Nýr Herjólfur hefji áætlunarsiglingar innan tveggja vikna Sighvatur Jónsson skrifar 15. júní 2019 12:30 Nýr Herjólfur kom til Eyja í gær hlaðinn varahlutum og öðrum búnaði. Þar á meðal var aukaskrúfa og öxull sem saman vega um tíu tonn. Mynd/Tryggvi Már, Eyjar.net Stefnt er að því að nýr Herjólfur hefji áætlunarsiglingar innan tveggja vikna að sögn framkvæmdastjóra rekstrarfélags skipsins. Eyjamenn og gestir þeirra taka formlega á móti nýjum Herjólfi eftir hádegið í dag. Nýr Herjólfur kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í gær og var skipinu siglt umhverfis Heimaey. Herjólfur ohf. er nýtt rekstrarfélag heimamanna sem hefur tekið við rekstri ferjunnar. Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri segir að heimsiglingin frá Póllandi hafi nýst vel. „Við fengum öll þau veður sem við þurftum að fá til að prófa skipið. En þetta gekk allt mjög vel og allir mjög ánægðir við komuna í gær. Sennilega í eina skiptið sem menn hafa beðið spenntir eftir tollurum.“Nýi Herjólfur við Bjarnarey í gær.Tryggvi Már, Eyjar.netHerjólfur kominn heim Upphaflega var gert ráð fyrir að nýr Herjólfur kæmi til Eyja fyrir um ári. Smíði Herjólfs tafðist vegna rafvæðingar skipsins og afhending ferjunnar dróst einnig vegna deilu Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar í Póllandi um endanlegan kostnað verksins. En nú er nýr Herjólfur kominn heim. Eyjamenn og fjölmargir gestir á knattspyrnumóti ungra stúlkna fagna nýjum Herjólfi eftir hádegið. Formleg móttökuathöfn hefst í Friðarhöfn klukkan 14.15 þar sem forsætisráðherra gefur Herjólfi formlega nafn. Þá taka samgönguráðherra, forstjóri Vegagerðarinnar og fulltrúar Vestmannaeyjabæjar þátt í athöfninni.Nýttur sem flutningaskip á heimleiðinni Guðbjartur Ellert, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að mikið af búnaði hafi komið með skipinu frá Póllandi. Þar á meðal hafi verið varaskrúfa og skrúfuöxull sem saman vega um tíu tonn. Einnig voru um borð ný göngubrú ásamt stiga og stigahúsi sem verða sett utan á afgreiðslu ferjunnar í Vestmannaeyjum. Þá var skipið notað til að flytja byggingarefni til Eyja vegna framkvæmda hjá íþróttafélaginu ÍBV. Nú tekur við frágangur, bæði við framkvæmdir og vegna leyfa ferjunnar. „Við ætlum að reyna að stytta þennan tíma eins og við mögulega getum. Starfsfólkið og áhöfn eru tilbúin til að leggja allt á sig til að koma þessu nýja skipi sem fyrst í rekstur. Vonandi tekst okkur það fyrir Orkumótið sem hefst 26. júní,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs. Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Stefnt er að því að nýr Herjólfur hefji áætlunarsiglingar innan tveggja vikna að sögn framkvæmdastjóra rekstrarfélags skipsins. Eyjamenn og gestir þeirra taka formlega á móti nýjum Herjólfi eftir hádegið í dag. Nýr Herjólfur kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í gær og var skipinu siglt umhverfis Heimaey. Herjólfur ohf. er nýtt rekstrarfélag heimamanna sem hefur tekið við rekstri ferjunnar. Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri segir að heimsiglingin frá Póllandi hafi nýst vel. „Við fengum öll þau veður sem við þurftum að fá til að prófa skipið. En þetta gekk allt mjög vel og allir mjög ánægðir við komuna í gær. Sennilega í eina skiptið sem menn hafa beðið spenntir eftir tollurum.“Nýi Herjólfur við Bjarnarey í gær.Tryggvi Már, Eyjar.netHerjólfur kominn heim Upphaflega var gert ráð fyrir að nýr Herjólfur kæmi til Eyja fyrir um ári. Smíði Herjólfs tafðist vegna rafvæðingar skipsins og afhending ferjunnar dróst einnig vegna deilu Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar í Póllandi um endanlegan kostnað verksins. En nú er nýr Herjólfur kominn heim. Eyjamenn og fjölmargir gestir á knattspyrnumóti ungra stúlkna fagna nýjum Herjólfi eftir hádegið. Formleg móttökuathöfn hefst í Friðarhöfn klukkan 14.15 þar sem forsætisráðherra gefur Herjólfi formlega nafn. Þá taka samgönguráðherra, forstjóri Vegagerðarinnar og fulltrúar Vestmannaeyjabæjar þátt í athöfninni.Nýttur sem flutningaskip á heimleiðinni Guðbjartur Ellert, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að mikið af búnaði hafi komið með skipinu frá Póllandi. Þar á meðal hafi verið varaskrúfa og skrúfuöxull sem saman vega um tíu tonn. Einnig voru um borð ný göngubrú ásamt stiga og stigahúsi sem verða sett utan á afgreiðslu ferjunnar í Vestmannaeyjum. Þá var skipið notað til að flytja byggingarefni til Eyja vegna framkvæmda hjá íþróttafélaginu ÍBV. Nú tekur við frágangur, bæði við framkvæmdir og vegna leyfa ferjunnar. „Við ætlum að reyna að stytta þennan tíma eins og við mögulega getum. Starfsfólkið og áhöfn eru tilbúin til að leggja allt á sig til að koma þessu nýja skipi sem fyrst í rekstur. Vonandi tekst okkur það fyrir Orkumótið sem hefst 26. júní,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs.
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira