Þjóðargarður Davíð Stefánsson skrifar 9. júlí 2019 07:00 Hann var kátur, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra, þegar hann greindi frá því að Vatnajökulsþjóðgarður væri kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Hann sagði þetta mjög stóran dag í sögu náttúruverndar, enda er þetta viðurkenning á að náttúra Vatnajökulsþjóðgarðs þyki einstök fyrir mannkynið. Það er mikilvægt fyrir Ísland. Heimsminjasamningur UNESCO um verndun menningar- og náttúruarfleifðar heimsins byggir á því að ákveðnir staðir á jörðinni hafi sérstakt alþjóðlegt gildi og eigi því að tilheyra sameiginlegri arfleifð mannkynsins. Fyrir eru tveir staðir á Íslandi á heimsminjaskránni, Þingvellir og Surtsey. Vatnajökulsþjóðgarður er meðal stærstu þjóðgarða í Evrópu. Svæðið þykir einstakt á heimsvísu vegna sköpunarkrafta náttúru, samspils elds og íss og jarðfræðilegrar fjölbreytni. „Þetta er gríðarleg viðurkenning fyrir náttúru staðarins, stjórnarfyrirkomulag þjóðgarðsins og þann rekstur sem á sér þar stað,“ sagði Guðmundur Ingi. „Og fyrir náttúru Íslands að 12 prósent landsins séu núna hluti af heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna er stórafrek og eitthvað sem við getum öll verið stolt af,“ sagði hann. Það að vera með jafn stóran hluta landsins á heimsminjaskrá UNESCO hefur mikið vægi fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu. Það er aðdráttarafl fyrir ferðamenn og ætti að stuðla að náttúruupplifun. Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur reynst farsæll umhverfis- og auðlindaráðherra. Hann virðist hafa nálgast mál af hógværð en festu. Heimsminjaskráning Vatnajökulsþjóðgarðs er stórt mál en um það hefur verið sátt frá upphafi. Erfiðari mál bíða hans og stjórnvalda er kalla eftir framsýni og kjarki. Mál sem reyna á sættir ólíkra sjónarmiða og stjórnmálamanninn Guðmund Inga. Landsnet, sem annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfa í landinu, flytur nú fréttir af yfirvofandi orkuskorti árið 2022. Þar segir að líkur séu á aflskorti sem stafi af meiri aukningu í notkun en sem nemur aukningu á nýju uppsettu afli virkjana til næstu ára. Þetta er í takti við áætlanir Orkuspárnefndar sem hefur sagt að almenn orkunotkun í landinu muni aukast um 12-16 MW á ári næstu áratugina og enn frekar vegna rafbílavæðingar. Þar er uppbygging á nýjum iðnaði og gagnaverum undanskilin. Í skýrslu nefndarinnar sem kom út árið 2018 voru dregnar upp þrjár sviðsmyndir um raforkunotkun á árunum 2018 til 2050. Þar var sagt að áætluð aukning almennrar raforkunotkunar til ársins 2030 samsvari tveimur af nýjustu aflstöðvum Landsvirkjunar. Sú staðreynd að það taki sjö til fimmtán ár að sækja nýja orku hlýtur að vera mönnum umhugsunarefni þegar horft er á orkuskort eftir þrjú ár. – Hér munu kallast á sættir og festa. Vonandi flytur ráðherrann líka góðar fréttir hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hann var kátur, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra, þegar hann greindi frá því að Vatnajökulsþjóðgarður væri kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Hann sagði þetta mjög stóran dag í sögu náttúruverndar, enda er þetta viðurkenning á að náttúra Vatnajökulsþjóðgarðs þyki einstök fyrir mannkynið. Það er mikilvægt fyrir Ísland. Heimsminjasamningur UNESCO um verndun menningar- og náttúruarfleifðar heimsins byggir á því að ákveðnir staðir á jörðinni hafi sérstakt alþjóðlegt gildi og eigi því að tilheyra sameiginlegri arfleifð mannkynsins. Fyrir eru tveir staðir á Íslandi á heimsminjaskránni, Þingvellir og Surtsey. Vatnajökulsþjóðgarður er meðal stærstu þjóðgarða í Evrópu. Svæðið þykir einstakt á heimsvísu vegna sköpunarkrafta náttúru, samspils elds og íss og jarðfræðilegrar fjölbreytni. „Þetta er gríðarleg viðurkenning fyrir náttúru staðarins, stjórnarfyrirkomulag þjóðgarðsins og þann rekstur sem á sér þar stað,“ sagði Guðmundur Ingi. „Og fyrir náttúru Íslands að 12 prósent landsins séu núna hluti af heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna er stórafrek og eitthvað sem við getum öll verið stolt af,“ sagði hann. Það að vera með jafn stóran hluta landsins á heimsminjaskrá UNESCO hefur mikið vægi fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu. Það er aðdráttarafl fyrir ferðamenn og ætti að stuðla að náttúruupplifun. Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur reynst farsæll umhverfis- og auðlindaráðherra. Hann virðist hafa nálgast mál af hógværð en festu. Heimsminjaskráning Vatnajökulsþjóðgarðs er stórt mál en um það hefur verið sátt frá upphafi. Erfiðari mál bíða hans og stjórnvalda er kalla eftir framsýni og kjarki. Mál sem reyna á sættir ólíkra sjónarmiða og stjórnmálamanninn Guðmund Inga. Landsnet, sem annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfa í landinu, flytur nú fréttir af yfirvofandi orkuskorti árið 2022. Þar segir að líkur séu á aflskorti sem stafi af meiri aukningu í notkun en sem nemur aukningu á nýju uppsettu afli virkjana til næstu ára. Þetta er í takti við áætlanir Orkuspárnefndar sem hefur sagt að almenn orkunotkun í landinu muni aukast um 12-16 MW á ári næstu áratugina og enn frekar vegna rafbílavæðingar. Þar er uppbygging á nýjum iðnaði og gagnaverum undanskilin. Í skýrslu nefndarinnar sem kom út árið 2018 voru dregnar upp þrjár sviðsmyndir um raforkunotkun á árunum 2018 til 2050. Þar var sagt að áætluð aukning almennrar raforkunotkunar til ársins 2030 samsvari tveimur af nýjustu aflstöðvum Landsvirkjunar. Sú staðreynd að það taki sjö til fimmtán ár að sækja nýja orku hlýtur að vera mönnum umhugsunarefni þegar horft er á orkuskort eftir þrjú ár. – Hér munu kallast á sættir og festa. Vonandi flytur ráðherrann líka góðar fréttir hér.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar