Bayern München varð í dag þýskur meistari í körfubolta karla eftir sigur á Alba Berlin, 93-88, á heimavelli.
Bayern vann einvígi liðanna 3-0 og varð Þýskalandsmeistari annað árið í röð.
Martin Hermannsson skoraði sjö stig í leiknum í dag. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit.
Martin tók einnig eitt frákast og stal boltanum í tvígang. Hann hitti úr þremur af fimm skotum sínum utan af velli.
Martin og félagar ekki meistarar
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Fleiri fréttir
