Kynslóðin sem neitar að hætta að djamma Rebekka Karlsdóttir skrifar 28. júní 2019 16:00 Þegar kynslóðirnar á undan okkur horfðu til framtíðar sáu þau fyrir sér langt líf með fjölskyldu sinni, börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Þau sáu fyrir sér framtíð barna sinna á sama hátt og þeirra eigin, nema betri - meiri lífsgæði og betra samfélag. Þegar ég horfi fram á veginn, verandi 22 ára háskólanemi, hef ég því miður ekki sömu framtíðarsýn og kynslóð foreldra minna hafði á sínum tíma. Þegar ég hugsa um framtíðina birtast mér hörmungar og hamfarir. Matarskortur, vatnsskortur og straumur flóttafólks. Ég stend frammi fyrir þeirri ákvörðun að velja nám og starfsvettvang að því loknu en óttast að það verði of seint að grípa í taumana þegar ég fæ skírteinið í hendurnar. Allt útaf því að lítill hluti mannkynsins er búinn að vera á alltof löngu fylleríi; taumlausu neyslu-djammi þar sem markaðsöflin hafa leitt okkur áfram í ofneyslu á kostnað umhverfisins. Stjórnvöld og fyrirtæki neita að horfast í augu við ástandið og takast á við afleiðingarnar og ætla frekar að láta næstu kynslóðir takast á við þynnkuna sem mun fylgja. Loftslagskvíði er nokkuð nýr af nálinni en það er raunverulegur ótti sem flest ungt fólk upplifir með einum eða öðrum hætti. Út frá minni reynslu lýsir loftslagskvíði sér sem óstjórnlegur kvíði gagnvart framtíðinni vegna hamfarahlýnunar. Kvíði gagnvart því að ekki verði gripið til aðgerða - að mamma og pabbi neiti að hætta að djamma - og afleiðingarnar verði gífulegar og óyfirstíganlegar. Á örfáum árum hefur ímyndin um framtíðina snúist frá háþróuðum tækniheimi með fljúgandi bílum yfir í heim hamfara og ungt fólk fyllist kvíða yfir því að þurfa að takast á við þetta. Við unga fólkið getum farið í verkföll, skrifað greinar og látið í okkur heyra á samfélagsmiðlum, en það er ríkisstjórnin, stjórnvöld og fyrirtækin í landinu sem bera ábyrgðina og hafa valdið til að bregðast strax við. Þar er Háskóli Íslands engin undantekning sem einn stærsti vinnustaður landsins. Háskólinn sem menntastofnun á að vera framsýn stofnun og þar með leiðandi í umhverfismálum. Stúdentar vilja ekki að Háskólinn láti á sér standa heldur geri raunverulegar breytingar sem skapa betri framtíð fyrir námsfólk sem og aðra. Stefna Röskvu felur í sér margar leiðir til úrbóta fyrir umhverfið, allt frá því að auka verulega hlutfall vegan máltíða í Hámu og hætta notkun á einnota plastumbúðum yfir í að koma upp hjólaleigu á Háskólasvæðinu. Við viljum græna stúdentagarða sem bjóða upp á betri flokkun og lágvöruverslun fyrir stúdenta sem myndi stuðla verulega að sjálfbæru háskólasamfélagi. Við þurfum róttækar breytingar og Háskólinn er í kjör aðstæðum til að taka af skarið, vera fyrstur heim af djamminu og grípa til aðgerða.Höfundur er forseti Röskvu og varafulltrúi í Stúdentaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Skóla - og menntamál Umhverfismál Mest lesið Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Sjá meira
Þegar kynslóðirnar á undan okkur horfðu til framtíðar sáu þau fyrir sér langt líf með fjölskyldu sinni, börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Þau sáu fyrir sér framtíð barna sinna á sama hátt og þeirra eigin, nema betri - meiri lífsgæði og betra samfélag. Þegar ég horfi fram á veginn, verandi 22 ára háskólanemi, hef ég því miður ekki sömu framtíðarsýn og kynslóð foreldra minna hafði á sínum tíma. Þegar ég hugsa um framtíðina birtast mér hörmungar og hamfarir. Matarskortur, vatnsskortur og straumur flóttafólks. Ég stend frammi fyrir þeirri ákvörðun að velja nám og starfsvettvang að því loknu en óttast að það verði of seint að grípa í taumana þegar ég fæ skírteinið í hendurnar. Allt útaf því að lítill hluti mannkynsins er búinn að vera á alltof löngu fylleríi; taumlausu neyslu-djammi þar sem markaðsöflin hafa leitt okkur áfram í ofneyslu á kostnað umhverfisins. Stjórnvöld og fyrirtæki neita að horfast í augu við ástandið og takast á við afleiðingarnar og ætla frekar að láta næstu kynslóðir takast á við þynnkuna sem mun fylgja. Loftslagskvíði er nokkuð nýr af nálinni en það er raunverulegur ótti sem flest ungt fólk upplifir með einum eða öðrum hætti. Út frá minni reynslu lýsir loftslagskvíði sér sem óstjórnlegur kvíði gagnvart framtíðinni vegna hamfarahlýnunar. Kvíði gagnvart því að ekki verði gripið til aðgerða - að mamma og pabbi neiti að hætta að djamma - og afleiðingarnar verði gífulegar og óyfirstíganlegar. Á örfáum árum hefur ímyndin um framtíðina snúist frá háþróuðum tækniheimi með fljúgandi bílum yfir í heim hamfara og ungt fólk fyllist kvíða yfir því að þurfa að takast á við þetta. Við unga fólkið getum farið í verkföll, skrifað greinar og látið í okkur heyra á samfélagsmiðlum, en það er ríkisstjórnin, stjórnvöld og fyrirtækin í landinu sem bera ábyrgðina og hafa valdið til að bregðast strax við. Þar er Háskóli Íslands engin undantekning sem einn stærsti vinnustaður landsins. Háskólinn sem menntastofnun á að vera framsýn stofnun og þar með leiðandi í umhverfismálum. Stúdentar vilja ekki að Háskólinn láti á sér standa heldur geri raunverulegar breytingar sem skapa betri framtíð fyrir námsfólk sem og aðra. Stefna Röskvu felur í sér margar leiðir til úrbóta fyrir umhverfið, allt frá því að auka verulega hlutfall vegan máltíða í Hámu og hætta notkun á einnota plastumbúðum yfir í að koma upp hjólaleigu á Háskólasvæðinu. Við viljum græna stúdentagarða sem bjóða upp á betri flokkun og lágvöruverslun fyrir stúdenta sem myndi stuðla verulega að sjálfbæru háskólasamfélagi. Við þurfum róttækar breytingar og Háskólinn er í kjör aðstæðum til að taka af skarið, vera fyrstur heim af djamminu og grípa til aðgerða.Höfundur er forseti Röskvu og varafulltrúi í Stúdentaráði
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun