Þúsundir mótmæltu flugbanni Rússa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2019 14:30 Mótmælin hafa að mestu verið friðsamleg. Ap/Zurab Tsertsvadze Þúsundir mótmælenda komu saman þriðja daginn í röð í Tblisi, höfuðborg Georgíu, til þess að mótmæla afskiptum Rússa af málefnum Georgíu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tilkynnti á föstudag að búið væri að aflýsa öllum flugferðum frá Rússlandi til Georgíu sem er vinsæll áfangastaður rússneskra ferðamanna.Ballið byrjaði á fimmtudaginn þegar hópur mótmælenda kom saman til þess að mótmæla því að rússneska þingmanninum Sergei Gavrilov var boðið að halda ræðu á fundi í þinginu. Pútín svaraði með því að fella niður öll flug rússneskra flugfélaga til Georgíu, að eigin sögn til að vernda þjóðaröryggi Rússlands. Ríkisfjölmiðlar í Rússlandi hafa sagt að mótmælin sé runnin undan rifjum vestrænna aðila sem hafi það að markmiði að tala niður Rússland. Samskipti ríkjanna hafa verið í miklum lægðardal um árabil, eftir stutta innrás Rússlands í Georgíu árið 2008.Mótmælin hafa að mestu verið friðsamleg en þó hafa nokkur hundruð slasast í átökum við lögreglu. Mótmælin beinast einkum að rússneskum yfirvöldum en einnig að ríkisstjórn Georgíu sem mótmælendur telja að sé of hliðholl yfirvöldum í Moskvu. Slagsmál brutust út í gær eftir að mótmælin færðust frá georgíska þinginu yfir til höfuðstöðva Draumaflokksins sem fer með völdin í landinu. Talið er að með flugbanninu vilja yfirvöld í Rússlandi hafa áhrif á efnahag Georgíu en ferðamennska er mikilvæg atvinnugrein þar í landi og þar gegna ferðamenn frá Rússlandi lykilhlutverki. Fréttir af flugi Georgía Rússland Tengdar fréttir Táragasi og gúmmíkúlum beitt á mótmælendur eftir ávarp rússnesks þingmanns Lögregla í Tbilisi höfuðborg Georgíu hefur í kvöld beitt táragasi og skotið gúmmíkúlum til að hafa hemil á mótmælendum sem reyndu að brjótast inn í þinghúsið eftir að rússneskur þingmaður ávarpaði þar samkomu í dag. 20. júní 2019 23:10 Putin bannar flug á milli Rússlands og Georgíu Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur tímabundið bannað georgískum flugfélögum að fljúga til Rússlands en spenna á milli ríkjanna tveggja hefur farið vaxandi undanfarið. 22. júní 2019 18:09 Georgíumenn kalla eftir kosningum Georgíumenn mótmæltu fyrir utan þinghúsið í Tbilisi, höfuðborgar landsins, annan daginn í röð og kölluðu eftir breytingum í stjórn landsins, afsögn innanríkisráðherra og nýrra þingkosninga. 21. júní 2019 21:07 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Þúsundir mótmælenda komu saman þriðja daginn í röð í Tblisi, höfuðborg Georgíu, til þess að mótmæla afskiptum Rússa af málefnum Georgíu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tilkynnti á föstudag að búið væri að aflýsa öllum flugferðum frá Rússlandi til Georgíu sem er vinsæll áfangastaður rússneskra ferðamanna.Ballið byrjaði á fimmtudaginn þegar hópur mótmælenda kom saman til þess að mótmæla því að rússneska þingmanninum Sergei Gavrilov var boðið að halda ræðu á fundi í þinginu. Pútín svaraði með því að fella niður öll flug rússneskra flugfélaga til Georgíu, að eigin sögn til að vernda þjóðaröryggi Rússlands. Ríkisfjölmiðlar í Rússlandi hafa sagt að mótmælin sé runnin undan rifjum vestrænna aðila sem hafi það að markmiði að tala niður Rússland. Samskipti ríkjanna hafa verið í miklum lægðardal um árabil, eftir stutta innrás Rússlands í Georgíu árið 2008.Mótmælin hafa að mestu verið friðsamleg en þó hafa nokkur hundruð slasast í átökum við lögreglu. Mótmælin beinast einkum að rússneskum yfirvöldum en einnig að ríkisstjórn Georgíu sem mótmælendur telja að sé of hliðholl yfirvöldum í Moskvu. Slagsmál brutust út í gær eftir að mótmælin færðust frá georgíska þinginu yfir til höfuðstöðva Draumaflokksins sem fer með völdin í landinu. Talið er að með flugbanninu vilja yfirvöld í Rússlandi hafa áhrif á efnahag Georgíu en ferðamennska er mikilvæg atvinnugrein þar í landi og þar gegna ferðamenn frá Rússlandi lykilhlutverki.
Fréttir af flugi Georgía Rússland Tengdar fréttir Táragasi og gúmmíkúlum beitt á mótmælendur eftir ávarp rússnesks þingmanns Lögregla í Tbilisi höfuðborg Georgíu hefur í kvöld beitt táragasi og skotið gúmmíkúlum til að hafa hemil á mótmælendum sem reyndu að brjótast inn í þinghúsið eftir að rússneskur þingmaður ávarpaði þar samkomu í dag. 20. júní 2019 23:10 Putin bannar flug á milli Rússlands og Georgíu Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur tímabundið bannað georgískum flugfélögum að fljúga til Rússlands en spenna á milli ríkjanna tveggja hefur farið vaxandi undanfarið. 22. júní 2019 18:09 Georgíumenn kalla eftir kosningum Georgíumenn mótmæltu fyrir utan þinghúsið í Tbilisi, höfuðborgar landsins, annan daginn í röð og kölluðu eftir breytingum í stjórn landsins, afsögn innanríkisráðherra og nýrra þingkosninga. 21. júní 2019 21:07 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Táragasi og gúmmíkúlum beitt á mótmælendur eftir ávarp rússnesks þingmanns Lögregla í Tbilisi höfuðborg Georgíu hefur í kvöld beitt táragasi og skotið gúmmíkúlum til að hafa hemil á mótmælendum sem reyndu að brjótast inn í þinghúsið eftir að rússneskur þingmaður ávarpaði þar samkomu í dag. 20. júní 2019 23:10
Putin bannar flug á milli Rússlands og Georgíu Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur tímabundið bannað georgískum flugfélögum að fljúga til Rússlands en spenna á milli ríkjanna tveggja hefur farið vaxandi undanfarið. 22. júní 2019 18:09
Georgíumenn kalla eftir kosningum Georgíumenn mótmæltu fyrir utan þinghúsið í Tbilisi, höfuðborgar landsins, annan daginn í röð og kölluðu eftir breytingum í stjórn landsins, afsögn innanríkisráðherra og nýrra þingkosninga. 21. júní 2019 21:07