Staðfesta Íslands Davíð Stefánsson skrifar 2. júlí 2019 07:00 Við öðlumst mannréttindi við fæðingu. Þau spretta af samfélagslegu mikilvægi þess að fólk beri virðingu hvert fyrir öðru og viðurkenni rétt allra til mannlegrar reisnar. Þau eru óháð félagslegri stöðu, eignum, kynferði, kynþætti, litarhafti, trú, tungu, skoðunum og þjóðerni. Algild. Alþjóðasamfélagið hefur viðurkennt tilvist mannréttinda með ýmsum skuldbindingum. Hlutverk Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna er að efla og vernda mannréttindi, fjalla um mannréttindabrot og beina tilmælum til einstakra ríkja um úrbætur. Ísland tók sæti í Mannréttindaráðinu í júlí á síðasta ári og situr þar út árið 2019. Þetta er eitt veigamesta hlutverk sem Ísland gegnir á alþjóðavettvangi og einstakt tækifæri til að láta gott af sér leiða. Áherslur Íslands í ráðinu lúta að jafnréttismálum, réttindum hinsegin fólks, réttindum barna, umbótum á starfsemi ráðsins og tengslum mannréttinda við umhverfismál. Í ráðinu hefur Ísland meðal annars leitt sameiginlega yfirlýsingu um bágborna stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu. Þar hefur baráttufólk fyrir kvenréttindum verið fangelsað og pyntað. Þrengt er að fjölmiðlamönnum og þeir myrtir. Á vettvangi ráðsins hefur Ísland að auki leitt gagnrýni á Duterte forseta á Filippseyjum. Hann fyrirskipaði aftökur á þúsundum manna í svokölluðu stríði gegn fíkniefnum. Mannréttindaráðið er vaktað af ýmsum frjálsum alþjóðlegum félagasamtökum. Þar á meðal er Mannréttindavaktin (Human Rights Watch) sem er alþjóðleg samtök, óháð ríkisstjórnum, sem fylgjast með þróun mannréttinda og mannréttindabrota um allan heim. Athyglisvert var að heyra í John Fisher, forystumanni Mannréttindavaktarinnar, þegar hann heimsótti Ísland á vordögum. Hann benti á að að þegar ekkert annað ríki vildi gagnrýna Sádi-Arabíu vegna mögulegra hagsmunaárekstra sýndi Ísland staðfestu. „Gott frumkvæði lítur aldrei dagsins ljós nema ríki stígi fram með forystu og ábyrgð gegn því ástandi refsileysis að brotamenn telja sig geta komið fram vilja sínum og verði ekki gerðir ábyrgir af verkum sínum,“ sagði Fischer. Fulltrúi Mannréttindavaktarinnar sagði það hafa verið til fyrirmyndar hvernig Ísland leiddi starfið á þessum vettvangi. Það var ekki skilyrt þátttöku annarra ríkja. Mörg ríki eru reiðubúin að gagnrýna mannréttindabrot ef þau finna stuðning nægilega margra. Þau vilji fyrst lóða dýptina. En Ísland lagði til formlega gagnrýni á Sáda og bað svo um stuðning annarra. Þessari staðfestu Íslands fylgdu aðrir eftir. Hér er vel að verki staðið. Íslensk utanríkisþjónusta á skilið hrós fyrir störf sín í Mannréttindaráðinu. Þau sýna að fámennar þjóðir geta lagt sitt af mörkum öllum til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Ísland í mannréttindaráði SÞ Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Við öðlumst mannréttindi við fæðingu. Þau spretta af samfélagslegu mikilvægi þess að fólk beri virðingu hvert fyrir öðru og viðurkenni rétt allra til mannlegrar reisnar. Þau eru óháð félagslegri stöðu, eignum, kynferði, kynþætti, litarhafti, trú, tungu, skoðunum og þjóðerni. Algild. Alþjóðasamfélagið hefur viðurkennt tilvist mannréttinda með ýmsum skuldbindingum. Hlutverk Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna er að efla og vernda mannréttindi, fjalla um mannréttindabrot og beina tilmælum til einstakra ríkja um úrbætur. Ísland tók sæti í Mannréttindaráðinu í júlí á síðasta ári og situr þar út árið 2019. Þetta er eitt veigamesta hlutverk sem Ísland gegnir á alþjóðavettvangi og einstakt tækifæri til að láta gott af sér leiða. Áherslur Íslands í ráðinu lúta að jafnréttismálum, réttindum hinsegin fólks, réttindum barna, umbótum á starfsemi ráðsins og tengslum mannréttinda við umhverfismál. Í ráðinu hefur Ísland meðal annars leitt sameiginlega yfirlýsingu um bágborna stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu. Þar hefur baráttufólk fyrir kvenréttindum verið fangelsað og pyntað. Þrengt er að fjölmiðlamönnum og þeir myrtir. Á vettvangi ráðsins hefur Ísland að auki leitt gagnrýni á Duterte forseta á Filippseyjum. Hann fyrirskipaði aftökur á þúsundum manna í svokölluðu stríði gegn fíkniefnum. Mannréttindaráðið er vaktað af ýmsum frjálsum alþjóðlegum félagasamtökum. Þar á meðal er Mannréttindavaktin (Human Rights Watch) sem er alþjóðleg samtök, óháð ríkisstjórnum, sem fylgjast með þróun mannréttinda og mannréttindabrota um allan heim. Athyglisvert var að heyra í John Fisher, forystumanni Mannréttindavaktarinnar, þegar hann heimsótti Ísland á vordögum. Hann benti á að að þegar ekkert annað ríki vildi gagnrýna Sádi-Arabíu vegna mögulegra hagsmunaárekstra sýndi Ísland staðfestu. „Gott frumkvæði lítur aldrei dagsins ljós nema ríki stígi fram með forystu og ábyrgð gegn því ástandi refsileysis að brotamenn telja sig geta komið fram vilja sínum og verði ekki gerðir ábyrgir af verkum sínum,“ sagði Fischer. Fulltrúi Mannréttindavaktarinnar sagði það hafa verið til fyrirmyndar hvernig Ísland leiddi starfið á þessum vettvangi. Það var ekki skilyrt þátttöku annarra ríkja. Mörg ríki eru reiðubúin að gagnrýna mannréttindabrot ef þau finna stuðning nægilega margra. Þau vilji fyrst lóða dýptina. En Ísland lagði til formlega gagnrýni á Sáda og bað svo um stuðning annarra. Þessari staðfestu Íslands fylgdu aðrir eftir. Hér er vel að verki staðið. Íslensk utanríkisþjónusta á skilið hrós fyrir störf sín í Mannréttindaráðinu. Þau sýna að fámennar þjóðir geta lagt sitt af mörkum öllum til heilla.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun