Sagði sértrúarsöfnuðinn aðeins hafa snúist um kynlífs- og valdafíkn leiðtogans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. júní 2019 22:48 Keith Raniere og verjendur hans líkt og teiknari AP sá þá fyrir sér í dómsal. AP/Elizabeth Williams Saksóknari í máli Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, sagði við lok réttarhaldana yfir honum að undirhópur safnaðarins, ætlaður valdeflingu kvenna, hafi í raun aðeins hafa þjónað þeim tilgangi að uppfylla þörf Raniere fyrir kynlíf og völd. AP greinir frá.Mál Raniere hefur vakið mikla athygli, ekki síst fyrir þær sakir aðHollywood-leikkonan og Smallville-stjarnan Allison Mackvar hluti af hópnum. Játaði fyrr á árinu að hafa aðstoðað Raniere að finna konur og halda þeim í kynlífsþrælkun.Í máli Moira Penza, saksóknara í málinu, kom fram að í réttarhöldunum hafivitnisburður leitt það bersýnilega í ljós að Raniere hafi nýtt sér aðrar konur, svokallaða yfirboðara,til þess að kúga aðrar konur, svokallaða þræla, til þess að stunda kynlíf með honum. Undirhópurinn átti eingöngu að vera skipaður konum og var tilgangur hans sagður vera valdefling meðlima hans.Vitni í málinu og fyrrverandi meðlimir hópsins hafa sagt að þau hafi meðal annars þurft að láta af hendi eins konar tryggingu í formi upplýsinga sem gætu talist skaðlegar. Þannig hafi Raniere getað hótað því að gera upplýsingar opinberar til þess að koma í veg fyrir að konurnar sem í hópnum væru gæti yfirgefið hann. Höfuðstöðvar Nxivm voru í Albany í Bandaríkjunum.Getty/Amy Luk Eitt vitni lét sinn yfirboðara fá bréf sem tryggingu. Bréfið var stílað á foreldra hennar og í því stóð að hún væri vændiskona. Sagði Penza að í raun hafi Raniere ekki verið neitt annað en leiðtogi glæpahóps og svikahrappur sem hafi stofnað hópinn til að „uppfylla þörf hans fyrir kynlíf og völd.“ Penza vitnaði einnig í vitnisburð fórnarlamba og innanbúðarmanna í hópnum sem sögðu meðal annars að einn fylgjandi hópsins hafi verið lokuð inn í svefnherbergi í 705 daga, auk þess sem að því var lýst hvernig Raniere hafi undirbúið stúlkur allt niður í fimmtán ára aldur undir það að ganga í hópinn. Verjandi Raniere sakaði saksóknarann um að fara vísvitandi með rangt mál til þess að mála eins slæma mynd af skjólstæðingi hans og hægt væri. Sagði hann að stúlkurnar hefðu allar gefið samþykki sitt fyrir að stunda kynlíf með Raniere, auk þess sem að hin svokallaða trygging sem meðlimir hópsins hafi verið látnar afhenda væri merkingarlaust í málinu, þar sem hvorki Raniere, né einhver annar í hópnum, hafi notað þær upplýsingar sem þar komu fram. Réttarhöldin halda áfram á morgun en þá munu verjendur Raniere ljúka málflutningi sínum. Bandaríkin Allison Mack og sértrúarsöfnuðurinn NXIVM Tengdar fréttir Báru sértrúarsöfnuðinn saman við Vísindakirkjuna til að réttlæta meinta kynlífsþrælkun Lögmenn bandarísku leikkonunnar Allison Mack freistuðu þess í gær að fá tvo ákæruliði á hendur henni fellda niður fyrir helgi. 30. desember 2018 23:30 Allison Mack úr Smallville játar aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er hvað þekktust fyrir að leika í þáttunum Smallville, játaði fyrir dómi í New York í dag að hafa komið að kynlífsþrælkunarhring. 8. apríl 2019 22:18 Játar sök í kynlífsþrælkunarmáli Clare Bronfman, erfingi Seagram áfengisveldisins, hefur játað aðild sína að kynlífsþrælkunarhring. 20. apríl 2019 10:57 Þrælar, yfirboðarar, brennimerking og hundaólar hluti af daglegu lífi innan kynlífsþrælkunarhópsins Réttarhöld standa nú yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem borið hafa vitni gegn honum er kona sem kom fram undir nafninu Sylvie. Í réttarsal lýsti hún daglegu lífi innnan safnaðarins. 9. maí 2019 12:00 Réttað yfir leiðtoga kynlífs-sértrúarsöfnuðar Réttarhöld hófust í dag yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm. 7. maí 2019 18:29 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira
Saksóknari í máli Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, sagði við lok réttarhaldana yfir honum að undirhópur safnaðarins, ætlaður valdeflingu kvenna, hafi í raun aðeins hafa þjónað þeim tilgangi að uppfylla þörf Raniere fyrir kynlíf og völd. AP greinir frá.Mál Raniere hefur vakið mikla athygli, ekki síst fyrir þær sakir aðHollywood-leikkonan og Smallville-stjarnan Allison Mackvar hluti af hópnum. Játaði fyrr á árinu að hafa aðstoðað Raniere að finna konur og halda þeim í kynlífsþrælkun.Í máli Moira Penza, saksóknara í málinu, kom fram að í réttarhöldunum hafivitnisburður leitt það bersýnilega í ljós að Raniere hafi nýtt sér aðrar konur, svokallaða yfirboðara,til þess að kúga aðrar konur, svokallaða þræla, til þess að stunda kynlíf með honum. Undirhópurinn átti eingöngu að vera skipaður konum og var tilgangur hans sagður vera valdefling meðlima hans.Vitni í málinu og fyrrverandi meðlimir hópsins hafa sagt að þau hafi meðal annars þurft að láta af hendi eins konar tryggingu í formi upplýsinga sem gætu talist skaðlegar. Þannig hafi Raniere getað hótað því að gera upplýsingar opinberar til þess að koma í veg fyrir að konurnar sem í hópnum væru gæti yfirgefið hann. Höfuðstöðvar Nxivm voru í Albany í Bandaríkjunum.Getty/Amy Luk Eitt vitni lét sinn yfirboðara fá bréf sem tryggingu. Bréfið var stílað á foreldra hennar og í því stóð að hún væri vændiskona. Sagði Penza að í raun hafi Raniere ekki verið neitt annað en leiðtogi glæpahóps og svikahrappur sem hafi stofnað hópinn til að „uppfylla þörf hans fyrir kynlíf og völd.“ Penza vitnaði einnig í vitnisburð fórnarlamba og innanbúðarmanna í hópnum sem sögðu meðal annars að einn fylgjandi hópsins hafi verið lokuð inn í svefnherbergi í 705 daga, auk þess sem að því var lýst hvernig Raniere hafi undirbúið stúlkur allt niður í fimmtán ára aldur undir það að ganga í hópinn. Verjandi Raniere sakaði saksóknarann um að fara vísvitandi með rangt mál til þess að mála eins slæma mynd af skjólstæðingi hans og hægt væri. Sagði hann að stúlkurnar hefðu allar gefið samþykki sitt fyrir að stunda kynlíf með Raniere, auk þess sem að hin svokallaða trygging sem meðlimir hópsins hafi verið látnar afhenda væri merkingarlaust í málinu, þar sem hvorki Raniere, né einhver annar í hópnum, hafi notað þær upplýsingar sem þar komu fram. Réttarhöldin halda áfram á morgun en þá munu verjendur Raniere ljúka málflutningi sínum.
Bandaríkin Allison Mack og sértrúarsöfnuðurinn NXIVM Tengdar fréttir Báru sértrúarsöfnuðinn saman við Vísindakirkjuna til að réttlæta meinta kynlífsþrælkun Lögmenn bandarísku leikkonunnar Allison Mack freistuðu þess í gær að fá tvo ákæruliði á hendur henni fellda niður fyrir helgi. 30. desember 2018 23:30 Allison Mack úr Smallville játar aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er hvað þekktust fyrir að leika í þáttunum Smallville, játaði fyrir dómi í New York í dag að hafa komið að kynlífsþrælkunarhring. 8. apríl 2019 22:18 Játar sök í kynlífsþrælkunarmáli Clare Bronfman, erfingi Seagram áfengisveldisins, hefur játað aðild sína að kynlífsþrælkunarhring. 20. apríl 2019 10:57 Þrælar, yfirboðarar, brennimerking og hundaólar hluti af daglegu lífi innan kynlífsþrælkunarhópsins Réttarhöld standa nú yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem borið hafa vitni gegn honum er kona sem kom fram undir nafninu Sylvie. Í réttarsal lýsti hún daglegu lífi innnan safnaðarins. 9. maí 2019 12:00 Réttað yfir leiðtoga kynlífs-sértrúarsöfnuðar Réttarhöld hófust í dag yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm. 7. maí 2019 18:29 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira
Báru sértrúarsöfnuðinn saman við Vísindakirkjuna til að réttlæta meinta kynlífsþrælkun Lögmenn bandarísku leikkonunnar Allison Mack freistuðu þess í gær að fá tvo ákæruliði á hendur henni fellda niður fyrir helgi. 30. desember 2018 23:30
Allison Mack úr Smallville játar aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er hvað þekktust fyrir að leika í þáttunum Smallville, játaði fyrir dómi í New York í dag að hafa komið að kynlífsþrælkunarhring. 8. apríl 2019 22:18
Játar sök í kynlífsþrælkunarmáli Clare Bronfman, erfingi Seagram áfengisveldisins, hefur játað aðild sína að kynlífsþrælkunarhring. 20. apríl 2019 10:57
Þrælar, yfirboðarar, brennimerking og hundaólar hluti af daglegu lífi innan kynlífsþrælkunarhópsins Réttarhöld standa nú yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem borið hafa vitni gegn honum er kona sem kom fram undir nafninu Sylvie. Í réttarsal lýsti hún daglegu lífi innnan safnaðarins. 9. maí 2019 12:00
Réttað yfir leiðtoga kynlífs-sértrúarsöfnuðar Réttarhöld hófust í dag yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm. 7. maí 2019 18:29