Skítt með einn kálf Ole Anton Bieltvedt skrifar 4. júlí 2019 07:00 Á dögunum átti undirritaður fund með umsjónarmanni hreindýra, sem er starfsmaður Náttúrustofu Austurlands. Ágætismaður, sem veit meira um hreindýrin á Íslandi og málefni þeirra en flestir aðrir. M.a. kom fram, að af þeim hreindýrum, sem felld voru í fyrra, höfðu 33 dýr gömul skotsár. Það er ekki hátt hlutfall af heildarfjölda felldra dýra í fyrra, en það sýnir samt, með skýrum hætti, að hreindýraveiðum – eins og öllum veiðum – fylgir heiftarlegt dýraníð. 33 dýr höfðu lifað fyrri skotárásir veiðimanna af. Kannske bækluð og limlest, þó þau hafi tórað, til þess eins, að vera skotin aftur og þá drepin. En, hvað með öll þau dýr, sem voru skotin, án þess að lifa af; komust undan veiðimanni til þess eins að deyja drottni sínum í sárum og kvölum. Blýkúlur valda oft ígerð í sárum og svo drepi og blóðeitrun; langvinnum og heiftarlegum dauðdaga. Kannske ráfa særð dýr, með brotinn fót eða mjöðm eða sundurskotið trýni eða haus – ófær um að ná sér í næringu – um dögum eða vikum saman. Þar til dauðinn loks líknar. Yfirkeyrð lýsing? Nei, þetta er raunveruleikinn; skuggahlið hreindýraveiða. Úr því að 33 dýr, sem höðu verið skotin áður, en lifðu af, voru drepin í fyrra, þá er ljóst, að heildarfjöldi þeirra hreindýra, sem hefur verið skotinn og lifað af, eða særst, og komist undan, til þess eins, að kveljast til dauða fjarri veiðimanni, skiptir mörgum hundruðum. Hræðileg meðferð á saklausum og varnarlausum dýrum, sem ekkert hafa sér til sakar unnið. Og, áhugi veiðimanna er slíkur, að aðeins helmingur þeirra, sem vilja komast í drápið, kemst að. Kostar þó 150.000 kr. að fá að drepa tarf og 86.000 kr. að fá að drepa kú. Veiðimenn virðast hafa af þessu mikla gleði og unun, og verða þá þessir fjármunir, sem sumum finnst verulegir, óverulegir og smáir, alla vega miðað við þá drápsgleði og fróun, sem drápið virðist veita. Hvers konar menn eru þetta? Alls konar menn, líka flottir og fínir, en það hlýtur að vera blindur blettur í þeim; einhvers staðar í sálinni. Sumir veiðimenn, líka konur, tala um „kikkið“, sem það veitir, að sjá fallegt og tignarlegt – en saklaust og varnarlaust – dýrið falla í valinn, ef drápstilraunin tekst þá, og skiptir þá litlu máli, þó að eftir standi 8-10 vikna móðurlaus og hjálparvana kálfur. Skítt með einn kálf. Lengi vel var skylda við dráp á heindýrakúm, að drepa kálf með, því vitað var, að hann myndi eiga erfitt uppdráttar – ósjálfbjarga ungviðið, enn á spena og það til margra mánaða, ef móður ætti. Þá kom í ljós, að í stað þess að skjóta kálf felldrar kýr, þá skutu veiðimenn bara stærsta kálfinn í hjörðinni – meira kjöt – og sköpuðu þar með enn meiri angist, vansæld, hörmungar og ringulreið í hjörðinni. Einhverjum ráðherra fannst þetta ekki gott, og var þá ákveðið, að skjóta bara kýr. Skyldu kálfar lifa áfram – þó sumir væru rétt 8 vikna, þegar kúadráp hefst – í þeirri von, að einhverjar eftirlifandi kýr myndu taka þá að sér – þótt ónáttúrulegt væri –, vetur yrði mildur eða kraftaverk Móður Náttúru myndu gerast og kálfar myndu tóra veturinn af; kannske þyrstir, svangir, magrir og heiftarlega hrjáðir, en hvað með það. Skítt með einn kálf. Í ár ákvað umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi, að drepa mætti 1.451 hreindýr, þar af 1.043 kýr. Dráp tarfa, 408 dýra, má hefjast 15. júlí. Venjulega hefur svo mátt byrja að drepa kýr 1. ágúst, en þar sem kálfar fæðast mest um mánaðamótin maí/júní, eru þeir þá rétt 8 vikna. Með tilliti til þess, að kálfar eru á spena minnst í 5 til 6 mánuði, ef móðir lifir, er auðvitað óheyrilegt, að drepa mæður frá þeim 8 vikna gömlum. Er þá önnur umönnun, vernd og hjálp móður, m.a. við gerð krafshola á vetrum, ótalin. Við í Jarðarvinum höfum síðustu mánuði og misseri lagt að stjórnvöldum, þó einkum umhverfisráðherra, sem síðasta orðið hefur, að griðatími hreindýrakálfa verði lengdur, með afgerandi hætti, til að auka velferð þeirra, líka til að byrjað væri að fylgja lögum nr. 55/2013 um dýravelferð – sem eru góð, en ekki hefur verið fylgt, sem skyldi – og er málið nú í höndum ráðherra. Það eru í raun bara tvær villtar hreindýrahjarðir eftir í Vestur-Evrópu; í Noregi og hér. Í Noregi gildir griðatími hreindýrakálfa til 20. ágúst. Þá fyrst má byrja að drepa kýr. Undirritaður vill með þessum pistli endurtaka áskorun sína á Guðmund Inga, sem gert hefur ýmsa góða hluti í öðru, um það, að hann taki nú fyrsta skrefið í átt að aukinni velferð hreindýra, með því, að færa byrjunartíma kúaveiða á 20. ágúst til samræmis við það, sem gildir í Noregi. Þetta væri spor í rétta átt, en samt ekki meira. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum átti undirritaður fund með umsjónarmanni hreindýra, sem er starfsmaður Náttúrustofu Austurlands. Ágætismaður, sem veit meira um hreindýrin á Íslandi og málefni þeirra en flestir aðrir. M.a. kom fram, að af þeim hreindýrum, sem felld voru í fyrra, höfðu 33 dýr gömul skotsár. Það er ekki hátt hlutfall af heildarfjölda felldra dýra í fyrra, en það sýnir samt, með skýrum hætti, að hreindýraveiðum – eins og öllum veiðum – fylgir heiftarlegt dýraníð. 33 dýr höfðu lifað fyrri skotárásir veiðimanna af. Kannske bækluð og limlest, þó þau hafi tórað, til þess eins, að vera skotin aftur og þá drepin. En, hvað með öll þau dýr, sem voru skotin, án þess að lifa af; komust undan veiðimanni til þess eins að deyja drottni sínum í sárum og kvölum. Blýkúlur valda oft ígerð í sárum og svo drepi og blóðeitrun; langvinnum og heiftarlegum dauðdaga. Kannske ráfa særð dýr, með brotinn fót eða mjöðm eða sundurskotið trýni eða haus – ófær um að ná sér í næringu – um dögum eða vikum saman. Þar til dauðinn loks líknar. Yfirkeyrð lýsing? Nei, þetta er raunveruleikinn; skuggahlið hreindýraveiða. Úr því að 33 dýr, sem höðu verið skotin áður, en lifðu af, voru drepin í fyrra, þá er ljóst, að heildarfjöldi þeirra hreindýra, sem hefur verið skotinn og lifað af, eða særst, og komist undan, til þess eins, að kveljast til dauða fjarri veiðimanni, skiptir mörgum hundruðum. Hræðileg meðferð á saklausum og varnarlausum dýrum, sem ekkert hafa sér til sakar unnið. Og, áhugi veiðimanna er slíkur, að aðeins helmingur þeirra, sem vilja komast í drápið, kemst að. Kostar þó 150.000 kr. að fá að drepa tarf og 86.000 kr. að fá að drepa kú. Veiðimenn virðast hafa af þessu mikla gleði og unun, og verða þá þessir fjármunir, sem sumum finnst verulegir, óverulegir og smáir, alla vega miðað við þá drápsgleði og fróun, sem drápið virðist veita. Hvers konar menn eru þetta? Alls konar menn, líka flottir og fínir, en það hlýtur að vera blindur blettur í þeim; einhvers staðar í sálinni. Sumir veiðimenn, líka konur, tala um „kikkið“, sem það veitir, að sjá fallegt og tignarlegt – en saklaust og varnarlaust – dýrið falla í valinn, ef drápstilraunin tekst þá, og skiptir þá litlu máli, þó að eftir standi 8-10 vikna móðurlaus og hjálparvana kálfur. Skítt með einn kálf. Lengi vel var skylda við dráp á heindýrakúm, að drepa kálf með, því vitað var, að hann myndi eiga erfitt uppdráttar – ósjálfbjarga ungviðið, enn á spena og það til margra mánaða, ef móður ætti. Þá kom í ljós, að í stað þess að skjóta kálf felldrar kýr, þá skutu veiðimenn bara stærsta kálfinn í hjörðinni – meira kjöt – og sköpuðu þar með enn meiri angist, vansæld, hörmungar og ringulreið í hjörðinni. Einhverjum ráðherra fannst þetta ekki gott, og var þá ákveðið, að skjóta bara kýr. Skyldu kálfar lifa áfram – þó sumir væru rétt 8 vikna, þegar kúadráp hefst – í þeirri von, að einhverjar eftirlifandi kýr myndu taka þá að sér – þótt ónáttúrulegt væri –, vetur yrði mildur eða kraftaverk Móður Náttúru myndu gerast og kálfar myndu tóra veturinn af; kannske þyrstir, svangir, magrir og heiftarlega hrjáðir, en hvað með það. Skítt með einn kálf. Í ár ákvað umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi, að drepa mætti 1.451 hreindýr, þar af 1.043 kýr. Dráp tarfa, 408 dýra, má hefjast 15. júlí. Venjulega hefur svo mátt byrja að drepa kýr 1. ágúst, en þar sem kálfar fæðast mest um mánaðamótin maí/júní, eru þeir þá rétt 8 vikna. Með tilliti til þess, að kálfar eru á spena minnst í 5 til 6 mánuði, ef móðir lifir, er auðvitað óheyrilegt, að drepa mæður frá þeim 8 vikna gömlum. Er þá önnur umönnun, vernd og hjálp móður, m.a. við gerð krafshola á vetrum, ótalin. Við í Jarðarvinum höfum síðustu mánuði og misseri lagt að stjórnvöldum, þó einkum umhverfisráðherra, sem síðasta orðið hefur, að griðatími hreindýrakálfa verði lengdur, með afgerandi hætti, til að auka velferð þeirra, líka til að byrjað væri að fylgja lögum nr. 55/2013 um dýravelferð – sem eru góð, en ekki hefur verið fylgt, sem skyldi – og er málið nú í höndum ráðherra. Það eru í raun bara tvær villtar hreindýrahjarðir eftir í Vestur-Evrópu; í Noregi og hér. Í Noregi gildir griðatími hreindýrakálfa til 20. ágúst. Þá fyrst má byrja að drepa kýr. Undirritaður vill með þessum pistli endurtaka áskorun sína á Guðmund Inga, sem gert hefur ýmsa góða hluti í öðru, um það, að hann taki nú fyrsta skrefið í átt að aukinni velferð hreindýra, með því, að færa byrjunartíma kúaveiða á 20. ágúst til samræmis við það, sem gildir í Noregi. Þetta væri spor í rétta átt, en samt ekki meira.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar