Að milda niðursveifluna Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 19. júní 2019 07:00 Þótt veðrið hafi leikið við okkur landsmenn síðustu vikurnar hafa efnahagslegir hagvísar leikið okkur grátt. Hagvöxtur í ár verður í besta falli enginn og líklega ekki mikið skárri á árinu 2020. Verkefnið fram undan er að milda niðursveifluna. Seðlabankinn hefur nú þegar brugðist við með lækkun stýrivaxta í lok maímánaðar og frekari vaxtalækkana er að vænta, að öðru óbreyttu. Í síðustu yfirlýsingu peningastefnunefndar stendur orðrétt: „Svigrúm peningastefnunnar til að mæta efnahagssamdrættinum er einnig töluvert, sérstaklega ef fer sem horfir og verðbólga og verðbólguvæntingar haldast við verðbólgumarkmið.“ Stjórnvöld standa nú í ströngu við að endurskoða fjármálastefnuna vegna breyttra efnahagshorfa. Viðbrögð stjórnvalda við minnkandi tekjuvexti mega ekki leiða til þess að niðursveiflan verði dýpri en ella. Í síðustu niðursveiflu voru skattar hækkaðir og opinberum framkvæmdum frestað. Það blasir við að viðbrögð nú geta ekki verið af sama meiði. Góðu fréttirnar eru þó þær að lágar opinberar skuldir og jafnvægi á opinberum rekstri geri stjórnvöld betur í stakk búin til að bregðast við breyttum efnahagshorfum. Á næstu árum þarf að forgangsraða þannig að fjármálastefnan styðji við samkeppnishæfni atvinnulífsins – það er best gert með því að lækka skatta og auka fjárfestingu.Lækka skatta hraðar og meira Áherslur í opinberum rekstri eiga fyrst og fremst að snúa að réttri forgangsröðun, skilvirkni í opinberum rekstri og hagræðingu. Dæmi um góða forgangsröðun stjórnvalda á síðustu árum er áhersla þeirra á niðurgreiðslu skulda. Lítil skuldsetning minnkar áhættu og losar um fjármagn þar sem hún dregur úr vaxtakostnaði. Í því samhengi má nefna að vaxtakostnaður ríkissjóðs er í dag um 1 prósent af landsframleiðslu en var fimm sinnum hærri fyrir tíu árum, eða ríflega 5 prósent. Viðbrögð stjórnvalda á árunum 2009-2011 voru að hækka skatta; tryggingagjaldið, tekjuskattur, veiðigjaldið og fjármagntekjuskattur eru hærri í dag en fyrir áratug. Einnig var nýjum sköttum bætt við; bankaskattur, sérstakur og almennur fjársýsluskattur, gistináttaskattur og kolefnisgjald eru dæmi um slíka skatta. Skattahækkanir og nýir skattar skila ríkissjóði nú ríflega 115 milljörðum í viðbótartekjur á ári hverju. Mikilvægt er að stjórnvöld leggi sitt af mörkum til þess að styrkja starfsumhverfi fyrirtækja með því að skapa aukið rými til að lækka skatta hraðar og meira. Það gerist ekki nema með breyttum áherslum í opinberum rekstri. Skattalækkanir eru dæmi um mikilvæga forgangsröðun í niðursveiflu. Frekari fjárfesting innviða er nauðsynleg Nú þegar hægir á vexti hagkerfisins er heppilegur tími fyrir hið opinbera til að ráðast í fjárfestingar. Stjórnvöld boða aukna fjárfestingu í innviðum sem er jákvætt en meira þarf þó að koma til. Á árunum 1998-2008 voru fjárfestingar hins opinbera að meðaltali 4,6 prósent af landsframleiðslu á ári, en á síðustu tíu árum hafa þær verið rúmlega 3 prósent. Miðað við óbreytt áform stjórnvalda verða opinberar framkvæmdir að meðaltali 3,4 prósent fram til ársins 2024. Ónæg fjárfesting hefur skapað mikla uppsafnaða fjárfestingarþörf sem vinna þarf hraðar upp. Stjórnvöld geta horft til ólíkra leiða til að fjármagna frekari uppbyggingu innviða. Hin svokallaða „samvinnuleið“ einkaaðila og hins opinbera (e. public-private partnership) er dæmi um slíka leið. Góð reynsla er af slíkri samvinnu hérlendis og má nefna Hvalfjarðargöngin í því samhengi en á síðasta ári voru þau afhent ríkinu skuldlaust 20 árum eftir opnun ganganna. Á tímamótum sem þessum skipta ákvarðanir stjórnvalda og Seðlabankans miklu fyrir efnahagslega framvindu. Seðlabankinn hefur boðað að vextir geti lækkað meira og hraðar ef verðbólga og verðbólguvæntingar haldast við markmið. Ekkert bendir til annars en að vextir verði lækkaðir á næsta vaxtaákvörðunarfundi þann 26. júní næstkomandi. Stjórnvöld geta skapað aukið svigrúm til að lækka skatta hraðar og fjárfesta meira. Ef vel tekst til verður niðursveiflan horfin eins og dögg fyrir sólu áður en langt um líður.Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þótt veðrið hafi leikið við okkur landsmenn síðustu vikurnar hafa efnahagslegir hagvísar leikið okkur grátt. Hagvöxtur í ár verður í besta falli enginn og líklega ekki mikið skárri á árinu 2020. Verkefnið fram undan er að milda niðursveifluna. Seðlabankinn hefur nú þegar brugðist við með lækkun stýrivaxta í lok maímánaðar og frekari vaxtalækkana er að vænta, að öðru óbreyttu. Í síðustu yfirlýsingu peningastefnunefndar stendur orðrétt: „Svigrúm peningastefnunnar til að mæta efnahagssamdrættinum er einnig töluvert, sérstaklega ef fer sem horfir og verðbólga og verðbólguvæntingar haldast við verðbólgumarkmið.“ Stjórnvöld standa nú í ströngu við að endurskoða fjármálastefnuna vegna breyttra efnahagshorfa. Viðbrögð stjórnvalda við minnkandi tekjuvexti mega ekki leiða til þess að niðursveiflan verði dýpri en ella. Í síðustu niðursveiflu voru skattar hækkaðir og opinberum framkvæmdum frestað. Það blasir við að viðbrögð nú geta ekki verið af sama meiði. Góðu fréttirnar eru þó þær að lágar opinberar skuldir og jafnvægi á opinberum rekstri geri stjórnvöld betur í stakk búin til að bregðast við breyttum efnahagshorfum. Á næstu árum þarf að forgangsraða þannig að fjármálastefnan styðji við samkeppnishæfni atvinnulífsins – það er best gert með því að lækka skatta og auka fjárfestingu.Lækka skatta hraðar og meira Áherslur í opinberum rekstri eiga fyrst og fremst að snúa að réttri forgangsröðun, skilvirkni í opinberum rekstri og hagræðingu. Dæmi um góða forgangsröðun stjórnvalda á síðustu árum er áhersla þeirra á niðurgreiðslu skulda. Lítil skuldsetning minnkar áhættu og losar um fjármagn þar sem hún dregur úr vaxtakostnaði. Í því samhengi má nefna að vaxtakostnaður ríkissjóðs er í dag um 1 prósent af landsframleiðslu en var fimm sinnum hærri fyrir tíu árum, eða ríflega 5 prósent. Viðbrögð stjórnvalda á árunum 2009-2011 voru að hækka skatta; tryggingagjaldið, tekjuskattur, veiðigjaldið og fjármagntekjuskattur eru hærri í dag en fyrir áratug. Einnig var nýjum sköttum bætt við; bankaskattur, sérstakur og almennur fjársýsluskattur, gistináttaskattur og kolefnisgjald eru dæmi um slíka skatta. Skattahækkanir og nýir skattar skila ríkissjóði nú ríflega 115 milljörðum í viðbótartekjur á ári hverju. Mikilvægt er að stjórnvöld leggi sitt af mörkum til þess að styrkja starfsumhverfi fyrirtækja með því að skapa aukið rými til að lækka skatta hraðar og meira. Það gerist ekki nema með breyttum áherslum í opinberum rekstri. Skattalækkanir eru dæmi um mikilvæga forgangsröðun í niðursveiflu. Frekari fjárfesting innviða er nauðsynleg Nú þegar hægir á vexti hagkerfisins er heppilegur tími fyrir hið opinbera til að ráðast í fjárfestingar. Stjórnvöld boða aukna fjárfestingu í innviðum sem er jákvætt en meira þarf þó að koma til. Á árunum 1998-2008 voru fjárfestingar hins opinbera að meðaltali 4,6 prósent af landsframleiðslu á ári, en á síðustu tíu árum hafa þær verið rúmlega 3 prósent. Miðað við óbreytt áform stjórnvalda verða opinberar framkvæmdir að meðaltali 3,4 prósent fram til ársins 2024. Ónæg fjárfesting hefur skapað mikla uppsafnaða fjárfestingarþörf sem vinna þarf hraðar upp. Stjórnvöld geta horft til ólíkra leiða til að fjármagna frekari uppbyggingu innviða. Hin svokallaða „samvinnuleið“ einkaaðila og hins opinbera (e. public-private partnership) er dæmi um slíka leið. Góð reynsla er af slíkri samvinnu hérlendis og má nefna Hvalfjarðargöngin í því samhengi en á síðasta ári voru þau afhent ríkinu skuldlaust 20 árum eftir opnun ganganna. Á tímamótum sem þessum skipta ákvarðanir stjórnvalda og Seðlabankans miklu fyrir efnahagslega framvindu. Seðlabankinn hefur boðað að vextir geti lækkað meira og hraðar ef verðbólga og verðbólguvæntingar haldast við markmið. Ekkert bendir til annars en að vextir verði lækkaðir á næsta vaxtaákvörðunarfundi þann 26. júní næstkomandi. Stjórnvöld geta skapað aukið svigrúm til að lækka skatta hraðar og fjárfesta meira. Ef vel tekst til verður niðursveiflan horfin eins og dögg fyrir sólu áður en langt um líður.Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun