63% stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum og stofnunu sjá fram á samdrátt í íslensku hagkerfi á næstu tólf mánuðum. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri könnun MMR þar sem skoðað var viðhorf stjórnenda fyrirtækja og stofnanna til horfa í íslensku hagkerfi og rekstrarumhverfis fyrirtækja og stofnanna.
Þá benda niðurstöðurnar til þess að stjórnendur séu talsvert svatsýnni á efnahag lansins og horfur í rekstrarumhverfi nú heldur en í síðustu mælingu MMR sem gerð var í febrúar árið 2017. Þá sögðu 86% stjórnenda sem tóku þátt í könnuninni að þeir sæju fram á vöxt í hagkerfinu. Nú segjast aðeins 12% stjórnenda sjá fram á vöxt í hagkerfinu til næstu tólf mánaða.
Þá hefur hlutfall þeirra stjórnenda sem sjá fram á aukna veltu lækkað um rúm 30 prósentustig milli mælinga. 69% prósent stjórnenda segist gera ráð fyrir að launakostnaður muni aukast á næstu tólf mánuðum. Þá telja 30% stjórnenda að starfsmönnum muni fækka.
Könnunin var gerð dagana 26. maí til 6. júní og tóku 908 stjórnendur þátt í könnuninni sem nánar má lesa um hér.
Meirihluti stjórnenda sér fram á samdrátt
Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar

Mest lesið

„Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“
Viðskipti innlent

Rukka í „rennuna“ á flugvellinum
Neytendur

Forstjóri ÁTVR lætur af störfum
Viðskipti innlent

Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman
Viðskipti innlent

Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður
Viðskipti innlent


Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu
Viðskipti innlent

Setur háa tolla á Evrópu
Viðskipti erlent

Norskir komast í Víking gylltan
Neytendur
