Telja tvo ráðherra Trump sýna þinginu lítilsvirðingu Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2019 21:13 Elijah E. Cummings, formanni eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, er ekki hlátur í huga yfir aðförum Hvíta hússins til að stöðva rannsóknir nefndarinnar. AP/J. Scott Applewhite Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt ályktun um að dómsmála- og viðskiptaráðherrar Donalds Trump forseta hafi sýnt þinginu óvirðingu þegar þeir virtu stefnu um gögn sem varða fyrirhugað manntal í Bandaríkjunum að vettugi. Atkvæðagreiðsla í nefndinni fór nær alveg eftir flokkslínum, að sögn Washington Post. Einn þingmaður repúblikana, Justin Amash frá Michigan, greiddi atkvæði með demókrötunum sem fara með meirihluta í nefndinni. Amash er eini repúblikaninn á þingi sem hefur lýst því yfir opinberlega að hann telji Trump forseta hafa framið embættisbrot. Forsaga málsins er sú að demókratar kröfðu William Barr, dómsmálaráðherra, og Wilbur Ross, viðskiptaráðherra, um gögn sem varða ákvörðun ríkisstjórnar Trump um að spyrja um lagalega stöðu fólks í manntali sem á að fara fram á næsta ári. Kjördæmamörk verða dregin upp á grundvelli manntalsins og gæti það því haft veruleg áhrif á kosningar næstu ára. Andstæðingar þess að spurningin verði borin upp í manntalinu segja að hún eigi eftir að fæla innflytjendur frá því að svara. Þeir verði því vantaldir í manntalinu. Þrír alríkisdómarar hafa þegar úrskurðað að ákvörðun Ross um að hafa spurninguna með hafi brotið gegn stjórnsýslulögum. Barr og Ross hunsuðu hins vegar stefnu nefndarinnar um gögnin. Meirihluti demókrata í eftirlitsnefndinni samþykkti því ályktunin um að telja þá hafa sýnt þinginu óvirðingu. Ályktunin gengur nú til atkvæðagreiðslu í fulltrúadeildinni. Samþykki meirihluti þingmanna hana gæti formaður eftirlitsnefndarinnar í framhaldinu beðið alríkisdómstól um að knýja Barr og Ross til að verða við stefnunni um gögnin. Trump forseti lýsti því yfir í dag að hann ætlaði að neyta heimildar forseta til að krefjast leyndar yfir gögnunum. Sú heimild er umdeild og þykir líklegt að krafa þingnefndarinnar um gögnin eigi eftir að rata fyrir dómstóla. Trump-stjórnin hefur beitt sömu brögðum til að leggja stein í götu rannsókna annarra þingnefnda undanfarið. Hvíta húsið hefur þannig skipað embættismönnum að bera ekki vitni eða afhenda þingnefndum gögn, þar á meðal gögn um fjármál forsetans. Dómarar á neðri dómstigum hafa þegar staðfest réttmæti stefna þingnefndanna. Gögn sem fundust í búi látins lögfræðings sem starfaði fyrir Repúblikanaflokkinn á dögunum gáfu vísbendingar um að ríkisstjórnin hefði ákveðið að spyrja um lagalega búsetustöðu fólks í manntalinu til að koma repúblikönum og hvítum kjósendum til góða. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Reyna að koma í veg fyrir afhendingu fjármálagagna forsetans Lögmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa varað endurskoðendafyrirtækið Mazars USA við því að afhenda þingmönnum Demókrataflokksins fjármálagögn forsetans sem spanna tíu ár. 16. apríl 2019 11:44 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt ályktun um að dómsmála- og viðskiptaráðherrar Donalds Trump forseta hafi sýnt þinginu óvirðingu þegar þeir virtu stefnu um gögn sem varða fyrirhugað manntal í Bandaríkjunum að vettugi. Atkvæðagreiðsla í nefndinni fór nær alveg eftir flokkslínum, að sögn Washington Post. Einn þingmaður repúblikana, Justin Amash frá Michigan, greiddi atkvæði með demókrötunum sem fara með meirihluta í nefndinni. Amash er eini repúblikaninn á þingi sem hefur lýst því yfir opinberlega að hann telji Trump forseta hafa framið embættisbrot. Forsaga málsins er sú að demókratar kröfðu William Barr, dómsmálaráðherra, og Wilbur Ross, viðskiptaráðherra, um gögn sem varða ákvörðun ríkisstjórnar Trump um að spyrja um lagalega stöðu fólks í manntali sem á að fara fram á næsta ári. Kjördæmamörk verða dregin upp á grundvelli manntalsins og gæti það því haft veruleg áhrif á kosningar næstu ára. Andstæðingar þess að spurningin verði borin upp í manntalinu segja að hún eigi eftir að fæla innflytjendur frá því að svara. Þeir verði því vantaldir í manntalinu. Þrír alríkisdómarar hafa þegar úrskurðað að ákvörðun Ross um að hafa spurninguna með hafi brotið gegn stjórnsýslulögum. Barr og Ross hunsuðu hins vegar stefnu nefndarinnar um gögnin. Meirihluti demókrata í eftirlitsnefndinni samþykkti því ályktunin um að telja þá hafa sýnt þinginu óvirðingu. Ályktunin gengur nú til atkvæðagreiðslu í fulltrúadeildinni. Samþykki meirihluti þingmanna hana gæti formaður eftirlitsnefndarinnar í framhaldinu beðið alríkisdómstól um að knýja Barr og Ross til að verða við stefnunni um gögnin. Trump forseti lýsti því yfir í dag að hann ætlaði að neyta heimildar forseta til að krefjast leyndar yfir gögnunum. Sú heimild er umdeild og þykir líklegt að krafa þingnefndarinnar um gögnin eigi eftir að rata fyrir dómstóla. Trump-stjórnin hefur beitt sömu brögðum til að leggja stein í götu rannsókna annarra þingnefnda undanfarið. Hvíta húsið hefur þannig skipað embættismönnum að bera ekki vitni eða afhenda þingnefndum gögn, þar á meðal gögn um fjármál forsetans. Dómarar á neðri dómstigum hafa þegar staðfest réttmæti stefna þingnefndanna. Gögn sem fundust í búi látins lögfræðings sem starfaði fyrir Repúblikanaflokkinn á dögunum gáfu vísbendingar um að ríkisstjórnin hefði ákveðið að spyrja um lagalega búsetustöðu fólks í manntalinu til að koma repúblikönum og hvítum kjósendum til góða.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Reyna að koma í veg fyrir afhendingu fjármálagagna forsetans Lögmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa varað endurskoðendafyrirtækið Mazars USA við því að afhenda þingmönnum Demókrataflokksins fjármálagögn forsetans sem spanna tíu ár. 16. apríl 2019 11:44 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Reyna að koma í veg fyrir afhendingu fjármálagagna forsetans Lögmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa varað endurskoðendafyrirtækið Mazars USA við því að afhenda þingmönnum Demókrataflokksins fjármálagögn forsetans sem spanna tíu ár. 16. apríl 2019 11:44