Heimsmet í fjölda kvenna í lögreglunni Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 6. júlí 2019 09:30 Mikið hefur verið lagt í uppbyggingu innviða á lögreglustöðinni á Vínlandsleið þar sem starfa 19 konur en 16 karlar. Frettabladid/Stefán „Fleiri konur eru að ljúka námi í Lögregluskólanum þannig að eðli málsins samkvæmt koma fleiri konur inn. Fyrir ekkert löngu síðan var þetta stöðin með hæstan starfsaldur og það hafa eiginlega orðið kynslóðaskipti núna síðastliðin ár,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöðinni á Vínlandsleið. Lögreglustöðin er ein fjögurra stöðva á höfuðborgarsvæðinu og þar starfa þrjátíu og fimm manns, nítján konur og sextán karlar. „Þegar ég byrjaði árið 2007 vorum við mun færri heldur en við erum í dag hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, ég veit ekki hvernig tölurnar eru núna, en breytingarnar á þessum tíma eru rosalega miklar. Það er svo gaman að sjá þær og hafa fengið að upplifa þær,“ segir Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir, rannsóknarlögreglumaður og jafnréttisfulltrúi LRH. Hvorki Kristján né Ingibjörg hafa fyrr heyrt um lögreglustöð þar sem starfa fleiri konur en karlar. „Ég held að þetta sé bara heimsmet, ég hef allavega ekki heyrt að þetta sé svona nokkurs staðar annars staðar,“ segir Ingibjörg og Kristján tekur undir. „Allavega held ég að þetta hlutfall þekkist ekki á stöð af þessari stærðargráðu. Við höfum rætt þetta nokkrum sinnum og sagt að þetta sé líklega heimsmet og það hefur nú enginn hrakið það,“ segir hann. Aðspurð hvort eitthvað sé sérstaklega gert á Vínlandsleið, sem ekki tíðkast á öðrum lögreglustöðvum vegna fjölda kvenna sem þar starfa segir Kristján að ekkert markvisst sé gert vegna kyns starfsmanna en mikið sé lagt upp úr vinnuumhverfinu. „Við bjuggum vel fyrir vegna þess að við vorum byrjuð á því að vinna í bæði innanhússmálum hjá okkur og í starfseminni. Því hvernig við getum orðið gott lögreglulið og að það sé þannig að það sé bæði gaman og gott að vinna hérna. Úr þeirri vinnu settum við okkur markmið, gildi og vinnureglur sem við vinnum eftir.“ Ingibjörg tekur undir orð Kristjáns og segir mikið lagt upp úr líðan fólks í vinnunni og að allir vinni að því saman. „Hér er hlustað á fólk og ég held að það sé mjög mikilvægt. Ég kom til dæmis þeirri hugmynd áleiðis að hafa frí dömubindi á baðherbergjunum. Það er dæmi um eitthvað sem veitir okkur konunum öryggi en kostar lítið og er auðvelt í framkvæmd. Stemningin er þannig að maður viðrar hugmynd og svo er Kristján bara farinn að kaupa dömubindi,“ segir Ingibjörg. „Ég held að þetta hafi kostað um þrjú þúsund krónur og ferð í búðina, svo auðvelt er það,“ segir Kristján og bætir við að eins og í öllu öðru séu það einstaklingarnir sem skipti máli en ekki kyn þeirra. „Við erum afar heppin með þá einstaklinga sem starfa hér.“ Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Lögreglan Reykjavík Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
„Fleiri konur eru að ljúka námi í Lögregluskólanum þannig að eðli málsins samkvæmt koma fleiri konur inn. Fyrir ekkert löngu síðan var þetta stöðin með hæstan starfsaldur og það hafa eiginlega orðið kynslóðaskipti núna síðastliðin ár,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöðinni á Vínlandsleið. Lögreglustöðin er ein fjögurra stöðva á höfuðborgarsvæðinu og þar starfa þrjátíu og fimm manns, nítján konur og sextán karlar. „Þegar ég byrjaði árið 2007 vorum við mun færri heldur en við erum í dag hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, ég veit ekki hvernig tölurnar eru núna, en breytingarnar á þessum tíma eru rosalega miklar. Það er svo gaman að sjá þær og hafa fengið að upplifa þær,“ segir Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir, rannsóknarlögreglumaður og jafnréttisfulltrúi LRH. Hvorki Kristján né Ingibjörg hafa fyrr heyrt um lögreglustöð þar sem starfa fleiri konur en karlar. „Ég held að þetta sé bara heimsmet, ég hef allavega ekki heyrt að þetta sé svona nokkurs staðar annars staðar,“ segir Ingibjörg og Kristján tekur undir. „Allavega held ég að þetta hlutfall þekkist ekki á stöð af þessari stærðargráðu. Við höfum rætt þetta nokkrum sinnum og sagt að þetta sé líklega heimsmet og það hefur nú enginn hrakið það,“ segir hann. Aðspurð hvort eitthvað sé sérstaklega gert á Vínlandsleið, sem ekki tíðkast á öðrum lögreglustöðvum vegna fjölda kvenna sem þar starfa segir Kristján að ekkert markvisst sé gert vegna kyns starfsmanna en mikið sé lagt upp úr vinnuumhverfinu. „Við bjuggum vel fyrir vegna þess að við vorum byrjuð á því að vinna í bæði innanhússmálum hjá okkur og í starfseminni. Því hvernig við getum orðið gott lögreglulið og að það sé þannig að það sé bæði gaman og gott að vinna hérna. Úr þeirri vinnu settum við okkur markmið, gildi og vinnureglur sem við vinnum eftir.“ Ingibjörg tekur undir orð Kristjáns og segir mikið lagt upp úr líðan fólks í vinnunni og að allir vinni að því saman. „Hér er hlustað á fólk og ég held að það sé mjög mikilvægt. Ég kom til dæmis þeirri hugmynd áleiðis að hafa frí dömubindi á baðherbergjunum. Það er dæmi um eitthvað sem veitir okkur konunum öryggi en kostar lítið og er auðvelt í framkvæmd. Stemningin er þannig að maður viðrar hugmynd og svo er Kristján bara farinn að kaupa dömubindi,“ segir Ingibjörg. „Ég held að þetta hafi kostað um þrjú þúsund krónur og ferð í búðina, svo auðvelt er það,“ segir Kristján og bætir við að eins og í öllu öðru séu það einstaklingarnir sem skipti máli en ekki kyn þeirra. „Við erum afar heppin með þá einstaklinga sem starfa hér.“
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Lögreglan Reykjavík Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira