Undirbúum næsta hagvaxtaskeið Ingólfur Bender skrifar 26. júní 2019 08:00 Nú þegar hagkerfið siglir inn í samdrátt er það áleitin spurning á hverju við byggjum næsta hagvaxtarskeið. Með réttum aðgerðum má milda niðursveifluna og tryggja að næsta uppsveifla verði gjöful. Með sterkri samkeppnishæfni atvinnulífsins má auka velferð og bæta lífsgæði. Í því sambandi þarf skýra framtíðarsýn. Við viljum að verðmætasköpunin verði drifin áfram af sjálfbærri nýtingu auðlinda, mikilli nýsköpun, vel menntuðu og hæfileikaríku vinnuafli, traustum innviðum sem uppfylla þarfir samfélagsins og skilvirku, hagkvæmu og stöðugu starfsumhverfi. Ísland er mjög háð erlendum viðskiptum. Nýliðin efnahagsuppsveifla var í því sambandi, líkt og flestar aðrar uppsveiflur í íslenskri efnahagssögu, drifin áfram af auknum gjaldeyristekjum. Sagan kennir að ef við viljum skara fram úr litið til framtíðar verðum við að skapa og nýta viðskiptatækifærin til að auka útflutningstekjur.Hugmyndum breytt í verðmæti Samsetning gjaldeyristekna skiptir hér sköpum en árangursríkast er að skapa þær gjaldeyristekjur sem auka innlenda verðmætasköpun hvað mest. Þannig aukum við efnahagsleg lífsgæði í landinu. Nýsköpun sem felst í að breyta hugmyndum í verðmæti er lykillinn að auknum gjaldeyristekjum og hagvexti í framtíðinni, hvort heldur sem er í nýjum sprotum eða í rótgróinni starfsemi. Gjaldeyristekjur þjóðarbúsins grundvallast nú að stórum hluta á nýtingu náttúruauðlinda. Vegna takmarkaðs umfangs og mikillar nýtingar þessara auðlinda landsins verður hagvöxtur framtíðarinnar að byggja í auknum mæli á hátækniframleiðslu og -þjónustu til útflutnings. Mikilvægt er að náttúruauðlindir landsins muni áfram gefa atvinnulífinu samkeppnisforskot og móta þannig sérhæfingu hagkerfisins. Framþróun efnahagslífsins ræðst af því hversu vel okkur tekst að nýta það forskot til aukinnar verðmætasköpunar.Talsverður viðnámsþróttur Þrátt fyrir merki um samdrátt stendur íslenska hagkerfið á margan máta vel um þessar mundir. Efnahagsleg lífsgæði hér á landi eru með því sem best gerist í heiminum. Mikilvægt er að byggja á þeim styrkleikum sem hafa skapað okkur þessa stöðu þegar litið er til framtíðar. Þjóðarbúið er ríkt af náttúruauðlindum, með talsvert sterka innviði og vel menntað vinnuafl sem býr yfir miklu frumkvæði og krafti. Hagkerfið er opið og sveigjanlegt sem hefur meðal annars hjálpað við að takast á við miklar efnahagssveiflur í fortíð. Viðnámsþróttur efnahagslífsins er talsverður nú þegar tekist er á við niðursveifluna. Gjaldeyrisforði Seðlabankans er öflugur og erlend staða þjóðarbúsins jákvæð. Þá hefur eiginfjárstaða heimilanna styrkst mikið í nýliðinni uppsveiflu og skuldastaða þeirra hefur að sama skapi batnað. Einnig er fjárhagsstaða ríkissjóðs nokkuð sterk í alþjóðlegum samanburði sem gefur svigrúm til að milda efnahagsleg áhrif þess samdráttar sem vofir yfir með hagstjórnaraðgerðum á sviði opinberra fjármála í samspili við stjórn peningamála.Viðamiklar áskoranir Þó staðan sé á margan máta sterk stendur íslenska hagkerfið frammi fyrir viðamiklum áskorunum á sviði efnahagsmála. Veikleikar hagkerfisins eru í því sambandi bæði áskoranir og tækifæri til framþróunar. Þannig er starfsumhverfið óstöðugt og á margan hátt bæði óhagkvæmt og óskilvirkt. Verkefnið nú er að nýta hagstjórnartækin til að tryggja mjúka lendingu hagkerfisins og undirbyggja hagvöxt til lengri tíma. Með öflugri verðmætasköpun á mörgum sviðum má einnig tryggja aukinn stöðugleika. Þá má nefna að menntakerfið er ekki að mæta nægjanlega vel þörfum atvinnulífs og heimila. Leiða þarf saman færni mannauðsins og þarfir atvinnulífsins með skilvirkum og hagkvæmum hætti. Uppbyggingu og viðhaldi innviða hefur ekki verið sinnt sem skyldi og hvatar til nýsköpunar eru ekki nægjanlegir. Hagkvæmir, skilvirkir og áreiðanlegir innviðir sem þjóna þörfum atvinnulífs og heimila skila sér í aukinni velmegun og betri lífsgæðum fyrir íbúa. Við getum gert betur og byggt þannig undir hagvöxt framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingólfur Bender Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar hagkerfið siglir inn í samdrátt er það áleitin spurning á hverju við byggjum næsta hagvaxtarskeið. Með réttum aðgerðum má milda niðursveifluna og tryggja að næsta uppsveifla verði gjöful. Með sterkri samkeppnishæfni atvinnulífsins má auka velferð og bæta lífsgæði. Í því sambandi þarf skýra framtíðarsýn. Við viljum að verðmætasköpunin verði drifin áfram af sjálfbærri nýtingu auðlinda, mikilli nýsköpun, vel menntuðu og hæfileikaríku vinnuafli, traustum innviðum sem uppfylla þarfir samfélagsins og skilvirku, hagkvæmu og stöðugu starfsumhverfi. Ísland er mjög háð erlendum viðskiptum. Nýliðin efnahagsuppsveifla var í því sambandi, líkt og flestar aðrar uppsveiflur í íslenskri efnahagssögu, drifin áfram af auknum gjaldeyristekjum. Sagan kennir að ef við viljum skara fram úr litið til framtíðar verðum við að skapa og nýta viðskiptatækifærin til að auka útflutningstekjur.Hugmyndum breytt í verðmæti Samsetning gjaldeyristekna skiptir hér sköpum en árangursríkast er að skapa þær gjaldeyristekjur sem auka innlenda verðmætasköpun hvað mest. Þannig aukum við efnahagsleg lífsgæði í landinu. Nýsköpun sem felst í að breyta hugmyndum í verðmæti er lykillinn að auknum gjaldeyristekjum og hagvexti í framtíðinni, hvort heldur sem er í nýjum sprotum eða í rótgróinni starfsemi. Gjaldeyristekjur þjóðarbúsins grundvallast nú að stórum hluta á nýtingu náttúruauðlinda. Vegna takmarkaðs umfangs og mikillar nýtingar þessara auðlinda landsins verður hagvöxtur framtíðarinnar að byggja í auknum mæli á hátækniframleiðslu og -þjónustu til útflutnings. Mikilvægt er að náttúruauðlindir landsins muni áfram gefa atvinnulífinu samkeppnisforskot og móta þannig sérhæfingu hagkerfisins. Framþróun efnahagslífsins ræðst af því hversu vel okkur tekst að nýta það forskot til aukinnar verðmætasköpunar.Talsverður viðnámsþróttur Þrátt fyrir merki um samdrátt stendur íslenska hagkerfið á margan máta vel um þessar mundir. Efnahagsleg lífsgæði hér á landi eru með því sem best gerist í heiminum. Mikilvægt er að byggja á þeim styrkleikum sem hafa skapað okkur þessa stöðu þegar litið er til framtíðar. Þjóðarbúið er ríkt af náttúruauðlindum, með talsvert sterka innviði og vel menntað vinnuafl sem býr yfir miklu frumkvæði og krafti. Hagkerfið er opið og sveigjanlegt sem hefur meðal annars hjálpað við að takast á við miklar efnahagssveiflur í fortíð. Viðnámsþróttur efnahagslífsins er talsverður nú þegar tekist er á við niðursveifluna. Gjaldeyrisforði Seðlabankans er öflugur og erlend staða þjóðarbúsins jákvæð. Þá hefur eiginfjárstaða heimilanna styrkst mikið í nýliðinni uppsveiflu og skuldastaða þeirra hefur að sama skapi batnað. Einnig er fjárhagsstaða ríkissjóðs nokkuð sterk í alþjóðlegum samanburði sem gefur svigrúm til að milda efnahagsleg áhrif þess samdráttar sem vofir yfir með hagstjórnaraðgerðum á sviði opinberra fjármála í samspili við stjórn peningamála.Viðamiklar áskoranir Þó staðan sé á margan máta sterk stendur íslenska hagkerfið frammi fyrir viðamiklum áskorunum á sviði efnahagsmála. Veikleikar hagkerfisins eru í því sambandi bæði áskoranir og tækifæri til framþróunar. Þannig er starfsumhverfið óstöðugt og á margan hátt bæði óhagkvæmt og óskilvirkt. Verkefnið nú er að nýta hagstjórnartækin til að tryggja mjúka lendingu hagkerfisins og undirbyggja hagvöxt til lengri tíma. Með öflugri verðmætasköpun á mörgum sviðum má einnig tryggja aukinn stöðugleika. Þá má nefna að menntakerfið er ekki að mæta nægjanlega vel þörfum atvinnulífs og heimila. Leiða þarf saman færni mannauðsins og þarfir atvinnulífsins með skilvirkum og hagkvæmum hætti. Uppbyggingu og viðhaldi innviða hefur ekki verið sinnt sem skyldi og hvatar til nýsköpunar eru ekki nægjanlegir. Hagkvæmir, skilvirkir og áreiðanlegir innviðir sem þjóna þörfum atvinnulífs og heimila skila sér í aukinni velmegun og betri lífsgæðum fyrir íbúa. Við getum gert betur og byggt þannig undir hagvöxt framtíðarinnar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun