Tugir þúsunda mótmæla enn í Hong Kong Sylvía Hall skrifar 16. júní 2019 09:34 Götur Hong Kong fylltust af svartklæddum mótmælendum. Vísir/Getty Þúsundir manna mótmæla enn í Hong Kong vegna umdeildra laga um framsalsheimildir, sem heimila framsal fólks frá Hong Kong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Mótmælin standa enn yfir þrátt fyrir að stjórnvöld í Hong Kong hafi ákveðið í gær að fresta innleiðingu laganna. Mótmælendur sætta sig aftur á móti ekki við frestun heldur vilja að frumvarpið verði látið niður falla. Einhverjir krefjast þess að æðsti embættismaður sjálfstjórnarhéraðsins, Carrie Lam, segi af sér en hún hefur verið stuðningsmaður frumvarpsins.Sjá einnig: Risa mótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Talið er að tugir þúsunda hafi mótmælt frumvarpinu en mótmælendur voru svartklæddir þegar þeir gengu um götur Hong Kong. Mótmælin eru þau stærstu og jafnframt þau hörðustu í áratugi en talið er að svo mikill fjöldi mótmælenda hafi ekki komið saman frá árinu 1989 þegar íbúar Hong Kong mótmæltu meðferðinni á kínverskum mótmælendum í blóðbaðinu á Tiananmen torgi.Ms Ng and Mr Chu have joined the protests at Victoria Park - say it's the first time protesting against the extradition proposals. Say they were angered by police use of force. Wearing white flowers to commemorate yesterday's protester who fell to his death. pic.twitter.com/BgJ2Nn3PJz — Helier Cheung (@HelierCheung) June 16, 2019 Þátttakendur í mótmælunum mættu margir hverjir með hvít blóm á meðan aðrir veifuðu borðum þar sem mátti lesa: „Ekki skjóta, við erum íbúar Hong Kong“, en lögregla hafði áður beitt táragasi og gúmmískotum á mótmælendur. Hiti fór víða upp í þrjátíu gráður á meðan mótmælunum stóð og áttu margir mótmælendur erfitt með hitann. Mátti sjá fólk falla í yfirlið á götum Hong Kong og voru sjálfboðaliðar á vettvangi til þess að veita aðstoð og dreifa vatnsflöskum til þeirra. Mótmælin hafa vakið athygli víða um heim en á miðvikudag brutust út óeirðir og voru yfir sjötíu manns lögð á spítala í kjölfarið. Þá neyddust verslanir og bankar á svæðinu til þess að loka útibúum sínum á meðan þeim stóð.Vísir/GettyVísir/Getty Hong Kong Kína Tengdar fréttir Stjórnvöld í Hong Kong fresti framsalsfrumvarpi Stuðningur á þingi og í stjórnmálasamfélaginu við frumvarp stjórnvalda í Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína minnkar og ráðgjafar Carrie Lam, leiðtoga sjálfstjórnarhéraðsins, ráðleggja henni að fresta atkvæðagreiðslu. 15. júní 2019 07:30 Hong Kong hættir við framsal til Kína í bili Ríkisstjórn Hong Kong, með Carrie Lam fremsta í fararbroddi, hefur hætt við umdeild áform sín um að leyfa framsal til meginlands Kína. BBC greinir frá 15. júní 2019 19:35 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Þúsundir manna mótmæla enn í Hong Kong vegna umdeildra laga um framsalsheimildir, sem heimila framsal fólks frá Hong Kong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Mótmælin standa enn yfir þrátt fyrir að stjórnvöld í Hong Kong hafi ákveðið í gær að fresta innleiðingu laganna. Mótmælendur sætta sig aftur á móti ekki við frestun heldur vilja að frumvarpið verði látið niður falla. Einhverjir krefjast þess að æðsti embættismaður sjálfstjórnarhéraðsins, Carrie Lam, segi af sér en hún hefur verið stuðningsmaður frumvarpsins.Sjá einnig: Risa mótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Talið er að tugir þúsunda hafi mótmælt frumvarpinu en mótmælendur voru svartklæddir þegar þeir gengu um götur Hong Kong. Mótmælin eru þau stærstu og jafnframt þau hörðustu í áratugi en talið er að svo mikill fjöldi mótmælenda hafi ekki komið saman frá árinu 1989 þegar íbúar Hong Kong mótmæltu meðferðinni á kínverskum mótmælendum í blóðbaðinu á Tiananmen torgi.Ms Ng and Mr Chu have joined the protests at Victoria Park - say it's the first time protesting against the extradition proposals. Say they were angered by police use of force. Wearing white flowers to commemorate yesterday's protester who fell to his death. pic.twitter.com/BgJ2Nn3PJz — Helier Cheung (@HelierCheung) June 16, 2019 Þátttakendur í mótmælunum mættu margir hverjir með hvít blóm á meðan aðrir veifuðu borðum þar sem mátti lesa: „Ekki skjóta, við erum íbúar Hong Kong“, en lögregla hafði áður beitt táragasi og gúmmískotum á mótmælendur. Hiti fór víða upp í þrjátíu gráður á meðan mótmælunum stóð og áttu margir mótmælendur erfitt með hitann. Mátti sjá fólk falla í yfirlið á götum Hong Kong og voru sjálfboðaliðar á vettvangi til þess að veita aðstoð og dreifa vatnsflöskum til þeirra. Mótmælin hafa vakið athygli víða um heim en á miðvikudag brutust út óeirðir og voru yfir sjötíu manns lögð á spítala í kjölfarið. Þá neyddust verslanir og bankar á svæðinu til þess að loka útibúum sínum á meðan þeim stóð.Vísir/GettyVísir/Getty
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Stjórnvöld í Hong Kong fresti framsalsfrumvarpi Stuðningur á þingi og í stjórnmálasamfélaginu við frumvarp stjórnvalda í Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína minnkar og ráðgjafar Carrie Lam, leiðtoga sjálfstjórnarhéraðsins, ráðleggja henni að fresta atkvæðagreiðslu. 15. júní 2019 07:30 Hong Kong hættir við framsal til Kína í bili Ríkisstjórn Hong Kong, með Carrie Lam fremsta í fararbroddi, hefur hætt við umdeild áform sín um að leyfa framsal til meginlands Kína. BBC greinir frá 15. júní 2019 19:35 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Stjórnvöld í Hong Kong fresti framsalsfrumvarpi Stuðningur á þingi og í stjórnmálasamfélaginu við frumvarp stjórnvalda í Hong Kong um að heimila framsal til meginlands Kína minnkar og ráðgjafar Carrie Lam, leiðtoga sjálfstjórnarhéraðsins, ráðleggja henni að fresta atkvæðagreiðslu. 15. júní 2019 07:30
Hong Kong hættir við framsal til Kína í bili Ríkisstjórn Hong Kong, með Carrie Lam fremsta í fararbroddi, hefur hætt við umdeild áform sín um að leyfa framsal til meginlands Kína. BBC greinir frá 15. júní 2019 19:35