. Þetta gerir verkefni hreyfingarinnar mun erfiðara. Mannréttindabrotin sem eiga sér stað í Tíbet má rekja beint til ólöglegs hernáms Kínverja og þeim linnir ekki fyrr en pólitísk lausn finnst.“ Hins vegar vekur það upp von, samkvæmt Jones, að ríki á borð við Bandaríkin og Kanada fjarlægjast nú Kína. „Í þessu felst tækifæri til þess að benda á að Tíbet er sögulegt, sjálfstætt ríki og Tíbetar eiga rétt á sjálfstæði.“ Jones segir mannréttindabrot Kínverja vega þyngst í frelsisbaráttunni. „Frá árinu 2008 hefur Tíbet orðið að einu lokaðasta og kúgaðasta svæði jarðar. Kínverski kommúnistaflokkurinn einbeitir sér að „stöðugleika“ í Tíbet og nýtir lögleg og ólögleg verkfæri til að ná því markmiði, til dæmis ofbeldi, hömlur á tjáningarfrelsi og sameiginlegar refsingar,“ segir hann og bætir við að Kínverjar hafi handtekið Tíbeta fyrir að flagga fána sínum, eiga myndir af Dalai Lama, ræða við blaðamenn. Þeir hafi verið fangelsaðir án dóms og laga og sæti pyntingum. Þá nefnir Jones árásir á tíbeska náttúru og hefðbundna lifnaðarhætti í dreifbýli. „Tíbeskir hirðingjar hafa verið fjarlægðir og komið fyrir í skipulagðri byggð. Þannig hefur aldagömul menning verið lögð í rúst.“ Birtist í Fréttablaðinu Kína Tengdar fréttir Kínverjar verjast ásökunum um mannréttindabrot Segja nýjum mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna að virða fullveldi Kína. 11. september 2018 07:55 Kínverjar segja fréttir um stærðarinnar fangabúðir rangar Yfirvöld Kína segja rangt að Kínverjum sem tilheyra úígúra-minnihlutahópnum og eru íslamstrúar sé haldið í fangabúðum í massavís. 13. ágúst 2018 16:57 Kínversk yfirvöld torvelda útgáfu vegabréfa fyrir Tíbetbúa Mannréttindasamtök segja kínversk yfirvöld hafa komið á tveggja þrepa kerfi varðandi útgáfu vegabréfa. 13. júlí 2015 10:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Tíbeska frelsishreyfingin er enn á lífi þótt breyttar aðstæður hafi dregið úr sýnileika hennar. Þetta segir John Jones, verkefnastjóri baráttusamtakanna Free Tibet, í samtali við Fréttablaðið. Reglulega var fjallað um stöðu Tíbet í kringum aldamótin. Stórstjörnur á borð við Richard Gere, Paris Hilton, Steven Seagal og Lisa Simpson hrópuðu „free Tibet!“ og listamenn og hljómsveitir eins og Björk, Beck, Beastie Boys, Radiohead og Pavement komu fram á stórtónleikum í nafni frelsis svæðisins og þjóðarinnar sem það byggir. Síðan þá hefur hreyfingin hins vegar svo gott sem horfið af sjónarsviðinu. Utanríkismálaritið The Diplomat rakti þá þróun fyrr á árinu og sagði að lítill hópur aðgerðasinna hefði drifið hreyfinguna áfram. Menn á borð við Gere hefðu með tíð og tíma farið að einbeita sér að öðru á meðan andlát Adams Yauch úr Beastie Boys dró verulega úr krafti tónlistarinnar í baráttunni. Einnig varar blaðamaður ritsins við því að gera lítið úr þeim þætti að tvær Hollywood-myndir um Tíbet komu út á þessum tíma. Tibet-Kundun og Seven Years in Tibet. Þá er ótalinn vaxandi áróðursarmur kínverskra stjórnvalda. Kína hefur hingað til lagst gegn því að Tíbet öðlist sjálfstæði en svæðið varð að fullu hluti af kommúnistaríkinu þegar Dalai Lama undirritaði sáttmála þess efnis árið 1951 eftir innrás. Kínverjar innlimuðu Tíbet á Yuan-tímanum á 13. öld og gera því tilkall til svæðisins sem var sjálfstætt keisaraveldi fyrir innlimunina. Benda má á að Tíbetar sjálfir hafa mótmælt Kínverjum af krafti undanfarin ár. Frá árinu 2012 hefur verið greint frá því að 38 tíbeskir munkar og nunnur hafi kveikt í sér í mótmælaskyni. Þetta hefur þó ekki borið árangur. Einnig er vert að minnast á óeirðir og mótmæli ársins 2008 þegar hundruð særðust. Að sögn Jones hefur upprisa Kína á alþjóðasviðinu og valdbeiting Kínverja haft mikil áhrif á tíbesku frelsishreyfinguna. „Leikarar og tónlistarmenn sem styðja Tíbet hafa sætt banni í Kína og það leitt til ákveðinnar sjálfritskoðunar.“ Jones segir hins vegar að hreyfingin hafi aðlagað sig breyttum veruleika. „Aukið vald Kínverja hefur leitt til þess að Vesturlönd funda ekki lengur með Dalai Lama og eru myrk í máli um stöðu Tíbets. Til dæmis ákváðu Bretar árið 2008 að hætta að viðurkenna tíbeska sjálfstjórn. Þetta gerir verkefni hreyfingarinnar mun erfiðara. Mannréttindabrotin sem eiga sér stað í Tíbet má rekja beint til ólöglegs hernáms Kínverja og þeim linnir ekki fyrr en pólitísk lausn finnst.“ Hins vegar vekur það upp von, samkvæmt Jones, að ríki á borð við Bandaríkin og Kanada fjarlægjast nú Kína. „Í þessu felst tækifæri til þess að benda á að Tíbet er sögulegt, sjálfstætt ríki og Tíbetar eiga rétt á sjálfstæði.“ Jones segir mannréttindabrot Kínverja vega þyngst í frelsisbaráttunni. „Frá árinu 2008 hefur Tíbet orðið að einu lokaðasta og kúgaðasta svæði jarðar. Kínverski kommúnistaflokkurinn einbeitir sér að „stöðugleika“ í Tíbet og nýtir lögleg og ólögleg verkfæri til að ná því markmiði, til dæmis ofbeldi, hömlur á tjáningarfrelsi og sameiginlegar refsingar,“ segir hann og bætir við að Kínverjar hafi handtekið Tíbeta fyrir að flagga fána sínum, eiga myndir af Dalai Lama, ræða við blaðamenn. Þeir hafi verið fangelsaðir án dóms og laga og sæti pyntingum. Þá nefnir Jones árásir á tíbeska náttúru og hefðbundna lifnaðarhætti í dreifbýli. „Tíbeskir hirðingjar hafa verið fjarlægðir og komið fyrir í skipulagðri byggð. Þannig hefur aldagömul menning verið lögð í rúst.“
Birtist í Fréttablaðinu Kína Tengdar fréttir Kínverjar verjast ásökunum um mannréttindabrot Segja nýjum mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna að virða fullveldi Kína. 11. september 2018 07:55 Kínverjar segja fréttir um stærðarinnar fangabúðir rangar Yfirvöld Kína segja rangt að Kínverjum sem tilheyra úígúra-minnihlutahópnum og eru íslamstrúar sé haldið í fangabúðum í massavís. 13. ágúst 2018 16:57 Kínversk yfirvöld torvelda útgáfu vegabréfa fyrir Tíbetbúa Mannréttindasamtök segja kínversk yfirvöld hafa komið á tveggja þrepa kerfi varðandi útgáfu vegabréfa. 13. júlí 2015 10:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Kínverjar verjast ásökunum um mannréttindabrot Segja nýjum mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna að virða fullveldi Kína. 11. september 2018 07:55
Kínverjar segja fréttir um stærðarinnar fangabúðir rangar Yfirvöld Kína segja rangt að Kínverjum sem tilheyra úígúra-minnihlutahópnum og eru íslamstrúar sé haldið í fangabúðum í massavís. 13. ágúst 2018 16:57
Kínversk yfirvöld torvelda útgáfu vegabréfa fyrir Tíbetbúa Mannréttindasamtök segja kínversk yfirvöld hafa komið á tveggja þrepa kerfi varðandi útgáfu vegabréfa. 13. júlí 2015 10:49