Góða veðrið Kristín Þorsteindsdóttir skrifar 15. júní 2019 08:30 Síðasta sumar rennur áhugafólki um veðurfar seint úr minni. Varla sást til sólar framan af sumri og rigningin dundi á landsmönnum. Mörgum tókst ekki að reka endahnútinn á brýn verk utanhúss eða í görðum sínum. Sökum veðurs. Að sumri. Á sama tíma voru ýmis teikn á lofti um að mesta búsældarskeiðinu væri að ljúka. Fregnir fóru að berast af vandræðum flugfélaganna, WOW air og Icelandair. Yfir dundu bölsýnisspár um hvílíkar hörmungar sem fylgdu ef annað þeirra, eða bæði, myndu riða til falls. Stórkostleg fækkun ferðamanna með tilheyrandi tjóni fyrir þjóðarbúið. Margt benti einnig til þess að erfiður vetur væri fram undan á vinnumarkaði. Samningar voru að losna og langt virtist milli stríðandi fylkinga. Verkföll virtust óumflýjanleg. Blikur voru á lofti, og standandi frammi fyrir þessu tvíhöfða skrímsli, róti á vinnumarkaði og óvissu um framtíð flugfélaganna, hóf krónan að gefa eftir gagnvart helstu myntum. Veðurguðirnir virtust sömuleiðis á því að leyfa ætti Íslendingum að finna til tevatnsins. Regnið dundi á eyjarskeggjum og lofthiti náði sjaldnast tveggja stafa tölu. Margir fóru jafnvel að velta fyrir sér hvort íslenska ferðamannavorinu stæði meiri ógn af veðurfari en fallvöltum flugrekstri og örmyntinni furðulegu. Veðrið reyndist að lokum fyrirboði um örlög WOW air sem féll með braki og brestum síðla vetrar. Sólarglæta sást þó í kjölfarið þegar aðilar á vinnumarkaði unnu þrekvirki og náðu saman að endingu. Kannski var það fyrirboði um sumarið 2019? Þegar sólin býður landsmönnum blíðlega góðan dag á hverjum morgni er auðvelt að gleyma stund og stað. Við þurfum ekki lengur ódýra farmiða til Tenerife til að ná í smá lit. Að minnsta kosti ekki að sinni. Í vikunni bárust tíðindi af því að ríkissjóður hefði fjármagnað sig á áður óþekktum kjörum. Það var áminning um sterka stöðu ríkisfjármála. Við höfum raunverulega búið vel í haginn til að mæta áföllum á borð við fall WOW air. Góða veðrið leyfir okkur sömuleiðis að líta landið okkar öðrum augum. Auðvitað vilja ferðamenn sækja okkur heim. En kannski fórum við of geyst á síðustu árum. Leyfðum gullgrafarahugarfari að festa rætur. Getur verið að tímabundið hikst í ferðamannafjölda gefi tækifæri til yfirvegaðs endurmats og ígrundun um hvernig við viljum byggja greinina upp til framtíðar? Í þessu veðurfari leyfir maður sér í það minnsta að láta hugann reika. Landið okkar er einstakt þegar sá gállinn er á því. Við eigum að leyfa öðrum að njóta þess með okkur. En slíkt þarf að gera af ábyrgð og festu, þannig að við skilum landinu í góðu horfi til næstu kynslóða. Góða veðrinu fylgir gleði og bjartsýni. Vonandi er það undanfari góðra tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Síðasta sumar rennur áhugafólki um veðurfar seint úr minni. Varla sást til sólar framan af sumri og rigningin dundi á landsmönnum. Mörgum tókst ekki að reka endahnútinn á brýn verk utanhúss eða í görðum sínum. Sökum veðurs. Að sumri. Á sama tíma voru ýmis teikn á lofti um að mesta búsældarskeiðinu væri að ljúka. Fregnir fóru að berast af vandræðum flugfélaganna, WOW air og Icelandair. Yfir dundu bölsýnisspár um hvílíkar hörmungar sem fylgdu ef annað þeirra, eða bæði, myndu riða til falls. Stórkostleg fækkun ferðamanna með tilheyrandi tjóni fyrir þjóðarbúið. Margt benti einnig til þess að erfiður vetur væri fram undan á vinnumarkaði. Samningar voru að losna og langt virtist milli stríðandi fylkinga. Verkföll virtust óumflýjanleg. Blikur voru á lofti, og standandi frammi fyrir þessu tvíhöfða skrímsli, róti á vinnumarkaði og óvissu um framtíð flugfélaganna, hóf krónan að gefa eftir gagnvart helstu myntum. Veðurguðirnir virtust sömuleiðis á því að leyfa ætti Íslendingum að finna til tevatnsins. Regnið dundi á eyjarskeggjum og lofthiti náði sjaldnast tveggja stafa tölu. Margir fóru jafnvel að velta fyrir sér hvort íslenska ferðamannavorinu stæði meiri ógn af veðurfari en fallvöltum flugrekstri og örmyntinni furðulegu. Veðrið reyndist að lokum fyrirboði um örlög WOW air sem féll með braki og brestum síðla vetrar. Sólarglæta sást þó í kjölfarið þegar aðilar á vinnumarkaði unnu þrekvirki og náðu saman að endingu. Kannski var það fyrirboði um sumarið 2019? Þegar sólin býður landsmönnum blíðlega góðan dag á hverjum morgni er auðvelt að gleyma stund og stað. Við þurfum ekki lengur ódýra farmiða til Tenerife til að ná í smá lit. Að minnsta kosti ekki að sinni. Í vikunni bárust tíðindi af því að ríkissjóður hefði fjármagnað sig á áður óþekktum kjörum. Það var áminning um sterka stöðu ríkisfjármála. Við höfum raunverulega búið vel í haginn til að mæta áföllum á borð við fall WOW air. Góða veðrið leyfir okkur sömuleiðis að líta landið okkar öðrum augum. Auðvitað vilja ferðamenn sækja okkur heim. En kannski fórum við of geyst á síðustu árum. Leyfðum gullgrafarahugarfari að festa rætur. Getur verið að tímabundið hikst í ferðamannafjölda gefi tækifæri til yfirvegaðs endurmats og ígrundun um hvernig við viljum byggja greinina upp til framtíðar? Í þessu veðurfari leyfir maður sér í það minnsta að láta hugann reika. Landið okkar er einstakt þegar sá gállinn er á því. Við eigum að leyfa öðrum að njóta þess með okkur. En slíkt þarf að gera af ábyrgð og festu, þannig að við skilum landinu í góðu horfi til næstu kynslóða. Góða veðrinu fylgir gleði og bjartsýni. Vonandi er það undanfari góðra tíma.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun