Sagði sértrúarsöfnuðinn aðeins hafa snúist um kynlífs- og valdafíkn leiðtogans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. júní 2019 22:48 Keith Raniere og verjendur hans líkt og teiknari AP sá þá fyrir sér í dómsal. AP/Elizabeth Williams Saksóknari í máli Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, sagði við lok réttarhaldana yfir honum að undirhópur safnaðarins, ætlaður valdeflingu kvenna, hafi í raun aðeins hafa þjónað þeim tilgangi að uppfylla þörf Raniere fyrir kynlíf og völd. AP greinir frá.Mál Raniere hefur vakið mikla athygli, ekki síst fyrir þær sakir aðHollywood-leikkonan og Smallville-stjarnan Allison Mackvar hluti af hópnum. Játaði fyrr á árinu að hafa aðstoðað Raniere að finna konur og halda þeim í kynlífsþrælkun.Í máli Moira Penza, saksóknara í málinu, kom fram að í réttarhöldunum hafivitnisburður leitt það bersýnilega í ljós að Raniere hafi nýtt sér aðrar konur, svokallaða yfirboðara,til þess að kúga aðrar konur, svokallaða þræla, til þess að stunda kynlíf með honum. Undirhópurinn átti eingöngu að vera skipaður konum og var tilgangur hans sagður vera valdefling meðlima hans.Vitni í málinu og fyrrverandi meðlimir hópsins hafa sagt að þau hafi meðal annars þurft að láta af hendi eins konar tryggingu í formi upplýsinga sem gætu talist skaðlegar. Þannig hafi Raniere getað hótað því að gera upplýsingar opinberar til þess að koma í veg fyrir að konurnar sem í hópnum væru gæti yfirgefið hann.Höfuðstöðvar Nxivm voru í Albany í Bandaríkjunum.Getty/Amy LukEitt vitni lét sinn yfirboðara fá bréf sem tryggingu. Bréfið var stílað á foreldra hennar og í því stóð að hún væri vændiskona. Sagði Penza að í raun hafi Raniere ekki verið neitt annað en leiðtogi glæpahóps og svikahrappur sem hafi stofnað hópinn til að „uppfylla þörf hans fyrir kynlíf og völd.“ Penza vitnaði einnig í vitnisburð fórnarlamba og innanbúðarmanna í hópnum sem sögðu meðal annars að einn fylgjandi hópsins hafi verið lokuð inn í svefnherbergi í 705 daga, auk þess sem að því var lýst hvernig Raniere hafi undirbúið stúlkur allt niður í fimmtán ára aldur undir það að ganga í hópinn. Verjandi Raniere sakaði saksóknarann um að fara vísvitandi með rangt mál til þess að mála eins slæma mynd af skjólstæðingi hans og hægt væri. Sagði hann að stúlkurnar hefðu allar gefið samþykki sitt fyrir að stunda kynlíf með Raniere, auk þess sem að hin svokallaða trygging sem meðlimir hópsins hafi verið látnar afhenda væri merkingarlaust í málinu, þar sem hvorki Raniere, né einhver annar í hópnum, hafi notað þær upplýsingar sem þar komu fram. Réttarhöldin halda áfram á morgun en þá munu verjendur Raniere ljúka málflutningi sínum. Bandaríkin Tengdar fréttir Báru sértrúarsöfnuðinn saman við Vísindakirkjuna til að réttlæta meinta kynlífsþrælkun Lögmenn bandarísku leikkonunnar Allison Mack freistuðu þess í gær að fá tvo ákæruliði á hendur henni fellda niður fyrir helgi. 30. desember 2018 23:30 Allison Mack úr Smallville játar aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er hvað þekktust fyrir að leika í þáttunum Smallville, játaði fyrir dómi í New York í dag að hafa komið að kynlífsþrælkunarhring. 8. apríl 2019 22:18 Játar sök í kynlífsþrælkunarmáli Clare Bronfman, erfingi Seagram áfengisveldisins, hefur játað aðild sína að kynlífsþrælkunarhring. 20. apríl 2019 10:57 Þrælar, yfirboðarar, brennimerking og hundaólar hluti af daglegu lífi innan kynlífsþrælkunarhópsins Réttarhöld standa nú yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem borið hafa vitni gegn honum er kona sem kom fram undir nafninu Sylvie. Í réttarsal lýsti hún daglegu lífi innnan safnaðarins. 9. maí 2019 12:00 Réttað yfir leiðtoga kynlífs-sértrúarsöfnuðar Réttarhöld hófust í dag yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm. 7. maí 2019 18:29 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Saksóknari í máli Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, sagði við lok réttarhaldana yfir honum að undirhópur safnaðarins, ætlaður valdeflingu kvenna, hafi í raun aðeins hafa þjónað þeim tilgangi að uppfylla þörf Raniere fyrir kynlíf og völd. AP greinir frá.Mál Raniere hefur vakið mikla athygli, ekki síst fyrir þær sakir aðHollywood-leikkonan og Smallville-stjarnan Allison Mackvar hluti af hópnum. Játaði fyrr á árinu að hafa aðstoðað Raniere að finna konur og halda þeim í kynlífsþrælkun.Í máli Moira Penza, saksóknara í málinu, kom fram að í réttarhöldunum hafivitnisburður leitt það bersýnilega í ljós að Raniere hafi nýtt sér aðrar konur, svokallaða yfirboðara,til þess að kúga aðrar konur, svokallaða þræla, til þess að stunda kynlíf með honum. Undirhópurinn átti eingöngu að vera skipaður konum og var tilgangur hans sagður vera valdefling meðlima hans.Vitni í málinu og fyrrverandi meðlimir hópsins hafa sagt að þau hafi meðal annars þurft að láta af hendi eins konar tryggingu í formi upplýsinga sem gætu talist skaðlegar. Þannig hafi Raniere getað hótað því að gera upplýsingar opinberar til þess að koma í veg fyrir að konurnar sem í hópnum væru gæti yfirgefið hann.Höfuðstöðvar Nxivm voru í Albany í Bandaríkjunum.Getty/Amy LukEitt vitni lét sinn yfirboðara fá bréf sem tryggingu. Bréfið var stílað á foreldra hennar og í því stóð að hún væri vændiskona. Sagði Penza að í raun hafi Raniere ekki verið neitt annað en leiðtogi glæpahóps og svikahrappur sem hafi stofnað hópinn til að „uppfylla þörf hans fyrir kynlíf og völd.“ Penza vitnaði einnig í vitnisburð fórnarlamba og innanbúðarmanna í hópnum sem sögðu meðal annars að einn fylgjandi hópsins hafi verið lokuð inn í svefnherbergi í 705 daga, auk þess sem að því var lýst hvernig Raniere hafi undirbúið stúlkur allt niður í fimmtán ára aldur undir það að ganga í hópinn. Verjandi Raniere sakaði saksóknarann um að fara vísvitandi með rangt mál til þess að mála eins slæma mynd af skjólstæðingi hans og hægt væri. Sagði hann að stúlkurnar hefðu allar gefið samþykki sitt fyrir að stunda kynlíf með Raniere, auk þess sem að hin svokallaða trygging sem meðlimir hópsins hafi verið látnar afhenda væri merkingarlaust í málinu, þar sem hvorki Raniere, né einhver annar í hópnum, hafi notað þær upplýsingar sem þar komu fram. Réttarhöldin halda áfram á morgun en þá munu verjendur Raniere ljúka málflutningi sínum.
Bandaríkin Tengdar fréttir Báru sértrúarsöfnuðinn saman við Vísindakirkjuna til að réttlæta meinta kynlífsþrælkun Lögmenn bandarísku leikkonunnar Allison Mack freistuðu þess í gær að fá tvo ákæruliði á hendur henni fellda niður fyrir helgi. 30. desember 2018 23:30 Allison Mack úr Smallville játar aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er hvað þekktust fyrir að leika í þáttunum Smallville, játaði fyrir dómi í New York í dag að hafa komið að kynlífsþrælkunarhring. 8. apríl 2019 22:18 Játar sök í kynlífsþrælkunarmáli Clare Bronfman, erfingi Seagram áfengisveldisins, hefur játað aðild sína að kynlífsþrælkunarhring. 20. apríl 2019 10:57 Þrælar, yfirboðarar, brennimerking og hundaólar hluti af daglegu lífi innan kynlífsþrælkunarhópsins Réttarhöld standa nú yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem borið hafa vitni gegn honum er kona sem kom fram undir nafninu Sylvie. Í réttarsal lýsti hún daglegu lífi innnan safnaðarins. 9. maí 2019 12:00 Réttað yfir leiðtoga kynlífs-sértrúarsöfnuðar Réttarhöld hófust í dag yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm. 7. maí 2019 18:29 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Báru sértrúarsöfnuðinn saman við Vísindakirkjuna til að réttlæta meinta kynlífsþrælkun Lögmenn bandarísku leikkonunnar Allison Mack freistuðu þess í gær að fá tvo ákæruliði á hendur henni fellda niður fyrir helgi. 30. desember 2018 23:30
Allison Mack úr Smallville játar aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er hvað þekktust fyrir að leika í þáttunum Smallville, játaði fyrir dómi í New York í dag að hafa komið að kynlífsþrælkunarhring. 8. apríl 2019 22:18
Játar sök í kynlífsþrælkunarmáli Clare Bronfman, erfingi Seagram áfengisveldisins, hefur játað aðild sína að kynlífsþrælkunarhring. 20. apríl 2019 10:57
Þrælar, yfirboðarar, brennimerking og hundaólar hluti af daglegu lífi innan kynlífsþrælkunarhópsins Réttarhöld standa nú yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem borið hafa vitni gegn honum er kona sem kom fram undir nafninu Sylvie. Í réttarsal lýsti hún daglegu lífi innnan safnaðarins. 9. maí 2019 12:00
Réttað yfir leiðtoga kynlífs-sértrúarsöfnuðar Réttarhöld hófust í dag yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm. 7. maí 2019 18:29