Þeir sem sleppa því að flokka gætu átt erfiðara með að fá bankalán Eiður Þór Árnason skrifar 6. júlí 2019 11:57 Flokkunarkerfið hefur valdið umtalsverðum ruglingi. Getty/China News Service Frá og með 1. júlí var komið á sorpflokkunarskyldu í Sjanghæ í Kína, mörgum íbúum stórborgarinnar til mikils ama. Með nýju reglunni eru allir íbúar og fyrirtæki borgarinnar skyldug til þess að flokka sorpið sitt, eða geta annars sætt sektum. Þeir sem sleppa því að flokka gætu jafnframt átt hættu á því að sjá félagshæfismat (e. social credit rating) sitt lækka. Slíkt gæti meðal annars haft þau áhrif að erfiðara reynist fyrir þá að fá bankalán. Til þess að framfylgja þessari skyldu þurfa íbúar sumra fjölbýlishúsa nú að skrá sig inn með húsnúmeri til þess að fá aðgang að endurvinnslutunnum. Þetta gerir umsjónarmönnum hússins kleift að fylgjast með því hverjir eru að standa sig í þessum efnum. Nýja skyldan er hluti af átaki kínverskra yfirvalda sem stefna að því auka hlutfall þess sorps sem er endurunnið þar í landi. Það hlutfall er í dag talið vera undir 20%, sem er mun lægra en í ríkjum á borð við Japan, Taívan, Suður-Kóreu og Bandaríkin. Kínversk yfirvöld stefna að því að ná 35% flokkunarhlutfalli Bandaríkjamanna fyrir árið 2020 í 46 kínverskum borgum. Nýju reglurnar í Sjanghæ eru sagðar vera fyrsta skrefið í þeim aðgerðum yfirvalda. Xi Jinping forseti Kína, kom inn á mikilvægi sorpflokkunar í ræðu sinni í júní. Margir íbúar Sjanghæ hafa þó átt í nokkru basli með nýju flokkunarskylduna, og kenna ruglandi flokkunarkerfi þar um. Kína Umhverfismál Tengdar fréttir Telja trjárækt eina skilvirkustu loftslagsaðgerðina í boði Rannsókn bendir til þess að hægt væri að binda um 2/3 hluta þess kolefnis sem menn hafa losað fram að þessu með því að rækta upp land sem hentar undir tré. 5. júlí 2019 21:51 Bandaríkjamenn bjartsýnir á lausn deilunnar við Kína Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir viðræðurnar við Kínverja vera komnar níutíu prósent áleiðis. Forsetar ríkjanna tveggja munu hittast í Japan um helgina. Viðræðum var slitið í maí og bentu ríkin tvö hvort á annað. 27. júní 2019 07:00 Vilja stilla til friðar í Hong Kong sem fyrst Sérstök skrifstofa Kommúnistaflokks Kína í höfuðborginni Peking um málefni Hong Kong og Macau fordæmdi í gær áhlaup sem mótmælendur í Hong Kong gerðu á þinghús sjálfstjórnarhéraðsins á mánudag. 3. júlí 2019 08:15 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Frá og með 1. júlí var komið á sorpflokkunarskyldu í Sjanghæ í Kína, mörgum íbúum stórborgarinnar til mikils ama. Með nýju reglunni eru allir íbúar og fyrirtæki borgarinnar skyldug til þess að flokka sorpið sitt, eða geta annars sætt sektum. Þeir sem sleppa því að flokka gætu jafnframt átt hættu á því að sjá félagshæfismat (e. social credit rating) sitt lækka. Slíkt gæti meðal annars haft þau áhrif að erfiðara reynist fyrir þá að fá bankalán. Til þess að framfylgja þessari skyldu þurfa íbúar sumra fjölbýlishúsa nú að skrá sig inn með húsnúmeri til þess að fá aðgang að endurvinnslutunnum. Þetta gerir umsjónarmönnum hússins kleift að fylgjast með því hverjir eru að standa sig í þessum efnum. Nýja skyldan er hluti af átaki kínverskra yfirvalda sem stefna að því auka hlutfall þess sorps sem er endurunnið þar í landi. Það hlutfall er í dag talið vera undir 20%, sem er mun lægra en í ríkjum á borð við Japan, Taívan, Suður-Kóreu og Bandaríkin. Kínversk yfirvöld stefna að því að ná 35% flokkunarhlutfalli Bandaríkjamanna fyrir árið 2020 í 46 kínverskum borgum. Nýju reglurnar í Sjanghæ eru sagðar vera fyrsta skrefið í þeim aðgerðum yfirvalda. Xi Jinping forseti Kína, kom inn á mikilvægi sorpflokkunar í ræðu sinni í júní. Margir íbúar Sjanghæ hafa þó átt í nokkru basli með nýju flokkunarskylduna, og kenna ruglandi flokkunarkerfi þar um.
Kína Umhverfismál Tengdar fréttir Telja trjárækt eina skilvirkustu loftslagsaðgerðina í boði Rannsókn bendir til þess að hægt væri að binda um 2/3 hluta þess kolefnis sem menn hafa losað fram að þessu með því að rækta upp land sem hentar undir tré. 5. júlí 2019 21:51 Bandaríkjamenn bjartsýnir á lausn deilunnar við Kína Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir viðræðurnar við Kínverja vera komnar níutíu prósent áleiðis. Forsetar ríkjanna tveggja munu hittast í Japan um helgina. Viðræðum var slitið í maí og bentu ríkin tvö hvort á annað. 27. júní 2019 07:00 Vilja stilla til friðar í Hong Kong sem fyrst Sérstök skrifstofa Kommúnistaflokks Kína í höfuðborginni Peking um málefni Hong Kong og Macau fordæmdi í gær áhlaup sem mótmælendur í Hong Kong gerðu á þinghús sjálfstjórnarhéraðsins á mánudag. 3. júlí 2019 08:15 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Telja trjárækt eina skilvirkustu loftslagsaðgerðina í boði Rannsókn bendir til þess að hægt væri að binda um 2/3 hluta þess kolefnis sem menn hafa losað fram að þessu með því að rækta upp land sem hentar undir tré. 5. júlí 2019 21:51
Bandaríkjamenn bjartsýnir á lausn deilunnar við Kína Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir viðræðurnar við Kínverja vera komnar níutíu prósent áleiðis. Forsetar ríkjanna tveggja munu hittast í Japan um helgina. Viðræðum var slitið í maí og bentu ríkin tvö hvort á annað. 27. júní 2019 07:00
Vilja stilla til friðar í Hong Kong sem fyrst Sérstök skrifstofa Kommúnistaflokks Kína í höfuðborginni Peking um málefni Hong Kong og Macau fordæmdi í gær áhlaup sem mótmælendur í Hong Kong gerðu á þinghús sjálfstjórnarhéraðsins á mánudag. 3. júlí 2019 08:15