Hvert er fyrsta skrefið í átt að sjálfbæru háskólasamfélagi? Eyrún Baldursdóttir skrifar 28. júní 2019 15:40 Öll þurfum við að leggja okkar af mörkum ef árangur í loftslagsmálum á að nást. Í því felst meðal annars að breyta lifnaðarháttum okkar í átt að sjálfbærari og umhverfisvænni lífstíl sem gengur ekki um of á auðlindir og lífríki jarðar. Háskólasamfélagið er ekki undanskilið þeirri ábyrgð sem hvílir á stjórnvöldum, fyrirtækjum sem og einstaklingum í þessari baráttu við loftslagsbreytingar. Háskóli Íslands, Reykjavíkurborg, Félagsstofnun stúdenta ásamt öllum þeim aðilum sem koma að mótun háskólasvæðisins ber að hafa umhverfisvernd og sjálfbærni að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku um framtíð háskólasvæðisins. Vilji Röskvuliða er skýr. Við viljum umhverfisvæna og sjálfbæra stúdentagarða þar sem hægt er flokka lífrænan úrgang. Við viljum öflugar almenningssamgöngur. Við viljum háskólasvæði þar sem eru upplýstir göngu- og hjólastígar milli bygginga. Öll uppbygging á háskólasvæðinu á að miða að sjálfbæru samfélagi þar sem stúdentar geta lifað bíllausum lífstíl og sótt grunnþjónustu í sínu nærumhverfi. Einn mikilvægasti þáttur þess er að matvöruverslun opni á svæðinu, en næstu lágvöruverslanir er að finna í 2,5- 4 km fjarlægð frá stúdentagörðum. Það þýðir að stúdentar þurfa að ganga í u.þ.b. 40 mínútur ætli þeir sér ekki að nota einkabíl eða strætó, nú eða versla við einu búðina á háskólasvæðinu, Háskólabúðina, sem rekin er af 10-11 og mun seint teljast hagkvæm fyrir veski stúdenta og býður ekki uppá fullnægjandi matvöruúrval. Matvöruverslun á háskólasvæðinu myndi auðvelda stúdentum og starfsfólki háskólans að sporna gegn loftslagsbreytingum og styðja við bíllausan lífstíl stúdenta og sjálfbært háskólasamfélag, auk þess að rekstur einkabíls er gríðarlega kostnaðarsamur og ekki á færi allra stúdenta. Svo má ekki gleyma því að lágvöruverslun á svæðinu myndi þjónusta fleiri en stúdenta, og nágrannar háskólasvæðisins í Vesturbænum og Skerjafirði myndu njóta góðs af. Ég skora því á eigendur lágvöruverslanakeðja að láta til skarar skríða og svara kalli stúdenta um almennilega matvöruverslun á háskólasvæðið. Húsnæði er í boði, t.d. í nýju húsnæði Grósku sem rís á Vísindagörðunum. Svona uppbygging er hluti af stefnu stúdentahreyfingarinnar Röskvu um framtíð háskólasvæðisins og átti fylkingin meðal annars fund með framkvæmdastjóra Vísindagarða í upphafi árs um málið og fékk mjög jákvæð viðbrögð. Á sama fundi var einnig rætt um fleiri atriði sem er að finna í stefnu Röskvu um framtíð háskólasvæðisins, til dæmis að fá heilsugæslu fyrir stúdenta á háskólasvæðið og líkamsræktarstöð með aðgengi. Í greinagerð með samþykktu deiliskipulagi frá 12.maí 2016 liggur fyrir heimild til þess að starfrækja matvöruverslun á svæði Vísindagarða. Fulltrúar Vísindagarða eru jákvæðir og gera ráð fyrir þjónustunni í sínu deiliskipulagi. Eina sem vantar er vilji búðareiganda til að koma til móts við þarfir stúdenta.Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyrún Baldursdóttir Loftslagsmál Skóla - og menntamál Umhverfismál Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Öll þurfum við að leggja okkar af mörkum ef árangur í loftslagsmálum á að nást. Í því felst meðal annars að breyta lifnaðarháttum okkar í átt að sjálfbærari og umhverfisvænni lífstíl sem gengur ekki um of á auðlindir og lífríki jarðar. Háskólasamfélagið er ekki undanskilið þeirri ábyrgð sem hvílir á stjórnvöldum, fyrirtækjum sem og einstaklingum í þessari baráttu við loftslagsbreytingar. Háskóli Íslands, Reykjavíkurborg, Félagsstofnun stúdenta ásamt öllum þeim aðilum sem koma að mótun háskólasvæðisins ber að hafa umhverfisvernd og sjálfbærni að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku um framtíð háskólasvæðisins. Vilji Röskvuliða er skýr. Við viljum umhverfisvæna og sjálfbæra stúdentagarða þar sem hægt er flokka lífrænan úrgang. Við viljum öflugar almenningssamgöngur. Við viljum háskólasvæði þar sem eru upplýstir göngu- og hjólastígar milli bygginga. Öll uppbygging á háskólasvæðinu á að miða að sjálfbæru samfélagi þar sem stúdentar geta lifað bíllausum lífstíl og sótt grunnþjónustu í sínu nærumhverfi. Einn mikilvægasti þáttur þess er að matvöruverslun opni á svæðinu, en næstu lágvöruverslanir er að finna í 2,5- 4 km fjarlægð frá stúdentagörðum. Það þýðir að stúdentar þurfa að ganga í u.þ.b. 40 mínútur ætli þeir sér ekki að nota einkabíl eða strætó, nú eða versla við einu búðina á háskólasvæðinu, Háskólabúðina, sem rekin er af 10-11 og mun seint teljast hagkvæm fyrir veski stúdenta og býður ekki uppá fullnægjandi matvöruúrval. Matvöruverslun á háskólasvæðinu myndi auðvelda stúdentum og starfsfólki háskólans að sporna gegn loftslagsbreytingum og styðja við bíllausan lífstíl stúdenta og sjálfbært háskólasamfélag, auk þess að rekstur einkabíls er gríðarlega kostnaðarsamur og ekki á færi allra stúdenta. Svo má ekki gleyma því að lágvöruverslun á svæðinu myndi þjónusta fleiri en stúdenta, og nágrannar háskólasvæðisins í Vesturbænum og Skerjafirði myndu njóta góðs af. Ég skora því á eigendur lágvöruverslanakeðja að láta til skarar skríða og svara kalli stúdenta um almennilega matvöruverslun á háskólasvæðið. Húsnæði er í boði, t.d. í nýju húsnæði Grósku sem rís á Vísindagörðunum. Svona uppbygging er hluti af stefnu stúdentahreyfingarinnar Röskvu um framtíð háskólasvæðisins og átti fylkingin meðal annars fund með framkvæmdastjóra Vísindagarða í upphafi árs um málið og fékk mjög jákvæð viðbrögð. Á sama fundi var einnig rætt um fleiri atriði sem er að finna í stefnu Röskvu um framtíð háskólasvæðisins, til dæmis að fá heilsugæslu fyrir stúdenta á háskólasvæðið og líkamsræktarstöð með aðgengi. Í greinagerð með samþykktu deiliskipulagi frá 12.maí 2016 liggur fyrir heimild til þess að starfrækja matvöruverslun á svæði Vísindagarða. Fulltrúar Vísindagarða eru jákvæðir og gera ráð fyrir þjónustunni í sínu deiliskipulagi. Eina sem vantar er vilji búðareiganda til að koma til móts við þarfir stúdenta.Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun