Leitin að kjarna málsins Sverrir Björnsson skrifar 27. júní 2019 13:15 Þjóðskáldin hafa lýst því hvernig okkur Íslendingum er illmögulegt að ræða kjarna mála. Nú síðast Hallgrímur Helgason í 60 kílóum af sólskini: „Og þannig var þjóðlífið allt. Engin plön náðu lengra en fram á kvöld og engin ákvörðun var endanleg, öll samtöl án niðurstöðu.“ Sjaldan hefur þessi sannleikur birst með augljósari hætti en undanfarnar vikur á Alþingi. Annars vegar í lopaspuna Miðflokksmanna daga og nætur sem var samt ómögulegt að skýra mál sitt. Hins vegar skiluðu allir aðrir á þinginu auðu í leitinni að kjarna málsins með því að staglast á: „Enginn sæstrengur án samþykkis Alþingis.“Eigum við að bjarga heiminum? Pólitíkusarnir virðast ætla að verða síðastir til að skilja að við Íslendingar höfum gullið tækifæri til að taka mikilvæg skref til að bjarga vistkerfi heimsins og auka um leið hagsæld í landinu. Jöklarnir bráðna svo hratt að vatnsrennsli á virkjanasvæði Landsvirkjunar hefur aukist um 8% og mun aukast mikið á næstu áratugum. Ergo, stóraukin rafmag nsf r a mleiðsla núver a nd i jökulvatnavirkjana. Aukið vatnsafl frá jökulám skapar tækifæri til að friða allar bergvatnsár á Íslandi, fyrir framtíðarkynslóðir og mikilvægasta atvinnuveg þjóðarinnar, ferðamannaiðnaðinn. Það eru vindmyllugarðar á teikniborðinu sem munu framleiða 400- 500 MW. Hið besta mál að nýta umhverfisvænustu og sennilega hagkvæmustu leiðina til raforkuframleiðslu. Við gætum framleitt þúsundir megavatta með vindorku hér á fallegasta rokrassi heimsins. Stærsta skref okkar til að bjarga vistkerfi jarðarinnar er að loka víðasta kolefnispúströri landsins; stóriðjunni. Þá losnar mikil orka úr læðingi. Í framtíð margfalt meiri orkuframleiðslu rafvæðum við Ísland, samgöngur, iðnað, sjávarútveg og ræktum hér heima það sem við þurfum, en jafnvel þá verður mikið eftir. Hvað á að gera við orkuna? Mengandi ál-, járn- og kísiliðnaður tilheyrir fortíðinni. Bitcoinnámurnar eru að tæmast og gagnarisarnir Google og co. hafa sett sig niður í löndum með öruggara gagnasamband. Það er ekki góð viðskiptahugmynd og óumhverfisvæn að rækta hér ávexti og grænmeti og flytja um langan veg þar sem kjöraðstæður eru til ræktunar. Kaffi til Brasilíu? Sæstrengur er í dag eina leiðin í sjónmáli. Fjárfestar eru þegar byrjaðir að tryggja sér orkunýtingarréttindi, margfalt hærra orkuverð handan hafsins freistar. Það er góður kostur fyrir þjóðina að hámarka afrakstur orkunnar og vernda umhverfið með sæstreng. Hærra orkuverð á Íslandi verður auðvelt að jafna t.d. með lægri sköttum eða borgaralaunum, ef ríkið á og rekur orkufyrirtækin. Ef einkafyrirtæki taka til sín megnið af arðinum líkt og nú er raunin í sjávarútvegi og orkunýtingu mun almenningur ekki njóta ávaxtanna líkt og Norðmenn gera. Hér heima og í Evrópusambandinu eru einkvæðingarsinnar áfjáðir í að komast í orkuauðinn. ESB er líkt og hægri flokkarnir hér heima gegnsýrt af frjálshyggjuhugmyndum um einkavæðingu á grunnstoðum samfélagsins. Það sem Alþingi ætti að ræða daga og nætur í allt sumar, og alla vetur er: Hvernig björgum við vistkerfi jarðarinnar með umhverfisvænni orku og tryggjum almenningi arðinn af auðlindum sínum? Það er kjarni málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Stóriðja Umhverfismál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðskáldin hafa lýst því hvernig okkur Íslendingum er illmögulegt að ræða kjarna mála. Nú síðast Hallgrímur Helgason í 60 kílóum af sólskini: „Og þannig var þjóðlífið allt. Engin plön náðu lengra en fram á kvöld og engin ákvörðun var endanleg, öll samtöl án niðurstöðu.“ Sjaldan hefur þessi sannleikur birst með augljósari hætti en undanfarnar vikur á Alþingi. Annars vegar í lopaspuna Miðflokksmanna daga og nætur sem var samt ómögulegt að skýra mál sitt. Hins vegar skiluðu allir aðrir á þinginu auðu í leitinni að kjarna málsins með því að staglast á: „Enginn sæstrengur án samþykkis Alþingis.“Eigum við að bjarga heiminum? Pólitíkusarnir virðast ætla að verða síðastir til að skilja að við Íslendingar höfum gullið tækifæri til að taka mikilvæg skref til að bjarga vistkerfi heimsins og auka um leið hagsæld í landinu. Jöklarnir bráðna svo hratt að vatnsrennsli á virkjanasvæði Landsvirkjunar hefur aukist um 8% og mun aukast mikið á næstu áratugum. Ergo, stóraukin rafmag nsf r a mleiðsla núver a nd i jökulvatnavirkjana. Aukið vatnsafl frá jökulám skapar tækifæri til að friða allar bergvatnsár á Íslandi, fyrir framtíðarkynslóðir og mikilvægasta atvinnuveg þjóðarinnar, ferðamannaiðnaðinn. Það eru vindmyllugarðar á teikniborðinu sem munu framleiða 400- 500 MW. Hið besta mál að nýta umhverfisvænustu og sennilega hagkvæmustu leiðina til raforkuframleiðslu. Við gætum framleitt þúsundir megavatta með vindorku hér á fallegasta rokrassi heimsins. Stærsta skref okkar til að bjarga vistkerfi jarðarinnar er að loka víðasta kolefnispúströri landsins; stóriðjunni. Þá losnar mikil orka úr læðingi. Í framtíð margfalt meiri orkuframleiðslu rafvæðum við Ísland, samgöngur, iðnað, sjávarútveg og ræktum hér heima það sem við þurfum, en jafnvel þá verður mikið eftir. Hvað á að gera við orkuna? Mengandi ál-, járn- og kísiliðnaður tilheyrir fortíðinni. Bitcoinnámurnar eru að tæmast og gagnarisarnir Google og co. hafa sett sig niður í löndum með öruggara gagnasamband. Það er ekki góð viðskiptahugmynd og óumhverfisvæn að rækta hér ávexti og grænmeti og flytja um langan veg þar sem kjöraðstæður eru til ræktunar. Kaffi til Brasilíu? Sæstrengur er í dag eina leiðin í sjónmáli. Fjárfestar eru þegar byrjaðir að tryggja sér orkunýtingarréttindi, margfalt hærra orkuverð handan hafsins freistar. Það er góður kostur fyrir þjóðina að hámarka afrakstur orkunnar og vernda umhverfið með sæstreng. Hærra orkuverð á Íslandi verður auðvelt að jafna t.d. með lægri sköttum eða borgaralaunum, ef ríkið á og rekur orkufyrirtækin. Ef einkafyrirtæki taka til sín megnið af arðinum líkt og nú er raunin í sjávarútvegi og orkunýtingu mun almenningur ekki njóta ávaxtanna líkt og Norðmenn gera. Hér heima og í Evrópusambandinu eru einkvæðingarsinnar áfjáðir í að komast í orkuauðinn. ESB er líkt og hægri flokkarnir hér heima gegnsýrt af frjálshyggjuhugmyndum um einkavæðingu á grunnstoðum samfélagsins. Það sem Alþingi ætti að ræða daga og nætur í allt sumar, og alla vetur er: Hvernig björgum við vistkerfi jarðarinnar með umhverfisvænni orku og tryggjum almenningi arðinn af auðlindum sínum? Það er kjarni málsins.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun