Tími til að vakna Snorri Örn Arnaldsson skrifar 25. júní 2019 16:24 Síðustu misseri hefur nokkuð verið rætt um aðstöðumál landsliða og íþróttahreyfingarinnar, enda ekki vanþörf á. Mikið hefur verið ritað um Laugardalsvöll, ég ætla því að láta það ógert að blanda mér í það mál. Aftur á móti ætla ég að beina spjótum mínum að aðstöðuleysi körfubolta- og handboltalandsliðanna. KKÍ og HSÍ hafa barist ötullega fyrir bættri aðstöðu, en því miður ekki enn haft erindi sem erfiði.Úrelt keppnishöll Laugardalshöllin hefur þjónað landanum með ágætum frá því hún var tekin í notkun 1965, fyrir 54 árum síðan. Á þeim tíma var talið að höllin myndi nýtast í um 20 ár, en þó nokkuð er komið fram yfir þær áætlanir. Það væri svo sem ekkert vandamál ef höllin þjónaði því hlutverki sem henni er ætlað, að hýsa landsleiki í samræmi við þær kröfur og reglur sem um þá viðburði gilda. Þar stendur hnífurinn einmitt í kúnni, og er pikkfastur. Höllin uppfyllir fæsta þá staðla sem um keppnishallir gilda, og skiptir þá engu hvar tæpt er niður. Búningsaðstaða, aðstaða fyrir sjúkraþjálfun, aðstaða fyrir upphitun, stærð gólfflatar, fjöldi bílastæða, aðstaða fyrir fjölmiðla, aðstaða fyrir áhorfendur, aðkoma áhorfenda, aðstaða fyrir veitingasölu, aðstaða fyrir dómara, aðstaða til lyfjaprófana, lýsing og fjöldi sæta fyrir áhorfendur eru nokkur atriði sem má telja til. Í stuttu máli, þá er Laugardalshöllin að daðra við brottrekstrarvillu, eða á gulu spjaldi, hvernig sem við viljum orða það, og þess er ekki langt að bíða að FIBA og IHF/EHF banni landsleiki í Laugardalshöllinni. Landslið í íþróttatösku Landslið í körfubolta og handbolta þurfa að reiða sig á velvilja sinna aðildarfélaga til að fá æfingatíma fyrir landsliðin. A landslið, U21, U20, U19, U18, U17, U16, U15 og önnur afreksverkefni treysta á að aðildarfélögin spili með í þessu aðstöðuleysispili sem ríkisvaldið spilar, svo landslið geti undirbúið sig fyrir alþjóðamót. Birst hafa fréttir af því að A landslið hafi þurft að æfa vítt og dreift um höfuðborgarsvæðið í undirbúningi fyrir mikilvæga landsleiki. Heimavöllurinn í Laugardalnum er ekki meiri heimavöllur en svo að landsliðin geta ekki einu sinni undirbúið sig á "heimavelli". Hvað vantar? Hér vantar íþróttahús sem uppfyllir þá staðla og kröfur sem settar eru í dag. Það vantar íþróttahús fyrir meira en 5000 áhorfendur, þar sem aðstaða fyrir keppendur er góð, þar sem gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir fjölmiðla, þar sem gert er ráð fyrir eðlilegri áhorfendaaðstöðu, þar sem gólfflötur er nægilegur og svo mætti áfram telja. Það vantar íþróttahús þar sem landsliðin geta æft og undirbúið sig fyrir alþjóðakeppnir, þar sem sérsamböndin geta sinnt sínu starfi með eðlilegum hætti. Reglugerðin Mennta- og menningarmálaráðherra setti reglugerð 388 um viðurkenningu þjóðarleikvanga í íþróttum árið 2018. Reglugerðin er gott fyrsta skref, en ekki mikið meira en það. Ljóst er að ríkið er ekki að fara eftir eigin reglugerð, en þar stendur orðrétt: „Markmið reglugerðar þessarar er að tryggja að íþróttamannvirki sem nota skal sem þjóðarleikvang í íþróttum séu viðurkennd samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar. Leitast skal við að veita sérsamböndum íþróttagreina, sem hafa skapað sér sterka stöðu alþjóðlega og skipuleggja alþjóðleg íþróttamót á Íslandi, nauðsynlega umgjörð og aðgengi að íþróttamannvirkjum sem standast kröfur um slíkar keppnir.“ Hvað þá? Þeim sem hafa sett sig inn í málin kæmi það lítið á óvart ef þolinmæði alþjóðasambanda myndi þrjóta áður en langt um líður, enda ekki hægt að vera endalaust á undanþágu frá þeim reglum sem öllum öðrum er gert að fylgja. Eina lausnin, þegar þolinmæðina þrýtur, er að leika landsleiki á erlendri grundu. Íslenska íþróttaundrið, eins og árangur íslenskra landsliða og íþróttamanna hefur gjarnan verið nefnt, getur þá ekki spilað á heimavelli. Með hverju ætla stjórnmálamenn að skreyta sig þá á tyllidögum?Höfundur er körfuboltaþjálfari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Íþróttir Körfubolti Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Sjá meira
Síðustu misseri hefur nokkuð verið rætt um aðstöðumál landsliða og íþróttahreyfingarinnar, enda ekki vanþörf á. Mikið hefur verið ritað um Laugardalsvöll, ég ætla því að láta það ógert að blanda mér í það mál. Aftur á móti ætla ég að beina spjótum mínum að aðstöðuleysi körfubolta- og handboltalandsliðanna. KKÍ og HSÍ hafa barist ötullega fyrir bættri aðstöðu, en því miður ekki enn haft erindi sem erfiði.Úrelt keppnishöll Laugardalshöllin hefur þjónað landanum með ágætum frá því hún var tekin í notkun 1965, fyrir 54 árum síðan. Á þeim tíma var talið að höllin myndi nýtast í um 20 ár, en þó nokkuð er komið fram yfir þær áætlanir. Það væri svo sem ekkert vandamál ef höllin þjónaði því hlutverki sem henni er ætlað, að hýsa landsleiki í samræmi við þær kröfur og reglur sem um þá viðburði gilda. Þar stendur hnífurinn einmitt í kúnni, og er pikkfastur. Höllin uppfyllir fæsta þá staðla sem um keppnishallir gilda, og skiptir þá engu hvar tæpt er niður. Búningsaðstaða, aðstaða fyrir sjúkraþjálfun, aðstaða fyrir upphitun, stærð gólfflatar, fjöldi bílastæða, aðstaða fyrir fjölmiðla, aðstaða fyrir áhorfendur, aðkoma áhorfenda, aðstaða fyrir veitingasölu, aðstaða fyrir dómara, aðstaða til lyfjaprófana, lýsing og fjöldi sæta fyrir áhorfendur eru nokkur atriði sem má telja til. Í stuttu máli, þá er Laugardalshöllin að daðra við brottrekstrarvillu, eða á gulu spjaldi, hvernig sem við viljum orða það, og þess er ekki langt að bíða að FIBA og IHF/EHF banni landsleiki í Laugardalshöllinni. Landslið í íþróttatösku Landslið í körfubolta og handbolta þurfa að reiða sig á velvilja sinna aðildarfélaga til að fá æfingatíma fyrir landsliðin. A landslið, U21, U20, U19, U18, U17, U16, U15 og önnur afreksverkefni treysta á að aðildarfélögin spili með í þessu aðstöðuleysispili sem ríkisvaldið spilar, svo landslið geti undirbúið sig fyrir alþjóðamót. Birst hafa fréttir af því að A landslið hafi þurft að æfa vítt og dreift um höfuðborgarsvæðið í undirbúningi fyrir mikilvæga landsleiki. Heimavöllurinn í Laugardalnum er ekki meiri heimavöllur en svo að landsliðin geta ekki einu sinni undirbúið sig á "heimavelli". Hvað vantar? Hér vantar íþróttahús sem uppfyllir þá staðla og kröfur sem settar eru í dag. Það vantar íþróttahús fyrir meira en 5000 áhorfendur, þar sem aðstaða fyrir keppendur er góð, þar sem gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir fjölmiðla, þar sem gert er ráð fyrir eðlilegri áhorfendaaðstöðu, þar sem gólfflötur er nægilegur og svo mætti áfram telja. Það vantar íþróttahús þar sem landsliðin geta æft og undirbúið sig fyrir alþjóðakeppnir, þar sem sérsamböndin geta sinnt sínu starfi með eðlilegum hætti. Reglugerðin Mennta- og menningarmálaráðherra setti reglugerð 388 um viðurkenningu þjóðarleikvanga í íþróttum árið 2018. Reglugerðin er gott fyrsta skref, en ekki mikið meira en það. Ljóst er að ríkið er ekki að fara eftir eigin reglugerð, en þar stendur orðrétt: „Markmið reglugerðar þessarar er að tryggja að íþróttamannvirki sem nota skal sem þjóðarleikvang í íþróttum séu viðurkennd samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar. Leitast skal við að veita sérsamböndum íþróttagreina, sem hafa skapað sér sterka stöðu alþjóðlega og skipuleggja alþjóðleg íþróttamót á Íslandi, nauðsynlega umgjörð og aðgengi að íþróttamannvirkjum sem standast kröfur um slíkar keppnir.“ Hvað þá? Þeim sem hafa sett sig inn í málin kæmi það lítið á óvart ef þolinmæði alþjóðasambanda myndi þrjóta áður en langt um líður, enda ekki hægt að vera endalaust á undanþágu frá þeim reglum sem öllum öðrum er gert að fylgja. Eina lausnin, þegar þolinmæðina þrýtur, er að leika landsleiki á erlendri grundu. Íslenska íþróttaundrið, eins og árangur íslenskra landsliða og íþróttamanna hefur gjarnan verið nefnt, getur þá ekki spilað á heimavelli. Með hverju ætla stjórnmálamenn að skreyta sig þá á tyllidögum?Höfundur er körfuboltaþjálfari
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun