Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2019 08:24 Cory Booker (t.v.), Elizabeth Warren (f.m.) og Beto O'Rourke á kappræðusviðinu í gærkvöldi. AP/Wilfredo Lee Fyrstu sjónvarpskappræður frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári fóru fram í gærkvöldi. Þar tókust frambjóðendur meðal annars á um hvort að leggja ætti af einkasjúkratryggingar en voru sammála um að innflytjendastefna Trump forseta væri harðneskjuleg. Á þriðja tug frambjóðenda er í forvali demókrata á þessu sinni en tuttugu þeirra voru gjaldgengir til að taka þátt í sjónvarpskappræðunum. Fyrstu kappræðunum er skipt upp í tvö kvöld. Tíu frambjóðendur tóku þátt í gærkvöldi en hinir tíu etja kappi í kvöld. Alls eru tólf kappræður á dagskránni í forvali Demókrataflokksins. Á meðal frambjóðenda á sviðinu í Miami í Flórída í gær var Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, sem hefur styrkt sig í skoðanakönnunum undanfarið. Mælist hún nú með svipað fylgi og Bernie Sanders, óháði öldungadeildarþingmaðurinn frá Vermont, en þau eru bæði töluvert á eftir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Biden og Sanders taka þátt í seinni hluta kappræðnanna í kvöld. Beto O‘Rourke, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður frá Texas, Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður frá Minnesota, og Cory Booker, öldungadeildarþingmaður frá New Jersey, voru á meðal þeirra sem deildu sviðinu með Warren í gær. Warren var önnur af tveimur frambjóðendum á sviðinu í gær sem sagðist fylgjandi því að taka upp opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla og leggja af einkasjúkratryggingar. Sagði hún tryggingafyrirtæki sem bjóða upp á slíkar tryggingar notfæra sér almenning, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það sem þau eru að segja ykkur er að þau munu ekki berjast fyrir því. Heilbrigðisþjónusta er grundvallarréttur og ég mun berjast fyrir honum,“ sagði Warren um flokkssystkini sín sem studdu ekki opinbert heilbrigðiskerfi fyrir allan almenning. O‘Rourke fullyrti á móti að einkasjúkratryggingar væru grundvallaratriði til að hægt væri að veita öllum landsmönnum heilbrigðisþjónustu.Frambjóðendur tíu á sviði í gærkvöldi. Flestir frambjóðendanna 23 í forvalinu mælast með innan við 2% fylgi.AP/Wilfredo LeeReyndu að vekja á sér athygli Frambjóðendurnir veigruðu sér við því að beina spjótum sínum að forystusauðnum Biden. Washington Post segir að frambjóðendurnir hafi sjaldan ávarpað hver annan beint og hafi að mestu haldið sig við undirbúnar ræður. Markmið margra þeirra hafi að líkindum verið að kynna sig fyrir þjóðinni. Þess í stað beindu þeir frekar spjótum sínum að stefnumálum Trump forseta án þess þó að vega að honum beint. Þar fóru hæsta innflytjendamál og landamærin að Mexíkó þar sem forsetinn hefur lýst yfir neyðarástandi. Margir frambjóðendanna lýstu þeirri skoðun sinni að afglæpavæða ætti för fólks yfir landamærin. Trump-stjórnin hefur rekið þá stefnu að handtaka og halda öllum þeim sem koma ólöglega yfir landamærin. Um tíma skildi hún þá að fjölskyldur sem hafa enn ekki verið sameinaðar, um ári eftir að aðskilnaðarstefnan var lögð af. Trump forseti, sem hafði látið að því liggja að hann myndi tísta um kappræðurnar í beinni útsendingu, sagðist ætla að láta það vera þar sem hann yrði í flugi til Japan til að taka þátt í G20-fundi á meðan á kappræðunum stæði. Nokkru síðar tísti hann þó „LEIÐINLEGT!“ og virtist þar eiga við kappræðurnar frekar en flugferðina. Þegar hann sendi út tístið voru frambjóðendurnir að ræða dauða ungs föður frá El Salvador og tveggja ára gamallar dóttur hans á landamærunum í vikunni. Talsmaður forsetaframboðs Trump sagði í yfirlýsingu eftir kappræðurnar að þær hefðu verið bestu rökin fyrir endurkjöri Trump. Sakaði hann demókrata um að aðhyllast öfgavinstristefnu og sósíalisma, að sögn Reuters-fréttastofunnar.BORING!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 27, 2019 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira
Fyrstu sjónvarpskappræður frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári fóru fram í gærkvöldi. Þar tókust frambjóðendur meðal annars á um hvort að leggja ætti af einkasjúkratryggingar en voru sammála um að innflytjendastefna Trump forseta væri harðneskjuleg. Á þriðja tug frambjóðenda er í forvali demókrata á þessu sinni en tuttugu þeirra voru gjaldgengir til að taka þátt í sjónvarpskappræðunum. Fyrstu kappræðunum er skipt upp í tvö kvöld. Tíu frambjóðendur tóku þátt í gærkvöldi en hinir tíu etja kappi í kvöld. Alls eru tólf kappræður á dagskránni í forvali Demókrataflokksins. Á meðal frambjóðenda á sviðinu í Miami í Flórída í gær var Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, sem hefur styrkt sig í skoðanakönnunum undanfarið. Mælist hún nú með svipað fylgi og Bernie Sanders, óháði öldungadeildarþingmaðurinn frá Vermont, en þau eru bæði töluvert á eftir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Biden og Sanders taka þátt í seinni hluta kappræðnanna í kvöld. Beto O‘Rourke, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður frá Texas, Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður frá Minnesota, og Cory Booker, öldungadeildarþingmaður frá New Jersey, voru á meðal þeirra sem deildu sviðinu með Warren í gær. Warren var önnur af tveimur frambjóðendum á sviðinu í gær sem sagðist fylgjandi því að taka upp opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla og leggja af einkasjúkratryggingar. Sagði hún tryggingafyrirtæki sem bjóða upp á slíkar tryggingar notfæra sér almenning, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það sem þau eru að segja ykkur er að þau munu ekki berjast fyrir því. Heilbrigðisþjónusta er grundvallarréttur og ég mun berjast fyrir honum,“ sagði Warren um flokkssystkini sín sem studdu ekki opinbert heilbrigðiskerfi fyrir allan almenning. O‘Rourke fullyrti á móti að einkasjúkratryggingar væru grundvallaratriði til að hægt væri að veita öllum landsmönnum heilbrigðisþjónustu.Frambjóðendur tíu á sviði í gærkvöldi. Flestir frambjóðendanna 23 í forvalinu mælast með innan við 2% fylgi.AP/Wilfredo LeeReyndu að vekja á sér athygli Frambjóðendurnir veigruðu sér við því að beina spjótum sínum að forystusauðnum Biden. Washington Post segir að frambjóðendurnir hafi sjaldan ávarpað hver annan beint og hafi að mestu haldið sig við undirbúnar ræður. Markmið margra þeirra hafi að líkindum verið að kynna sig fyrir þjóðinni. Þess í stað beindu þeir frekar spjótum sínum að stefnumálum Trump forseta án þess þó að vega að honum beint. Þar fóru hæsta innflytjendamál og landamærin að Mexíkó þar sem forsetinn hefur lýst yfir neyðarástandi. Margir frambjóðendanna lýstu þeirri skoðun sinni að afglæpavæða ætti för fólks yfir landamærin. Trump-stjórnin hefur rekið þá stefnu að handtaka og halda öllum þeim sem koma ólöglega yfir landamærin. Um tíma skildi hún þá að fjölskyldur sem hafa enn ekki verið sameinaðar, um ári eftir að aðskilnaðarstefnan var lögð af. Trump forseti, sem hafði látið að því liggja að hann myndi tísta um kappræðurnar í beinni útsendingu, sagðist ætla að láta það vera þar sem hann yrði í flugi til Japan til að taka þátt í G20-fundi á meðan á kappræðunum stæði. Nokkru síðar tísti hann þó „LEIÐINLEGT!“ og virtist þar eiga við kappræðurnar frekar en flugferðina. Þegar hann sendi út tístið voru frambjóðendurnir að ræða dauða ungs föður frá El Salvador og tveggja ára gamallar dóttur hans á landamærunum í vikunni. Talsmaður forsetaframboðs Trump sagði í yfirlýsingu eftir kappræðurnar að þær hefðu verið bestu rökin fyrir endurkjöri Trump. Sakaði hann demókrata um að aðhyllast öfgavinstristefnu og sósíalisma, að sögn Reuters-fréttastofunnar.BORING!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 27, 2019
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira