Aldrei fleiri mælst sáttir með störf Trump í embætti Eiður Þór Árnason skrifar 7. júlí 2019 14:33 Kosningaherferð Trumps rak í júní einstaklinga sem höfðu yfirumsjón með gerð skoðanakannana sem sýndu hann mælast með minni stuðning en nokkrir frambjóðendur Demókrataflokksins. Vísir/AP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur aldrei áður notið meiri stuðnings í embætti þar í landi ef marka má nýja könnun bandarísku ABC sjónvarpsstöðvarinnar og dagblaðsins Washington Post. Í nýbirtri könnun miðlana segjast 44% svarenda vera sáttir við störf forsetans í embætti, sem er tveimur prósentustigum hærra en síðasti hápunktur Trumps snemma á kjörtímabilinu. Talið er að forsetinn njóti nú góðs af sterkri stöðu bandarísks efnahagslífs. Þrátt fyrir að það hlutfall sé það hæsta sem sést hefur í könnunum fram að þessu, segjast enn fleiri, eða 53% svarenda vera ósáttir við störf hans í embætti. Það hlutfall hefur verið meira en helmingur frá því að Trump tók við embætti. Slíkar óánægjutölur hafa ekki sést hjá neinum öðrum bandarískum forseta svo vitað sé um frá því að nútímakannanir hófust. Þó að ánægja með störf forsetans hafi aldrei mælst hærri, mælist Joe Biden, fremsta forsetaframbjóðendaefni Demókrataflokksins, með fjórtán prósent hærri stuðning í könnuninni en sitjandi forseti ef gengið yrði til forsetakosninga núna. Hins vegar ef einungis er tekið mið af skráðum kjósendum, það er að segja þeir sem hafa kosið áður í forsetakosningum eða sýnt vilja til þess, lækkar forskot Biden niður í tíu prósent. Önnur forsetaefni Demókrata mælast ýmist með þar um bil jafn mikinn stuðning og forsetinn eða minni. Þess má geta að enn er langt til næstu forsetakosninga þar í landi, sem fram fara í nóvember á næsta ári. Gjarnan vara sérfræðingar við því að tekið sé mikið mark á fylgi forsetaframbjóðenda í könnunum þegar svo langt í þær, þar sem sagan hefur sýnt að margt getur breyst í aðdragandanum að kosningum. Í sömu könnun sögðust 51% svarenda vera sáttir við stjórn Trump á efnahagsmálum, og er það í fyrsta sinn frá því að hann tók við embætti sem sú tala nær yfir fimmtíu prósent. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Erfitt að tengjast Trump í gegnum máginn og svilkonuna Fyrirsætan Karlie Kloss tjáði sig um tengsl sín við Jared Kushner, einn nánasta ráðgjafa Donald Trump Bandaríkjaforseta og eiginmann Ivönku Trump. 3. júlí 2019 12:00 Þjóðhátíðardegi fagnað í skugga deilna um hervæðingu og spillingu Trump forseti setur sjálfan sig í öndvegi á þjóðhátíðardaginn 4. júlí. Hápunktur hátíðarhalda verður ræða hans við Lincoln-minnisvarðann þar sem vinum hans, fjölskyldu og pólitískum og fjárhagslegum bakhjörlum er sérstaklega boðið. 4. júlí 2019 13:20 Ummæli Trump um flugvelli árið 1775 þykja vandræðaleg Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gerði vandræðaleg mistök í ræðu sinni í gær í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna þegar hann fullyrti að Bandaríkjaher hafi í sjálfsstæðissstríðinu 1775 náð yfirráð yfir flugvöllum frá Bretum. 5. júlí 2019 07:20 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur aldrei áður notið meiri stuðnings í embætti þar í landi ef marka má nýja könnun bandarísku ABC sjónvarpsstöðvarinnar og dagblaðsins Washington Post. Í nýbirtri könnun miðlana segjast 44% svarenda vera sáttir við störf forsetans í embætti, sem er tveimur prósentustigum hærra en síðasti hápunktur Trumps snemma á kjörtímabilinu. Talið er að forsetinn njóti nú góðs af sterkri stöðu bandarísks efnahagslífs. Þrátt fyrir að það hlutfall sé það hæsta sem sést hefur í könnunum fram að þessu, segjast enn fleiri, eða 53% svarenda vera ósáttir við störf hans í embætti. Það hlutfall hefur verið meira en helmingur frá því að Trump tók við embætti. Slíkar óánægjutölur hafa ekki sést hjá neinum öðrum bandarískum forseta svo vitað sé um frá því að nútímakannanir hófust. Þó að ánægja með störf forsetans hafi aldrei mælst hærri, mælist Joe Biden, fremsta forsetaframbjóðendaefni Demókrataflokksins, með fjórtán prósent hærri stuðning í könnuninni en sitjandi forseti ef gengið yrði til forsetakosninga núna. Hins vegar ef einungis er tekið mið af skráðum kjósendum, það er að segja þeir sem hafa kosið áður í forsetakosningum eða sýnt vilja til þess, lækkar forskot Biden niður í tíu prósent. Önnur forsetaefni Demókrata mælast ýmist með þar um bil jafn mikinn stuðning og forsetinn eða minni. Þess má geta að enn er langt til næstu forsetakosninga þar í landi, sem fram fara í nóvember á næsta ári. Gjarnan vara sérfræðingar við því að tekið sé mikið mark á fylgi forsetaframbjóðenda í könnunum þegar svo langt í þær, þar sem sagan hefur sýnt að margt getur breyst í aðdragandanum að kosningum. Í sömu könnun sögðust 51% svarenda vera sáttir við stjórn Trump á efnahagsmálum, og er það í fyrsta sinn frá því að hann tók við embætti sem sú tala nær yfir fimmtíu prósent.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Erfitt að tengjast Trump í gegnum máginn og svilkonuna Fyrirsætan Karlie Kloss tjáði sig um tengsl sín við Jared Kushner, einn nánasta ráðgjafa Donald Trump Bandaríkjaforseta og eiginmann Ivönku Trump. 3. júlí 2019 12:00 Þjóðhátíðardegi fagnað í skugga deilna um hervæðingu og spillingu Trump forseti setur sjálfan sig í öndvegi á þjóðhátíðardaginn 4. júlí. Hápunktur hátíðarhalda verður ræða hans við Lincoln-minnisvarðann þar sem vinum hans, fjölskyldu og pólitískum og fjárhagslegum bakhjörlum er sérstaklega boðið. 4. júlí 2019 13:20 Ummæli Trump um flugvelli árið 1775 þykja vandræðaleg Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gerði vandræðaleg mistök í ræðu sinni í gær í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna þegar hann fullyrti að Bandaríkjaher hafi í sjálfsstæðissstríðinu 1775 náð yfirráð yfir flugvöllum frá Bretum. 5. júlí 2019 07:20 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Erfitt að tengjast Trump í gegnum máginn og svilkonuna Fyrirsætan Karlie Kloss tjáði sig um tengsl sín við Jared Kushner, einn nánasta ráðgjafa Donald Trump Bandaríkjaforseta og eiginmann Ivönku Trump. 3. júlí 2019 12:00
Þjóðhátíðardegi fagnað í skugga deilna um hervæðingu og spillingu Trump forseti setur sjálfan sig í öndvegi á þjóðhátíðardaginn 4. júlí. Hápunktur hátíðarhalda verður ræða hans við Lincoln-minnisvarðann þar sem vinum hans, fjölskyldu og pólitískum og fjárhagslegum bakhjörlum er sérstaklega boðið. 4. júlí 2019 13:20
Ummæli Trump um flugvelli árið 1775 þykja vandræðaleg Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gerði vandræðaleg mistök í ræðu sinni í gær í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna þegar hann fullyrti að Bandaríkjaher hafi í sjálfsstæðissstríðinu 1775 náð yfirráð yfir flugvöllum frá Bretum. 5. júlí 2019 07:20