Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Andri Eysteinsson skrifar 22. júní 2019 19:17 Forsetinn ásamt eiginkonu sinni Melaniu, varaforsetanum og eiginkonu hans. Getty/Bloomberg Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar.E. Jean Carroll setur ásakanir sínar fram í grein sem birtist í tímaritinu New York Magazine í gær. Þar lýsir hún því þegar hún hitti Trump í versluninni Bergdorf Goodman á Manhattan einhvern tímann um miðjan tíunda áratuginn. Hún var þá 52 ára og var nýbyrjuð að skrifa vinsælan dálk í tímaritið Elle. Í stuttri yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í gær kom fram að forsetinn neitaði ásökunum og sagðist í yfirlýsingu „aldrei hafa hitt þessa manneskju á ævi minni“, og átti þar við Carroll. Þá ýjaði forsetinn einnig að því að Carroll væri útsendari demókrataflokksins. Forsetinn svaraði í dag spurningum blaðamanna um atvikið áður en hann hélt til forsetabústaðar í Camp David. Blaðamenn spurðu forsetann út í myndina sem birtist með grein Carroll sem sýnir forsetann ásamt Carroll, fyrrverandi eiginkonu sinni Ivönu Trump og fréttaþulnum John Johnson, sem var eiginmaður Carroll árið 1987 þegar myndin er tekin. „Mynd af mér í biðröð klæddur í frakka og með bakið í myndavélina, koma svo,“ sagði forsetinn sem bætti því einna við að hann hefði enga hugmynd hver konan væri sem ásakaði hann og sagði ásakanirnar ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum. Áður hafði verslunin Bergdorf Goodman staðfest að myndefni frá árunum 1995 og 1996, þegar atvikið er sagt hafa átt sér stað, séu ekki til og því ekki hægt að staðfesta frásögn Carroll. Trump þakkaði versluninni fyrir það í gær. „Engar myndir? Engar upptökur úr öryggismyndavélum? Engin myndbönd? Engin umfjöllun? Ekkert afgreiðslufólk í grenndinni? Ég vil þakka Bergdorf Goodman fyrir að staðfesta að þeir eigi engar upptökur af þessu atviki, vegna þess að það átti sér aldrei stað.“ sagði forsetinn. Bandaríkin Donald Trump MeToo Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar.E. Jean Carroll setur ásakanir sínar fram í grein sem birtist í tímaritinu New York Magazine í gær. Þar lýsir hún því þegar hún hitti Trump í versluninni Bergdorf Goodman á Manhattan einhvern tímann um miðjan tíunda áratuginn. Hún var þá 52 ára og var nýbyrjuð að skrifa vinsælan dálk í tímaritið Elle. Í stuttri yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í gær kom fram að forsetinn neitaði ásökunum og sagðist í yfirlýsingu „aldrei hafa hitt þessa manneskju á ævi minni“, og átti þar við Carroll. Þá ýjaði forsetinn einnig að því að Carroll væri útsendari demókrataflokksins. Forsetinn svaraði í dag spurningum blaðamanna um atvikið áður en hann hélt til forsetabústaðar í Camp David. Blaðamenn spurðu forsetann út í myndina sem birtist með grein Carroll sem sýnir forsetann ásamt Carroll, fyrrverandi eiginkonu sinni Ivönu Trump og fréttaþulnum John Johnson, sem var eiginmaður Carroll árið 1987 þegar myndin er tekin. „Mynd af mér í biðröð klæddur í frakka og með bakið í myndavélina, koma svo,“ sagði forsetinn sem bætti því einna við að hann hefði enga hugmynd hver konan væri sem ásakaði hann og sagði ásakanirnar ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum. Áður hafði verslunin Bergdorf Goodman staðfest að myndefni frá árunum 1995 og 1996, þegar atvikið er sagt hafa átt sér stað, séu ekki til og því ekki hægt að staðfesta frásögn Carroll. Trump þakkaði versluninni fyrir það í gær. „Engar myndir? Engar upptökur úr öryggismyndavélum? Engin myndbönd? Engin umfjöllun? Ekkert afgreiðslufólk í grenndinni? Ég vil þakka Bergdorf Goodman fyrir að staðfesta að þeir eigi engar upptökur af þessu atviki, vegna þess að það átti sér aldrei stað.“ sagði forsetinn.
Bandaríkin Donald Trump MeToo Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira