Stefna ráðuneyti og skattinum um skattskýrslur Trump forseta Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2019 16:24 Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, (t.v:) er á meðal þeirra sem stefna þingnefndarinnar er stíluð á. Vísir/EPA Fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings stefndi í dag fjármálaráðuneytinu og skattstofunni og krefst þess að fá aðgang að skattskýrslum Donalds Trump forseta. Trump og Hvíta húsið hafa barist hatrammlega gegn því að þingið fái aðgang að upplýsingum um fjármál hans sem forsetinn hefur staðfastlega neitað að gera opinberar. Fjármálaráðuneytið hafnaði beiðni og síðar stefnu fjárlaganefndarinnar um aðgang að skattskýrslunum. Nefndin byggði á ákvæði laga sem heimila henni að óska eftir skattskýrslum einstaklinga. Dómsmálaráðuneyti Trump færði meðal annars þau rök fyrir því að fjármálaráðuneytinu bæri að hafna stefnunni að þingið hefði ekki lögmæta ástæðu til að krefjast gagnanna. Demókratar fara með meirihluta í fulltrúadeildinni og fjárlaganefndinni. Washington Post segir að í stefnunni saki þeir ríkisstjórn Trump um „ótrúlega árás“ á valdheimildir þingsins með því að neita að afhenda skattskýrslurnar. Trump hunsaði áratugalangt fordæmi fyrir því að forsetaframbjóðendur birtu skattskýrslur sínar þegar hann bauð sig fram árið 2016. Bar hann því við að hann gæti ekki opinberað skýrslunnar þar sem skattayfirvöld hefðu þær til endurskoðunar þrátt fyrir að þau gæfu út að ekkert væri því til fyrirstöðu að Trump birti skýrslurnar. Síðan þá hefur Trump sagt ráðgjöfum sínum að hann sé tilbúinn að fara með málið alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna til að komast hjá því að þurfa að opinbera fjármál sín. Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir ógegnsæi varðandi persónuleg fjármál sín. Ólíkt fyrri forsetanum sleit hann ekki öll tengsl við viðskiptaveldi sitt þegar hann tók við embætti forseta heldur fól sonum sýnum að stýra því. Hann hagnast enn persónulega á rekstri fyrirtækjanna. Það hefur vakið upp spurningar um mögulega hagsmunaárekstra og spillingu, ekki síst hvað varðar viðskipti erlendra ríkja við fyrirtæki forsetans. Ýmis ríki hafa beint viðskiptum sínum til fyrirtækja Trump, þar á meðal alþjóðahóteli hans í Washington-borg. Bandaríkin Tengdar fréttir Ríkisþingmenn New York opna á afhendingu skattaskýrslna Trump Þingmenn New York ríkis hafa samþykkt lagafrumvarp sem mun gera þingmönnum Bandaríkjaþings kleift að koma höndum yfir skattskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 8. maí 2019 22:30 Hvíta húsið skipar fyrrverandi starfsmönnum að hunsa þingið Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings krafði starfsmenninna gagna með stefnu í síðasta mánuði. 4. júní 2019 15:52 Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39 Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskatt Gögn sem New York Times komst yfir benda til þess að fyrirtæki Bandaríkjaforseta hafi tapað rúmum 143 milljörðum íslenskra króna á 9. og 10. áratug síðustu aldar. 8. maí 2019 11:00 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings stefndi í dag fjármálaráðuneytinu og skattstofunni og krefst þess að fá aðgang að skattskýrslum Donalds Trump forseta. Trump og Hvíta húsið hafa barist hatrammlega gegn því að þingið fái aðgang að upplýsingum um fjármál hans sem forsetinn hefur staðfastlega neitað að gera opinberar. Fjármálaráðuneytið hafnaði beiðni og síðar stefnu fjárlaganefndarinnar um aðgang að skattskýrslunum. Nefndin byggði á ákvæði laga sem heimila henni að óska eftir skattskýrslum einstaklinga. Dómsmálaráðuneyti Trump færði meðal annars þau rök fyrir því að fjármálaráðuneytinu bæri að hafna stefnunni að þingið hefði ekki lögmæta ástæðu til að krefjast gagnanna. Demókratar fara með meirihluta í fulltrúadeildinni og fjárlaganefndinni. Washington Post segir að í stefnunni saki þeir ríkisstjórn Trump um „ótrúlega árás“ á valdheimildir þingsins með því að neita að afhenda skattskýrslurnar. Trump hunsaði áratugalangt fordæmi fyrir því að forsetaframbjóðendur birtu skattskýrslur sínar þegar hann bauð sig fram árið 2016. Bar hann því við að hann gæti ekki opinberað skýrslunnar þar sem skattayfirvöld hefðu þær til endurskoðunar þrátt fyrir að þau gæfu út að ekkert væri því til fyrirstöðu að Trump birti skýrslurnar. Síðan þá hefur Trump sagt ráðgjöfum sínum að hann sé tilbúinn að fara með málið alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna til að komast hjá því að þurfa að opinbera fjármál sín. Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir ógegnsæi varðandi persónuleg fjármál sín. Ólíkt fyrri forsetanum sleit hann ekki öll tengsl við viðskiptaveldi sitt þegar hann tók við embætti forseta heldur fól sonum sýnum að stýra því. Hann hagnast enn persónulega á rekstri fyrirtækjanna. Það hefur vakið upp spurningar um mögulega hagsmunaárekstra og spillingu, ekki síst hvað varðar viðskipti erlendra ríkja við fyrirtæki forsetans. Ýmis ríki hafa beint viðskiptum sínum til fyrirtækja Trump, þar á meðal alþjóðahóteli hans í Washington-borg.
Bandaríkin Tengdar fréttir Ríkisþingmenn New York opna á afhendingu skattaskýrslna Trump Þingmenn New York ríkis hafa samþykkt lagafrumvarp sem mun gera þingmönnum Bandaríkjaþings kleift að koma höndum yfir skattskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 8. maí 2019 22:30 Hvíta húsið skipar fyrrverandi starfsmönnum að hunsa þingið Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings krafði starfsmenninna gagna með stefnu í síðasta mánuði. 4. júní 2019 15:52 Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39 Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskatt Gögn sem New York Times komst yfir benda til þess að fyrirtæki Bandaríkjaforseta hafi tapað rúmum 143 milljörðum íslenskra króna á 9. og 10. áratug síðustu aldar. 8. maí 2019 11:00 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Ríkisþingmenn New York opna á afhendingu skattaskýrslna Trump Þingmenn New York ríkis hafa samþykkt lagafrumvarp sem mun gera þingmönnum Bandaríkjaþings kleift að koma höndum yfir skattskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 8. maí 2019 22:30
Hvíta húsið skipar fyrrverandi starfsmönnum að hunsa þingið Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings krafði starfsmenninna gagna með stefnu í síðasta mánuði. 4. júní 2019 15:52
Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39
Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskatt Gögn sem New York Times komst yfir benda til þess að fyrirtæki Bandaríkjaforseta hafi tapað rúmum 143 milljörðum íslenskra króna á 9. og 10. áratug síðustu aldar. 8. maí 2019 11:00
Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10