Hafnarfjörður í forystu í aukinni sjálfbærni í skipulags- og byggingarmálum Ólafur Ingi Tómasson skrifar 12. júní 2019 08:00 Minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda er mál sem ekki fyrir svo löngu síðan komst í hámæli. Við Hafnfirðingar höfum tekið umhverfismálin alvarlega m.a. með metnaðarfullri umhverfis- og auðlindastefnu þar sem tekið er á flestum málum er varða verndun og betri umgengni við umhverfið auk aðgerðaáætlunar varðandi stefnu Hafnarfjarðar um umhverfis- og auðlindamál.Vistvænar framkvæmdir í Hafnarfirði Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 29. maí tillögur að aðgerðum til að hvetja húsbyggjendur til að setja umhverfið í forgang í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, auknar kröfur um minni losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið og aukna umhverfisvitund almennings. Tillögurnar fjalla m.a. um að djúpgámar verði á öllum uppbyggingarsvæðum auk þess sem gert verði ráð fyrir þeim við endurskoðun á skipulagsskilmálum í eldri hverfum. Samþykkt voru ákvæði um endurvinnslu úrgangs á framkvæmdarstað, að minnsta kosti 20% byggingarefna í nýframkvæmdum skuli hafa umhverfisvottun og að Hafnarfjarðarbær móti sér stefnu um vottun (BREEAM, Svanurinn eða sambærilegt) allra nýbygginga á vegum sveitarfélagsins. Samþykkt var að innleiða hvata til framkvæmdaraðila til þess fá Svansvottun, BREEAM-vottun eða sambærilegt á nýbyggingar, meðal annars í formi afsláttar af lóðaverði. Samþykkt var að afsláttur af lóðarverði vegna Svansvottaðs húss verði 20%, að byggingar með BREEAM-einkunn „Very good“ 55% fái 20% afslátt af lóðarverði og við BREEAM-einkunn „Excellent“ 70% verði afsláttur af lóðarverði 30%. Þá samþykkti bæjarstjórn jafnframt að Hafnarfjörður gerist aðili að Grænni byggð. Í stóra samhenginu Samþykkt bæjarstjórnar er einkar ánægjuleg en e.t.v. lítið skref í stóra samhenginu um umhverfisvernd en lýsir vilja bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í umhverfismálum. Í stóra samhenginu þar sem byggingar og byggingariðnaðurinn á heimsvísu er talinn ábyrgur fyrir um 25%-35% losunar gróðurhúsalofttegunda má e.t.v. segja að samþykkt okkar í Hafnarfirði megi sín lítils en eins og máltækið segir „margt smátt gerir eitt stórt“, þannig munum við ná árangri í umhverfismálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda er mál sem ekki fyrir svo löngu síðan komst í hámæli. Við Hafnfirðingar höfum tekið umhverfismálin alvarlega m.a. með metnaðarfullri umhverfis- og auðlindastefnu þar sem tekið er á flestum málum er varða verndun og betri umgengni við umhverfið auk aðgerðaáætlunar varðandi stefnu Hafnarfjarðar um umhverfis- og auðlindamál.Vistvænar framkvæmdir í Hafnarfirði Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 29. maí tillögur að aðgerðum til að hvetja húsbyggjendur til að setja umhverfið í forgang í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, auknar kröfur um minni losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið og aukna umhverfisvitund almennings. Tillögurnar fjalla m.a. um að djúpgámar verði á öllum uppbyggingarsvæðum auk þess sem gert verði ráð fyrir þeim við endurskoðun á skipulagsskilmálum í eldri hverfum. Samþykkt voru ákvæði um endurvinnslu úrgangs á framkvæmdarstað, að minnsta kosti 20% byggingarefna í nýframkvæmdum skuli hafa umhverfisvottun og að Hafnarfjarðarbær móti sér stefnu um vottun (BREEAM, Svanurinn eða sambærilegt) allra nýbygginga á vegum sveitarfélagsins. Samþykkt var að innleiða hvata til framkvæmdaraðila til þess fá Svansvottun, BREEAM-vottun eða sambærilegt á nýbyggingar, meðal annars í formi afsláttar af lóðaverði. Samþykkt var að afsláttur af lóðarverði vegna Svansvottaðs húss verði 20%, að byggingar með BREEAM-einkunn „Very good“ 55% fái 20% afslátt af lóðarverði og við BREEAM-einkunn „Excellent“ 70% verði afsláttur af lóðarverði 30%. Þá samþykkti bæjarstjórn jafnframt að Hafnarfjörður gerist aðili að Grænni byggð. Í stóra samhenginu Samþykkt bæjarstjórnar er einkar ánægjuleg en e.t.v. lítið skref í stóra samhenginu um umhverfisvernd en lýsir vilja bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í umhverfismálum. Í stóra samhenginu þar sem byggingar og byggingariðnaðurinn á heimsvísu er talinn ábyrgur fyrir um 25%-35% losunar gróðurhúsalofttegunda má e.t.v. segja að samþykkt okkar í Hafnarfirði megi sín lítils en eins og máltækið segir „margt smátt gerir eitt stórt“, þannig munum við ná árangri í umhverfismálum.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar