Jarðskjálftinn í Kaliforníu sá stærsti í aldarfjórðung Vésteinn Örn Pétursson og Þorbjörn Þórðarson skrifa 5. júlí 2019 10:22 Sprungur eru í mörgum vegum á svæðinu þar sem skjálftinn reið yfir. Dæmi eru um að heilu vegirnir hafi farið í sundur. Matt Hartman/AP Ekki er vitað um nein dauðsföll eða alvarleg meiðsl á fólki eftir jarðskjálftann í Kaliforníu í gær. Skjálftinn, sem var af stærðinni 6,4, er sá stærsti sem mælst hefur í Kaliforníu í aldarfjórðung eða frá árinu 1994. Upptök skjálftans voru við bæinn Ridgecrest 160 kílómetrum norðan við Los Angeles og fannst hann alla leið til Las Vegas en rúmlega 400 kílómetrar eru á á milli borganna tveggja. Jarðeðlisfræðingurinn John Rundle segir í samtali við BBC að talsvert tjón hafi orðið nærri upptökum skjálftans. Hann segir einnig mikla mildi að upptök skjálftans hafi verið jafn langt frá þéttbýliskjörnum eins og raun ber vitni. Sprungur komu í vegi og rafmagnsmöstur féllu til til jarðar. Þá hafa veggir og rúður á heimilum þar sem skjálftans gætti sem mest beðið mikinn skaða.Vörur í mörgum verslunum Los Angeles borgar rötuðu úr hillum sínum og niður á gólf í skjálftanum.Adam Graehl/APSamkvæmt slökkviliðinu í Kern-sýslu var spítalinn í Ridgecrest rýmdur vegna skjálftans. Slökkviliðið brást þá við á þriðja tug tilkynninga vegna skjálftans. Flestar sneru að minniháttar meiðslum íbúa á svæðinu en eitthvað var um að kviknað hefði í heimahúsum í kjölfar skjálftans. Þá gætti skjálftans einnig nálægt China Lake, en það er sprengjuprófunarsvæði sem bandaríski herinn hefur notast við. Embættismaður innan hersins segir allmikið tjón hafa orðið á svæðinu, meðal annars í formi eldsvoða, vatnsleka og leka á spilliefnum. Gavin Newson, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi á þeim svæðum þar sem skjálftinn reið yfir, en yfirvöld hafa haft áhyggjur af eftirskjálftum frá því í gær. Þá segir borgarstjóri Ridgecrest, Peggy Breeden, að skjálftinn hafi valdið því að einhverjir borgarbúar hafi orðið fyrir hlutum sem féllu til jarðar við skjálftann, auk þess sem gasleiðslur í borginni hafi rofnað. „Við erum vön jarðskjálftum en ekki af þessari stærðargráðu,“ sagði hún í samtali við BBC.Víða féllu rafmagnsstaurar vegna jarðhræringanna.Matt Hartman/AP Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Jarðskjálfti að stærð 6,4 í Kaliforníu Ekki liggur fyrir hvort eða hversu mikið manntjón varð af skjálftanum. Ekki er talin hætta á að flóðbylgja muni fylgja skjálftanum. 4. júlí 2019 18:52 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira
Ekki er vitað um nein dauðsföll eða alvarleg meiðsl á fólki eftir jarðskjálftann í Kaliforníu í gær. Skjálftinn, sem var af stærðinni 6,4, er sá stærsti sem mælst hefur í Kaliforníu í aldarfjórðung eða frá árinu 1994. Upptök skjálftans voru við bæinn Ridgecrest 160 kílómetrum norðan við Los Angeles og fannst hann alla leið til Las Vegas en rúmlega 400 kílómetrar eru á á milli borganna tveggja. Jarðeðlisfræðingurinn John Rundle segir í samtali við BBC að talsvert tjón hafi orðið nærri upptökum skjálftans. Hann segir einnig mikla mildi að upptök skjálftans hafi verið jafn langt frá þéttbýliskjörnum eins og raun ber vitni. Sprungur komu í vegi og rafmagnsmöstur féllu til til jarðar. Þá hafa veggir og rúður á heimilum þar sem skjálftans gætti sem mest beðið mikinn skaða.Vörur í mörgum verslunum Los Angeles borgar rötuðu úr hillum sínum og niður á gólf í skjálftanum.Adam Graehl/APSamkvæmt slökkviliðinu í Kern-sýslu var spítalinn í Ridgecrest rýmdur vegna skjálftans. Slökkviliðið brást þá við á þriðja tug tilkynninga vegna skjálftans. Flestar sneru að minniháttar meiðslum íbúa á svæðinu en eitthvað var um að kviknað hefði í heimahúsum í kjölfar skjálftans. Þá gætti skjálftans einnig nálægt China Lake, en það er sprengjuprófunarsvæði sem bandaríski herinn hefur notast við. Embættismaður innan hersins segir allmikið tjón hafa orðið á svæðinu, meðal annars í formi eldsvoða, vatnsleka og leka á spilliefnum. Gavin Newson, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi á þeim svæðum þar sem skjálftinn reið yfir, en yfirvöld hafa haft áhyggjur af eftirskjálftum frá því í gær. Þá segir borgarstjóri Ridgecrest, Peggy Breeden, að skjálftinn hafi valdið því að einhverjir borgarbúar hafi orðið fyrir hlutum sem féllu til jarðar við skjálftann, auk þess sem gasleiðslur í borginni hafi rofnað. „Við erum vön jarðskjálftum en ekki af þessari stærðargráðu,“ sagði hún í samtali við BBC.Víða féllu rafmagnsstaurar vegna jarðhræringanna.Matt Hartman/AP
Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Jarðskjálfti að stærð 6,4 í Kaliforníu Ekki liggur fyrir hvort eða hversu mikið manntjón varð af skjálftanum. Ekki er talin hætta á að flóðbylgja muni fylgja skjálftanum. 4. júlí 2019 18:52 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira
Jarðskjálfti að stærð 6,4 í Kaliforníu Ekki liggur fyrir hvort eða hversu mikið manntjón varð af skjálftanum. Ekki er talin hætta á að flóðbylgja muni fylgja skjálftanum. 4. júlí 2019 18:52