Skítt með einn kálf Ole Anton Bieltvedt skrifar 4. júlí 2019 07:00 Á dögunum átti undirritaður fund með umsjónarmanni hreindýra, sem er starfsmaður Náttúrustofu Austurlands. Ágætismaður, sem veit meira um hreindýrin á Íslandi og málefni þeirra en flestir aðrir. M.a. kom fram, að af þeim hreindýrum, sem felld voru í fyrra, höfðu 33 dýr gömul skotsár. Það er ekki hátt hlutfall af heildarfjölda felldra dýra í fyrra, en það sýnir samt, með skýrum hætti, að hreindýraveiðum – eins og öllum veiðum – fylgir heiftarlegt dýraníð. 33 dýr höfðu lifað fyrri skotárásir veiðimanna af. Kannske bækluð og limlest, þó þau hafi tórað, til þess eins, að vera skotin aftur og þá drepin. En, hvað með öll þau dýr, sem voru skotin, án þess að lifa af; komust undan veiðimanni til þess eins að deyja drottni sínum í sárum og kvölum. Blýkúlur valda oft ígerð í sárum og svo drepi og blóðeitrun; langvinnum og heiftarlegum dauðdaga. Kannske ráfa særð dýr, með brotinn fót eða mjöðm eða sundurskotið trýni eða haus – ófær um að ná sér í næringu – um dögum eða vikum saman. Þar til dauðinn loks líknar. Yfirkeyrð lýsing? Nei, þetta er raunveruleikinn; skuggahlið hreindýraveiða. Úr því að 33 dýr, sem höðu verið skotin áður, en lifðu af, voru drepin í fyrra, þá er ljóst, að heildarfjöldi þeirra hreindýra, sem hefur verið skotinn og lifað af, eða særst, og komist undan, til þess eins, að kveljast til dauða fjarri veiðimanni, skiptir mörgum hundruðum. Hræðileg meðferð á saklausum og varnarlausum dýrum, sem ekkert hafa sér til sakar unnið. Og, áhugi veiðimanna er slíkur, að aðeins helmingur þeirra, sem vilja komast í drápið, kemst að. Kostar þó 150.000 kr. að fá að drepa tarf og 86.000 kr. að fá að drepa kú. Veiðimenn virðast hafa af þessu mikla gleði og unun, og verða þá þessir fjármunir, sem sumum finnst verulegir, óverulegir og smáir, alla vega miðað við þá drápsgleði og fróun, sem drápið virðist veita. Hvers konar menn eru þetta? Alls konar menn, líka flottir og fínir, en það hlýtur að vera blindur blettur í þeim; einhvers staðar í sálinni. Sumir veiðimenn, líka konur, tala um „kikkið“, sem það veitir, að sjá fallegt og tignarlegt – en saklaust og varnarlaust – dýrið falla í valinn, ef drápstilraunin tekst þá, og skiptir þá litlu máli, þó að eftir standi 8-10 vikna móðurlaus og hjálparvana kálfur. Skítt með einn kálf. Lengi vel var skylda við dráp á heindýrakúm, að drepa kálf með, því vitað var, að hann myndi eiga erfitt uppdráttar – ósjálfbjarga ungviðið, enn á spena og það til margra mánaða, ef móður ætti. Þá kom í ljós, að í stað þess að skjóta kálf felldrar kýr, þá skutu veiðimenn bara stærsta kálfinn í hjörðinni – meira kjöt – og sköpuðu þar með enn meiri angist, vansæld, hörmungar og ringulreið í hjörðinni. Einhverjum ráðherra fannst þetta ekki gott, og var þá ákveðið, að skjóta bara kýr. Skyldu kálfar lifa áfram – þó sumir væru rétt 8 vikna, þegar kúadráp hefst – í þeirri von, að einhverjar eftirlifandi kýr myndu taka þá að sér – þótt ónáttúrulegt væri –, vetur yrði mildur eða kraftaverk Móður Náttúru myndu gerast og kálfar myndu tóra veturinn af; kannske þyrstir, svangir, magrir og heiftarlega hrjáðir, en hvað með það. Skítt með einn kálf. Í ár ákvað umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi, að drepa mætti 1.451 hreindýr, þar af 1.043 kýr. Dráp tarfa, 408 dýra, má hefjast 15. júlí. Venjulega hefur svo mátt byrja að drepa kýr 1. ágúst, en þar sem kálfar fæðast mest um mánaðamótin maí/júní, eru þeir þá rétt 8 vikna. Með tilliti til þess, að kálfar eru á spena minnst í 5 til 6 mánuði, ef móðir lifir, er auðvitað óheyrilegt, að drepa mæður frá þeim 8 vikna gömlum. Er þá önnur umönnun, vernd og hjálp móður, m.a. við gerð krafshola á vetrum, ótalin. Við í Jarðarvinum höfum síðustu mánuði og misseri lagt að stjórnvöldum, þó einkum umhverfisráðherra, sem síðasta orðið hefur, að griðatími hreindýrakálfa verði lengdur, með afgerandi hætti, til að auka velferð þeirra, líka til að byrjað væri að fylgja lögum nr. 55/2013 um dýravelferð – sem eru góð, en ekki hefur verið fylgt, sem skyldi – og er málið nú í höndum ráðherra. Það eru í raun bara tvær villtar hreindýrahjarðir eftir í Vestur-Evrópu; í Noregi og hér. Í Noregi gildir griðatími hreindýrakálfa til 20. ágúst. Þá fyrst má byrja að drepa kýr. Undirritaður vill með þessum pistli endurtaka áskorun sína á Guðmund Inga, sem gert hefur ýmsa góða hluti í öðru, um það, að hann taki nú fyrsta skrefið í átt að aukinni velferð hreindýra, með því, að færa byrjunartíma kúaveiða á 20. ágúst til samræmis við það, sem gildir í Noregi. Þetta væri spor í rétta átt, en samt ekki meira. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Á dögunum átti undirritaður fund með umsjónarmanni hreindýra, sem er starfsmaður Náttúrustofu Austurlands. Ágætismaður, sem veit meira um hreindýrin á Íslandi og málefni þeirra en flestir aðrir. M.a. kom fram, að af þeim hreindýrum, sem felld voru í fyrra, höfðu 33 dýr gömul skotsár. Það er ekki hátt hlutfall af heildarfjölda felldra dýra í fyrra, en það sýnir samt, með skýrum hætti, að hreindýraveiðum – eins og öllum veiðum – fylgir heiftarlegt dýraníð. 33 dýr höfðu lifað fyrri skotárásir veiðimanna af. Kannske bækluð og limlest, þó þau hafi tórað, til þess eins, að vera skotin aftur og þá drepin. En, hvað með öll þau dýr, sem voru skotin, án þess að lifa af; komust undan veiðimanni til þess eins að deyja drottni sínum í sárum og kvölum. Blýkúlur valda oft ígerð í sárum og svo drepi og blóðeitrun; langvinnum og heiftarlegum dauðdaga. Kannske ráfa særð dýr, með brotinn fót eða mjöðm eða sundurskotið trýni eða haus – ófær um að ná sér í næringu – um dögum eða vikum saman. Þar til dauðinn loks líknar. Yfirkeyrð lýsing? Nei, þetta er raunveruleikinn; skuggahlið hreindýraveiða. Úr því að 33 dýr, sem höðu verið skotin áður, en lifðu af, voru drepin í fyrra, þá er ljóst, að heildarfjöldi þeirra hreindýra, sem hefur verið skotinn og lifað af, eða særst, og komist undan, til þess eins, að kveljast til dauða fjarri veiðimanni, skiptir mörgum hundruðum. Hræðileg meðferð á saklausum og varnarlausum dýrum, sem ekkert hafa sér til sakar unnið. Og, áhugi veiðimanna er slíkur, að aðeins helmingur þeirra, sem vilja komast í drápið, kemst að. Kostar þó 150.000 kr. að fá að drepa tarf og 86.000 kr. að fá að drepa kú. Veiðimenn virðast hafa af þessu mikla gleði og unun, og verða þá þessir fjármunir, sem sumum finnst verulegir, óverulegir og smáir, alla vega miðað við þá drápsgleði og fróun, sem drápið virðist veita. Hvers konar menn eru þetta? Alls konar menn, líka flottir og fínir, en það hlýtur að vera blindur blettur í þeim; einhvers staðar í sálinni. Sumir veiðimenn, líka konur, tala um „kikkið“, sem það veitir, að sjá fallegt og tignarlegt – en saklaust og varnarlaust – dýrið falla í valinn, ef drápstilraunin tekst þá, og skiptir þá litlu máli, þó að eftir standi 8-10 vikna móðurlaus og hjálparvana kálfur. Skítt með einn kálf. Lengi vel var skylda við dráp á heindýrakúm, að drepa kálf með, því vitað var, að hann myndi eiga erfitt uppdráttar – ósjálfbjarga ungviðið, enn á spena og það til margra mánaða, ef móður ætti. Þá kom í ljós, að í stað þess að skjóta kálf felldrar kýr, þá skutu veiðimenn bara stærsta kálfinn í hjörðinni – meira kjöt – og sköpuðu þar með enn meiri angist, vansæld, hörmungar og ringulreið í hjörðinni. Einhverjum ráðherra fannst þetta ekki gott, og var þá ákveðið, að skjóta bara kýr. Skyldu kálfar lifa áfram – þó sumir væru rétt 8 vikna, þegar kúadráp hefst – í þeirri von, að einhverjar eftirlifandi kýr myndu taka þá að sér – þótt ónáttúrulegt væri –, vetur yrði mildur eða kraftaverk Móður Náttúru myndu gerast og kálfar myndu tóra veturinn af; kannske þyrstir, svangir, magrir og heiftarlega hrjáðir, en hvað með það. Skítt með einn kálf. Í ár ákvað umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi, að drepa mætti 1.451 hreindýr, þar af 1.043 kýr. Dráp tarfa, 408 dýra, má hefjast 15. júlí. Venjulega hefur svo mátt byrja að drepa kýr 1. ágúst, en þar sem kálfar fæðast mest um mánaðamótin maí/júní, eru þeir þá rétt 8 vikna. Með tilliti til þess, að kálfar eru á spena minnst í 5 til 6 mánuði, ef móðir lifir, er auðvitað óheyrilegt, að drepa mæður frá þeim 8 vikna gömlum. Er þá önnur umönnun, vernd og hjálp móður, m.a. við gerð krafshola á vetrum, ótalin. Við í Jarðarvinum höfum síðustu mánuði og misseri lagt að stjórnvöldum, þó einkum umhverfisráðherra, sem síðasta orðið hefur, að griðatími hreindýrakálfa verði lengdur, með afgerandi hætti, til að auka velferð þeirra, líka til að byrjað væri að fylgja lögum nr. 55/2013 um dýravelferð – sem eru góð, en ekki hefur verið fylgt, sem skyldi – og er málið nú í höndum ráðherra. Það eru í raun bara tvær villtar hreindýrahjarðir eftir í Vestur-Evrópu; í Noregi og hér. Í Noregi gildir griðatími hreindýrakálfa til 20. ágúst. Þá fyrst má byrja að drepa kýr. Undirritaður vill með þessum pistli endurtaka áskorun sína á Guðmund Inga, sem gert hefur ýmsa góða hluti í öðru, um það, að hann taki nú fyrsta skrefið í átt að aukinni velferð hreindýra, með því, að færa byrjunartíma kúaveiða á 20. ágúst til samræmis við það, sem gildir í Noregi. Þetta væri spor í rétta átt, en samt ekki meira.
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun